Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 87
VALSBLAÐIÐ
85
Valur vinnur!
Valsmenn, vinir gó&ir!
þið verðið stundum móðir,
•—- en til í hark, hark, hark.
Það heyrast hlátrasköllin,
liringinn í kringum Völlinn
—- hver setti mark, mark, mark?
Benfica fékk að frœðast
um fótaspörk, og hrœðast,
— það vakti tal, tal, tál.
í hásœti skal hafna
og hildarleiki jafna,
— hver sigrar Val, Val, Val?
Heyr! Heyr! Heyr!
Að fótum okkar falla:
einn og líka tveir.
Með nákvœmni skal skalla
og skot í mörkin ,,salla“.
— Já, svona, meir, meir, meir!
En þrfúkorter senn þrýtur,
það sést að vinna hlýtur:
— Valur, Valur, Valur!
Klukkan kallar: stopp, stopp, stopp!
— komin upp í topp, topp, topp.
Húrra! sprund og halur.
Kristinn Magnússon.
VALSEKKJURNAR -
Frh. af bls. 63.
Fjöldinn í klúbbnum er þegar orð-
inn 9, en rétt til inngöngu hafa kon-
ur og unnustur meistaraflokksmanna
í Val og nafnið segja þær að skýri
sig sjálft!
„Kynni okkar hér hafa aðeins orð-
ið vegna þátttöku bænda okkar i
knattspyrnunni í Val, því áður lágu
leiðir okkar ekki saman. Þetta er
svo skemmtilegt og við hlökkum til
hvers einasta kvölds, sem við kom-
um saman. Þá má geta þess að við
höfum sérstakt gjald og gjaldkera og
er sjóðurinn þegar tekinn að gildna,
því við borgum í hann þegar við
komum saman“.
Nú vaknaði forvitni okkar, hvað
ætti að gera við sjóðinn og fórum
fínt í að grennslast eftir því. Þær litu
hver á aðra og kímdu og svo kom
svarið: „Við höfum hugsað okkur
að bjóða körlum okkar út á veitinga-
hús rétt áður en íslandsmótið hyrj-
ar, veita þeim vel og nota tækifærið
sameiginlega til að stappa í þá stál-
inu, að standa sig í mótinu og við
gerum ráð fyrir, að þeir þori ekki
annað. Svo þarf ekki að taka það
fram, að þar sem börn eru á heim-
ilum okkar verða veir að vera „barna-
píur“ þessi klúbbkvöld.
Jú, jú, við erum áhugasamar um
knattspyrnuna í Val, förum á alla
leiki á sumrin og öskrum þá og æp-
um og fáum þá stundum að heyra,
að við séum okkur til skammar, en
það verður að hafa það“, sagði þessi
glaðværi hópur að lokum.
Það þarf ekki að taka það fram
að við nutum mikillar gestrisni og
gerðum gómsætum og ljúffengum
kökum góð skil.
Þetta var í sannleika sagt góð frétt
að konur meistaraflokksmanna Vals
skyldu hefjast handa um að hittast
við og við til að blanda geði saman,
stytta sér stundir og fá þannig svo-
litlar uppbætur fyrir hinar mörgu
einverustundir, sem þær lifa við,
þegar bóndinn sinnir þessum félags-
störfum, á einn eða annan hátt. Það
er skemmtilegt til þess að vita, að
íþróttir skuli á þennan hátt geta orð-
ið til að þjappa fólki saman til vin-
áttu, þó það taki ekki þátt í sjálfum
félagsstörfunum. Þetta verður á
margan hátt beinn og óbeinn stuðn-
ingur við Val og íþróttirnar. Félags-
starfið og félagslyndið er sá kjami,
sem hvert félag byggist á, og því
margþættari sem hann er og heil-
steyptari verður starfið árangurslík-
ara. Konan i félagsstarfinu er ekki
siður traust en karlar og satt að
segja hefur hlutur konunnar, sem
ekki hefur tekið beinan þátt í félags-
lifinu, en verður fyrir óþægindum
af fjarveru húsbóndans, ekki verið sá
gaumur gefinn, sem vert væri, og í
mörgum tilvikum hefur hinn vel-
viljaði hugur til íþróttanna og
mannsins gert honimi það kleift að
sinna þessum málum.
Við árnum því saumaklúbbnum
„Valsekkjurnar“ heilla í starfi og
vonum að þau vináttubönd sem þar
bindast vari sem lengst. F. H.