Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 82
80
VALSBLAÐIÐ
tJlfar Þórðarson, formaður ÍBR. ÁkafamaÓ-
urinn um íþróita- og féalgsmál.
*3[>róHal anclaícKj
Uey Ljai/íLur 25 dra
ÍÞRÓTTABANDALAG Reykjavíkur varð
25 ára á þessu ári. Með stofnun þess var
merkilegrt skref stigið í þróun félagsrnála
íþróttafélaganna í Reykjavík. Með stofun
IBR hefst til valda sameiginleg yfirstjórn
íþróttamálanna hér í borg, sem jafnframt
verður félögunum, hverju fyrir sig og
sameiginlega, til trausts og lialds. Iȇ er
og sá þáttur IBR ekki hvað sízt mikilvæg-
ur, að koma fram út á við, í nafni samein-
aðrar íþróttahreyfingar höfuðborgarinnar,
þegar það á við. Áður en IBR kom til
sögu, voru félögin, hvert í sínu lagi, að ota
sínum tota. En „hvað má höndin ein og
ein, allir vinnum saman“. Það hefir gerzt
undir traustri stjóm IBR í fjórðung aldar.
Aldarfjórðungsafmælisins var minnzt
með veglegu hófi í Sjálfstæðishúsinu hinn
25. okt. s. 1. Formaður IBR tJlfar Þórðar-
son rakti þar í ágætri ræðu, sögu IBR og
starf á liðnum ámm. Meðal gesta var
borgarstjórinn í Reykjavík og forseti Isf
ásamt öðmm liðsoddum íþróttahreyfing-
arinnar. Allir ræðumenn, sem tóku til
máls, m. a. borgarstjóri Geir Hallgrímsson
og forseti ÍSf luku upp einum munni um
ágætt starf ÍBR á liðnum áratugum. I*á
var ÍBR færðar ýmsar góðar gjafir. Veizlu-
stjóri var Andreas Bergmann varaformað-
ur IBR og einn þeirra, sem átt hafa hvað
lengst sæti í stjórn þess. Fjölmenni var.
Fyrsti formaður ÍBR var Gunnar I*or-
steinsson hrl. en aðrir þeir, sem gegnt
hafa formannsstöðu eru þessir: Ólafur
Sigurðsson, Gísli Halldórsson, Baldur
Möller og Úlfar Þórðarson. Sá, sem lengst
hefir gpgnt formensku I ÍBR, er Gísli Hall-
dórsson alls 14 ár, eða þangað til hann var
kjörinn forseti ÍSÍ, fyrir nokkrum árum.
Framkvæmdastjóri ÍBR er Sigurgeir Guð-
mannsson og hefir hann verið það um ára-
bil.
Valsblaðið óskar ÍBR, í tilefni 25 ára af-
mælisins, allra heilla. Megi ætíð ríkja ein-
lægt samstarf innan ÍBR byggt á gagn-
kvæmum skilningi hins sanna íþrótta-
anda. EB
UR OÐRUM
KNATTSPYRNURÁÐ REYKJAVÍKUR 25 ÁRA
Svo sem kunnugt er, varð Knatt-
spyrnuráð Reykjavíkur fimmtíu ára
á þessu ári. En það var stofnað hinn
29. maí árið 1919, að tilhlutan ISÍ.
Hér er vissulega um merkan áfanga
að ræða, á löngu, samfelldu og giftu-
drjúgu forystustarfi fyrir þá íþrótt,
sem vinsælust er meðal manna —
knattspyrnunni.
Eins og að líkum lætur var þess-
ara tímamóta minnzt með ýmsum
og verðugum hætti. Skal þess getið
hér að nokkru, en hins vegar vinnst
ekki tími né rúm til, að rekja svo
neinu nemi, hina margþættu og
viðburðariku sögu ráðsins um hálfr-
ar aldar skeið.
En á það skal þó bent, að með
stofnun KRR er fyrsta tilraunin gerð
til þess að sameina vissa þætti íþrótta-
hreyfingarinnar að sérstakri sam-
eiginlegri forystu undir yfirstjórn
ISl. Það var heldur ekki nein til-
viljun, að knattspyrnan varð fyrir
valinu. Á þeim tíma, sem KRR var
stofnað, var íþróttahreyfingin ung
að árum og lítt reynd. Landssam-
band hinna dreifðu og lítilsmegandi
íþróttafélaga aðeins 7 ára gamalt.
En sú íþróttagrein, sem þá fór i far-
arbroddi og jafnan síðan, var knatt-
spyrnan. Yíða um landið voru til
flokkar og félög, sem æfðu og léku
knattspyrnu, bæði i liinum stærri
kaupstöðum og hinum dreifðu byggð-
um. I Reykjavík voru t. d. fjögur
félög starfandi er ÍSÍ var stofnað.
Þessi félög ásamt þeim, sem síðar
hafa bætzt við á Reykjavíkursvæð-
inu, eru meðal gildustu þátta íþrótta-
hreyfingarinnar í dag.
Forysta KRR og starfsferill á liðn-
um áratugum sannar, að hér hefur
vel tekizt til, ekki aðeins er viðkem-
ur Reykjavík og umhverfi hennar.
Því starfsemi KRR hefur, svo ekki
leikur á tveim tungum, haft mikil
og góð alhliða áhrif frá upphafi vega
KnattspyrnuráS Reykjavíkur. Sitjandi: Jón GuSjónsson (F), Einar Björnsson formaSur (V),
Ólafur Jónsson (Vík). Standandi: Sigurgeir GuSmannsson, framkvœmdastjóri KRR, Gunn-
ar Eggertsson (Á), Jens Karlsson (Þ) og Haraldur Gíslason (KR).