Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 83
VALSBLAÐIÐ
81
Ólafur Jónsson hefur setiS flesta fundi KRR
í 25 ár. ÞaS þarf elju og áhuga til.
um gjörvallt landið og verið örugg
fyrirmynd samtakanna í heild, er
þeim óx fiskur um hrygg, um sér-
mál íþróttahéraðanna, jafnt í þétt-
býli sem strjálbýli, að því er til
skipulags íþróttanna almennt tekur.
Hversu vel tókst þegar i ujíphafi
má og þakka það, að til forystu völd-
ust hinir ágætustu menn. En fyrsti
formaður KRR var Egill Jacobsen
kaupmaður. Áhugamaður mikill um
knattspyrnuna og skipuleggjari svo
af bar, og með honum voru svo hver
maðurinn öðrum betri, Ex’lendur Ó.
Pétursson, síðar formaður KR um
árabil, Pétur Sigurðsson, siðar há-
skólaritari, Magnús Guðbrandsson,
verzlunarmaður og Axel Andrésson,
verzlunarmaður, einn kunnasti
knattspyrnudómari okkar um ára-
tugi og einn hinn bezti útbreiðslu-
maður, sem íþróttahreyfingin hefur
átt og kennari i knattspyrnu. Lfnd-
an samstilltu átaki slíkra valin-
kunnra áhugamanna hlutu steinar í
götu íþróttanna og sérstaklega knatt-
spyrnunnar að velta úr vegi. Með
stofnun KRR hefst þegar skipulegt
alhliða umbótastarf til eflingar íþrótt-
inni og sameinaðs átaks knattspyrnu-
félaganna í borginni fyrir auknu
gengi hennar. Stjórnað var af festu
í Reykjavík og jafnframt sem hvetj-
andi og uppörfandi umburðarbréf
voru send út um land, til félaga og
flokka, sem þar höfðu hafið merki
knattspyrnunnar að hún. Hvatt var
til þess að félög utan Reykjavíkur
sendu flokka á Islandsmót og styrk-
ir boðnir í því skyni.
Árið 1919 er vissulega merkilegt
tímamótár í sögu íslenzkrar knatt-
spyrnu, ekki aðeins að því er snert-
ir stofnun KRR og með þvi aukið
og eflt skipulag knattspyrnuíþrótt-
arinnar í þéttbýlinu og í heild í land-
inu. Það ár gisti og landið fyrsta
erlenda knattspyrnuliðið, sem hing-
að kom i boði ISÍ, en KRR sá um
allar móttökur hinna erlendu gesta,
sem voru frá Akademisk Boldklub
í Kaupmannahöfn. En lið þess var
talið hið bezta í Danmörku um þær
mundir. Stofnun KRR og fyrsta
knattspyrnuheimsóknin fór saman.
Síðan þetta skeði hefur mikið vatn
til sjávar runnið og margt stórvirk-
ið verið unnið innan knattspyrnu-
hreyfingarinnar, en hvað sem þvi
líður leikur ekki á tveim tungum,
að stofnun KRR og fyrsta erlenda
knattspyi-nuheimsóknin hingað til
lands er og verður um alla framtið
einn mesti viðburður innan íslenzkr-
ar knattspyrnuhreyfingar og sá sem
fyrr og siðar ber hæst í sögu hennar.
Heimsókn AB, leikni liðsmanna
þess og snilli hafði gagnger áhrif á
leikmenn vora og allan almenning.
Vissulega stóðust íslenzku leikmenn-
irnir móthei’jum sínum ekki snún-
ing, um það vitna úrslit leikjanna,
sem lesa má um í samtímafrásögnum
blaðanna. En lxvað sem úrslitum
hinna einstöku leikja leið, opnaði
heimsókn þessi leikmönnum vorum
nýjan og áður óþekktan heim snilli
og leikni með knöttinn. Snilli og
leikni, sem ekki aðeins væri bundin
við pilta suður í Danmörku, heldur
gæti og orðið „eign“ lxvers og eixxs
á hvaða breiddargráðu sem væri og
þá einnig úti á Islandi, ef rétt væri
á öllu haldið. Þannig m. a. hafði
þessi fyrsta knattspyrnuheimsókn
sín góðu og jákvæðu áhrif.
Einn liðurinn í þeim hátíðahöld-
um, sem fram fóru í tilefni af 50
ára afmæli KRR, var heimsókn AB
að nýju. Það þótti sjálfsagt að reyna
að fá lið í heimsókn þaðan, til þess
að undirstrika og rifja upp gömul
samskipti og endurnýja kynninguna.
Þetta tókst vegna vinsemdar núver-
andi ráðamanna félagsins. AB kom
hingað um mánaðamótin júní/júlí
og lék hér þrjá leiki. Þann fyrsta
við lA og sigraði 4:1, næst við KR,
sem sigraði með 1 :o og loks við lands-
liðið, sem einnig sigraði með 1:0.
Alls varð markatalan 4:3 Dönurn i
vil, en er þeir voru hér í fyrra skipt-
ið skoruðu þeir allt 31 mark megn 8.
Eftir leikinn við landsliðið, sem
var síðasti leikur AB hér að þessu
sinni, bauð Reykjavíkurborg til glæsi-
legs samsætis að Höfða, sem Páll Lín-
dal borgarlögmaður stjórnaði og flutti
jafnframt ræðu f. h. borgarstjóra,
sem ekki gat verið viðstaddur. Bauð
Páll Danina velkomna og þakkaði
AB þess merka þátt til þroska ís-
lenzkrar knattspyrnu fyrr og síðar.
Þakkaði hann jafnframt KRR fyrir
gagnmerkt 50 ára starf. Þá flutti for-
maðxxr KRR stutta ræðu, þar sem
hann þakkaði borginni fyrir hinar
glæsilegu móttökur og vinsemd alla,
AB fyrir heimsóknina og afhenti síð-
an gjafir hixxum erlendu gestum og
félagi þeirra. Loks talaði svo farar-
stjóri AB og lét í ljós mikið þakk-
læti fyrir afburða góðar móttökur
og ánægjulega för í alla staði.
Áður en til heimsóknar AB kom.
sem var einn mesti viðburðurinn í
afmælishaldinu, efndi KRR til inn-
anhússmóts í knattspyrnu í Laug-
ardalshöllinni hinn 23. marz Og var
nú um alla hnúta búið til keppni
þessarar, svo sem lög mæla fyrir
um, m. a. með tilskyldunx veggjum
umhverfis „völlinn“. 1 móti þessu
tóku þátt öll Reykjavíkurfélögin, auk
þess ÍA og fBK. Útsláttarkeppni var
viðhöfð og lauk mótinu með sigri
Vals, sem hlaut glæsilegan bikar til
eignar, er gefinn var af frú Soffiu
Jacobsen (konu Egils Jacobsen,
fyrsta formanns KRR) og sonum,
Hauki og Olfari.
Þá fór fram afmælisleikur á Laug-
ardalsvellinum seinxxi hluta maímán-
aðar, þar sem úrvalslið Reykjavíkur
og úrvalslið Suðvesturlands léku.
Loks var svo efnt til veglegs af-
mælishófs hinn 24. maí í Sigtúni.
Komu i hóf þetta á annað hundrað
maixns. Ölafur Jónsson bauð gesti
velkomna og stjórnaði hófinu, en
Ólafur er sá meðlimur KRR, sem
þar hefur lengst allra átt sæti eða
25 ár samfleytt. Þá flutti formaður
KRR, Einar Björnsson, erindi um
ráðið og starfsemi þess á liðnum ára-
tugum. Gat liann þess m. a. að alls
hefðu 21 maður gegxxt formanns-
stöðu í ráðiixu. Þá voru heiðraðir 25
menn og sæmdir merki KRR, sem
starfað höfðu á vegum knattspyrn-
unnar í Reykjavík, einnig 4 knatt-
spyrnudómarar. Við þetta tækifæri
var Geir Hallgrímsson borgarstjóri
sæmdur gullmerki KRR fyrir marg-