Valsblaðið - 24.12.1969, Qupperneq 86
84
VALSBLAÐIÐ
195 7, er þær urðu Islandsmeistarar.
Þó það hafi að sjálfsögðu verið
skemmtilegt frá íþróttalegu sjónar-
miði, skeði annað sem var ef til vill
mikið meira virði fyrir þessar dug-
legu stúlkur, og það var hin félags-
lega samstaða og einlæga vinátta
sem hélt áfram, þótt hætt væri að
handleika knött og komnar væru
skyldur við heimili, bónda og börn
hjá mörgum þeirra.
Á mörgum undanförnum árum
hafa þær komið saman einu sinni i
mánuði, og þá heima hjá hver ann-
ari til skiptis, og snúast þá umræð-
ur um Þrótt, gamla daga, íþrótt-
irnar á líðandi stund, og svo auð-
vitað blessuð börnin sín, prjónaskap
og tízkuna, svo eitthvað sé nefnt.
Þessar stúlkur í Þrótti hafa eftir-
minnilega sannað þá kenningu
margra íþróttafrömuða og félags-
hyggjumanna, að óvíða bindist fólk
traustari vináttuböndum en einmitt í
iþróttunum, og þá helzt ef um bar-
áttu er að ræða að ná vissu marki,
og að það tekst. Þar kemur einnig
til kraftur, vilji og þrautseigja. Þeg-
ar frá líður er það vináttan sem fyrst
og fremst lifir í huganum og sem
er ef til vill dýrmætasta eign hvers
einstaks, sem finnur, að hún er end-
urgoldin. Þetta á íþróttahreyfingin
í fórum sínum og þessa geta allir
notið, sem hafa lag á að höndla það.
Þetta gefur fyrst og fremst gildi ein-
staklingnum sem finnur þetta og
varðveitir, en svona kjarni er lika
félagi sínu ómetanlegur í starfi þegar
til hans er leitað og hann hefur verk-
efni við sitt hæfi.
I þessu tilviki er vitað, að i sam-
bandi við væntanlegt félagsheimili
Þróttar hafa stúlkurnar gert sér grein
fyrir því að þær gætu orðið félagi
sinu að liði og fátt væri kærkomn-
ara íþróttafélögum yfirleitt en að
slíkar húsmæður réðu þar ríkjum.
Það væri íþróttahreyfingunni
mikils virði ef svona hópar yrðu til
i félögunum, hópar, sem bæru vin-
semd til íþróttanna og félagsins, um
leið og varðveitt væru innbyrðis vin-
áttubönd, með minningum frá liðn-
um dögum i bliðu og stríðu.
Slík samheldni og tryggð eykur
manngildið, gerir fólkið færara til að
mæta erfiðleikum á lífsleiðinni, fær
stuðning þeirra, sem þéttast stóðu
saman á leikvellinum.
Þessar Þróttarstúlkur eru því gott
dæmi um það, hvernig íþróttirnar
geta skapað samheldni, vináttu og
félagshyggju árum saman, þó þátt-
takan sjálf í leik sé minningin ein.
F. H.
Nýir
bikarmeistarar K.S.Í.
Ritstjóm „Vals“ þótti tilhlýðilegt
að birta mynd af hinum nýbökuðu
Bikarmeistumm frá Akureyri, sam-
gleðjast þeim og óska til hamingju
með það afrek. Það var í sannleika
sagt tími til þess kominn, að þeir
næðu því að komast á toppinn og
eiginlega furðulegt hve lengi það
hefur dregizt. Akureyri á orðið langa
sögu sem knattspyrnubær, eða hart
nær 40 ár, sem lið frá Akureyri hafa
komið fram í opinberum mótum
(Islandsmótum). Oftast hafa Akur-
eyringar teflt fram góðum liðum,
sem hafa sýnt góða knattspyrnu, og
oft er eins og það hafi vantað aðeins
herzlumun til að ná hinu þráða
marki. En þrátt fyrir það hafa þeir
alltaf verið með, þó þeir hafi ekki
tekið þátt í hverju móti á fyrstu ár-
unum, og á þeim árum urðu þeir að
fara til Reykjavikur til að keppa á
mótunum.
Við viljum endurtaka árnaðaróskir
okkar, og óska þeim velfarnaðar i
starfi og leik.
F. H.
IBA — BIKAP-
MEISTARAR KSl
1969.
Afíari röð f. h : Sam-
úel Jóhannsson. Pélur
SigurSsson, Gunn-
laugur Björnsson,
Valsleinn Jónsson,
Skúli Ágústsson, Kári
Árnason. Fremri rÖS
f. h.: Einar Helgason,
ViSar Þorsíeinsson,
Gunnar AustfjörS,
ÞormóSur Einarsson,
Eyjólfur Agústsson,
Númi FriSriksson,
Magnús Jónatansson,
Sœvar Jónatansson,
Alberl GuSmundsson,
form. KSl.