Valsblaðið - 24.12.1969, Page 65

Valsblaðið - 24.12.1969, Page 65
VALSBLAÐIÐ 63 SA UMAKL ÚBBURINN „VALSEKKJLRNAR66 Sigrún Gunnarsdóítir, Jóhanna Bergmann, ÞuriSur Sölvadótlir. Birna Óskarsdóttir, Sigrún E. Kristinsdóttir, RagnheiSur Lárusdóttir, Helga Hafsteinsdóltir. Irjá okkur, þegar eitthvað reyndi á, í hverjum leik, hverju móti, tilbúinn að ráðleggja okkur, stappa í okkur stálinu, og hughreysta. Okkur fannst þetta allt hálftómlegt. Það bætti þó mikið úr skák, hvað hann Jón Krist- jánsson var hressilegur og gott að tala við hann. Hann hafði ákaflega góð áhrif á okkur, stóð fyrir utan línuna og það lagði stöðugt í eyru okkar traustvekjandi rödd hans: Ró- legar, stelpur, rólegar stelpur, það liggur ekkert á, það er nógur tími. Þetta hafði sín góðu áhrif. Guðmund- ur Frimannsson og Guðmundur Ás- mundsson gerðu líka allt sem í þeirra valdi stóð og allt þetta slakaði mikið á þessari spennu, sem liópurinn var haldinn. En þegar Þórarinn kom svo fyrir úrslitaleikinn, sárlasinn og hún Sig- rún Guðmundsdóttir, var sem bráði af okkur og nú litum við allt öðru- vísi á lífið, þrátt fyrir hugheila og velþegna umönnun þremenninganna fyrir leikina á undan. Það var eins og það kæmi einhver „fítons“-andi í liðið fyrir siðasta leikhm, sem gerði það að verkum að við vorum aldrei eins samstilltar og í úrslitaleiknum, og þó vorum við þreyttar og margar meiddar fyrir leikinn. Þrátt fyrir það var ákaflega gaman að vera með í leiknum og þessari tvísýnu baráttu, sem raunar var allan tímann, en þó sérstaklega í úrslitaleiknum. — Segðu mér Sigga, af hverju táraðist þú eftir leikinn? — Ég held að það hafi verið af eintómri gleði yfir sigrinum, yfir þessari dásamlegu baráttu, yfir þess- um góðu félögum, sem stóðu saman eins og ein manneskja, á hverju sem gekk. Sigurinn var líka draumsætur, því við bjuggumst eins við því að tapa. Mér er líka ekki grunlaust um, að þegar sigurinn var orðinn að veru- leika, að það hafi slaknað á spenn- unni með tárum hjá fleirum en mér. Þetta var víst einhver þægileg, mild og ef til vill kvenleg útrás. Ég held að ég muni þetta mót lengst af öllum þeim mótum, sem ég hef tekið þátt í til þessa. Ég vil svo að lokum þakka Skaga- mönnum fyrir fábærar móttökur á móti þessu og framkvæmd þess, sem var þeim til mikils sóma. F. H. Rétt um það leyti sem blaðið var að fara í prentun, barst sú fregn inn á ritstjórnarskrifstofur Valsblaðsins, að fyrir nokkru hefði verið stofnað- ur í bænum saumaklúbbur, sem bæri nafnið: „Valsekkjurnar“. Við kom- umst fljótlega að því hvar næsti klúbbfundur yrði og var ekki beðið boðanna, því nafnið þótti fotvitni- legt. Sjálfur aðalritstjórinn taldi sig sjálfkjörinn í slíka ferð og tók með sér hirðljósmyndasmið félagsins með öll sín tæki: „Blikkvélar og stativ“, en hann er eins og allir vita: Karl Jeppesen. Það þótti heldur góðs viti að stað- urinn, sem átti að heimsækja, var í miðju áhrifasvæði KR eða í miðj- um Skjólunum og gæti því verið um „innrás“ að ræða og er ekki vert að skýra það nánar. Þegar við „guðum á gluggann“, er okkur vinsamlega tekið og hús- freyja býður okkur til stofu. Það leynir sér ekki að þetta var meira en flugufregn, þarna sitja margar prúðbúnar ungar konur með fangið fullt af alls konar verkefnum, allt frá fínustu balderingum og það upp eða niður í gatslitna Valssokka. Og svo var áhuginn við málnið að namast var að í þeim heyrðist. Ekki höfum við lengi setið þarna meðal þessa fríða hóps, þegar við fórum að inna þær eftir ástæðunni fyrir stofnun klúbbsins og tilgangi og verk- efnum, kom i ljós að bak við þetta var meiri alvara en maður gerði ráð fyrir í fyrstu. Það kom sem sagt í ljós, að þarna voru samankomnar flestar konur þeirra Valsmanna, sem leika í meist- araflokki í Val, um þessar mundir. „Þeir eru svo mikið á æfingum og leikjum og þá erum við stelpurnar svo mikið einar heima og bíðum eftir að þeir komi heim“, sögðu þær einum rómi. „Þá datt okkur i hug að stofna klúbb, þar sem við kæmum saman tvisvar i mánuði, og var þessu hrint í framkvæmd í byrjun októ- ber í haust“. Og þær héldu áfram: „Það er mik- ill myndarskapur i klúbbnum: það er prjónað, saumað, heklað, nú svo er það Valspeysan, sem gera þarf við og ekki má gleyma að stoppa í Valssokkana. Nú umræðuefnið er allt milli himins og jarðar, nema það má ekki minnast á bændurna. Þetta á sem sagt að vera algjört hvíldar- og afslöppunai'kvöld“, og þær dæsa af þessari þægulegu kennd! Frh. á bls. 85.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.