Valsblaðið - 24.12.1969, Side 64
62
VALSBLAÐIÐ
Þarna hafSi Sigga leikiS 100 leiki og fœr
blómvönd og innilegan koss. Hversu margir
hefSu ekki viljaS vera í sporum litlu stúlk-
unnar viS þetta tœkifœri!
bug á sér finna hvorki utan vallar
né innan, þótt eitthvað syrti í álinn.
Og ekki er ólíklegt, að aldrei hafi
Sigga betur séð þá þakklætisskuld,
sem Valsstúlkurnar stóðu í við Þór-
arin, og nú væri það hennar og
þeirra stolt að sigra í þessu móti,
vegna hans. Þetta fannst mér liggja
einhvernveginn í loftinu.
Þegar leikirnir hófust leyndi það
sér ekki, að stúlkurnar í hinum lið-
unum vissu hvaðan þeim var mest
hætta búin í leikjum sínum við Val:
Siggu skyldi gætt, hvað sem það kost-
aði og ef ein dygði ekki skyldu fleiri
koma til.
Og það sýndi sig, að þessar ráð-
stafanir voru ekki að ástæðulausu,
en þær dugðu hvergi, slíkur var kraft-
ur Siggu og baráttuvilji fyrir félag
sitt.
Hún varð fyrir því óhappi, að fá
slæmt högg á hendi, sem var það
alvarlegt, að við vildum að hún leit-
aði læknis, en við það var ekki kom-
andi og ekki nóg með það, við urð-
um að lofa því næstum undir eið,
að láta engan um þetta vita og forð-
ast að láta það berast til stúlknanna
í hinum félögunum, það mundi efla
þær í sókninni og stúlkurnar í henn-
ar liði máttu helzt ekki vita þetta
heldur, það mundi ef til vill draga
úr trú þeirra á sigur, ef fyrirliðinn
væri vanheill í hendi. Nei, sagðist
ekki vera komin upp á Akranes til
þess að vera sveipuð inn í sárabindi.
Hún væri komin hingað, ásamt hin-
um Valsstúlkunum, til að vinna þetta
mót!
Það leyndi sér ekki að í leik henn-
ar, hvatningarorðum til leiksystra
sinna, að þetta var henni mikið al-
vörumál og þó varð hún í hverjum
leik fyrir sérstakri aðsókn í tíma og
ótíma, sem knúði hana til meiri átaka
en eðlilegt var.
Ég gleymi aldrei eitt sinn, þegar
hún var komin inn á línu til að
skjóta og lætur sig falla inn á teig-
inn, en fallið var þungt, því hún
hafði tvær úr vörninni á bakinu og
skall á steinsteyptan völlinn Kom
hún litlu síðar til okkar og bað um
plástra á sárin, en satt að segja var
erfitt að átta sig á hvar ætti helzt
að líma þá. Samt var það gert. Eftir
skamma stund sáum við hana rífa
þá af aftur. Hún sagði síðar, að þeir
hefðu þvælzt fyrir og svo lét hún
sig hafa það að halda áfram með
hálf skinnlausa lófa, og sársaukinn
kvaldi. Þannig hélt hún áfram til
síðustu sekúndu í úrslitaleiknum -—
og hún stóð við það sem hún sagði:
Valur vartrt mótiS.
Það var þreytt kona, sem gekk út
af leikvellinum á Akranesi, áleiðis
í búningsklefann, þar sem hún tók
sér sæti á bekknum í horninu. Hún
hafði lagt í leikinn alla orku
sína, hún hafði gefið Val hvern snef-
il af kröftum sínum. Hún fól and-
litið í höndum sínum, þöktum sár-
um, hún átti ekkert eftir nema svo-
lítinn sætan, mér liggur við að segja,
yndislegan grát, eins og lítil stúlka,
sem grætur af gleði, meira en af sárs-
auka, og vafalaust hefur hvort
tveggja sameinast i þessari mannlegu
athöfn.
Þessi frammistaða Siggu er mér
ógleymanleg. Hún er dæmið um hinn
fúsa félaga, manneskjuna, sem legg-
ur sig alla fram, þegar heiður félags-
ins er annars vegar. Hún er dæmið
um félagann, sem skilur þá ábyrgð
sem á honum hvílir þegar mikið
liggur við. Það er svona hugarfar,
svona vilji og framkoma, sem gefa
íþróttunum alveg sérstakl gildi og
gefur ómetanlegt fordæmi
Að lokum sagði Jón: Ég vil taka
það alveg skýrt fram til að fyrir-
byggja misskilning, að allar stúlk-
urnar sýndu frábæran baráttuvilja
og samstöðu í þessum erfiðu leikjum
og var unun á það að horfa, þó við-
brögð Siggu og framganga í leikjun-
um sem einstaklings vektu athygli
mína og aðdáun, sem raunar er ekki
í fyrsta skipti.
Þegar Jón hafði lokið sögu sinni
setti mig hljóðan, ég var eins og Jón
fullur aðdáunar og það mátti engu
muna, að ég, gamall skúrkur úr hörð-
um leikjum, harðsvíraður úr blaða-
þvargi og illskeyttur úr orðaskaki á
fundum og þingum um áratugaskeið,
tæki höndum fyrir augu til að forða
ofurlitlu rennsli niður kinnarnar.
Til þess að fá nánari skýringar á
þessu, sem gerðist á Akranesi og því,
að Sigga taldi mótið þar það eftir-
minnilegasta, sem hún hafði tekið
þátt í á hinum viðburðaríka íþrótta-
ferli sínum, fór á fund hennar og
bað hana að segja mér hvað það
hefði verið, sem gerði mótið á Akra-
nesi svona einstætt fyrir hana?
— Þetta var erfiðasta helgi, sem
ég hef lifað. Við urðum að leika fjóra
leiki á tveimur dögum. Fyrsta leikinn
eftir hádegi á laugardag og svo ann-
an til um kvöldið. Þriðji leikurinn
var svo kl. g á sunnudagsmorgun, og
sá fjórði var úrslitaleikurinn kl. 3
sama dag.
Við vorum líka óheppnar að í okk-
ar riðli voru sterkustu liðin að Fram
undanteknu, sem var í hinum riðl-
inum. Það má því segja, að við urð-
um að taka á öllu okkar í hverjum
leik. Við þetta bættist, að völlurinn
var úr steinsteypu og þegar maður
datt á hendur eða hné skrapaðist
skinn af eða bólguhnúðar komu á
hné og hendur og lagaði blóð úr. Ég
hafði lika fengið áföll á tvo fingur,
þannig að þeir voru stokkbólgnir,
auk aumra bletta um allan skrokk-
inn, vegna harkalegra pústra sem ég
varð fyrir. Það var engu líkara en
að ég væri alltaf i ónáðinni hjá mót-
herjunum og drógu þær livergi af.
Við þetta bættist ofsaleg spenna
og hugaræsing um það, hvernig þessu
öllu mundi reiða af.
Það bætti lika gráu ofan á svart,
að Þórarinn var veikur í Reykjavík.
Okkur stelpunum þótti það alveg
hræðilegt, að hann væri svo langt i
burtu, hann sem alltaf hafði verið