Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 10

Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 10
8 VALSBLAÐIÐ og það sama er með félaga mína. Eng- um hafði dottið í hug að þetta yrði eins skemmtilegt og raunin hefur orð- ið. Hvarvetna höfum við mætt skemmtilegu fólki og góðum féiögum og það var sannarlega skemmtilegt að fá að vera með í þessari för. Fólk heima í Noregi segir, að ís- land sé staður sem fólk heimsæki ekki vegna fjarlægðar, en hafi menn farið þangað einu sinni, fari þeir aftur, og það ætla ég að gera. Hvað fannst þér skemmtilegast af því sem þú sást hér? Heitu laugarnar og hverirnir eru óþekkt fyrirbæri fyrir okkur, en ákaf- lega forvitnilegt fyrir okkur að sjá. Við höfðum heyrt um þetta talað, en vissum ekki hvernig við áttum að hugsa okkur það. Nú höfum við séð þetta, og það útaf fyrir sig var mik- ið ævintýri. Þá þótti okkur sérkenni- legt að sjá skóglaust land, svo langt sem augað eygði. Við kunnum nú ekki við það til að byrja með, en það vandist, og kunnum orðið vel við það og hreina og tæra loftið. Hvað vilt þú segja um 2. fl. knatt- spymuna á íslandi? Knattspyrnan í öðrum flokki, eins og við sáum hana hér, er þroskaðri en hjá okkur 1 Noregi, og kemur það helzt fram í því, að við hopum þegar þið sækið í návígi. Þetta augnablik er mikilvægt í knattspyrnu, og þið hafið náð tökum á því, en við ekki. Ég hef sagt við félaga mína, að ég ætli að ræða þetta mál þegar heim kemur. Meðan við leikum svona ger- um við ekki okkar bezta. Það er erfitt fyrir okkur að vera ánægðir með úrslitin, en við verðum að vera það. íslenzkir piltar eru miklu sterkari og leika af meiri krafti en við gerum, en það verðum við að temja okkur þegar heim kemur. Ert þú meðmæltur áframhaldandi samskiptum Vals og Brumunddalen ? Já, svo sannarlega og ég vona að á þessu verði áframhald, og ég held að áhuginn fyrir því vaxi og eflist, og að það verði mjög vinsælt að fara í keppnisferð til íslands í framtíðinni. Ég vil svo að lokum þakka Val fyrir móttökurnar, og ég hlakka til að sjá Valspiltana í Brumunddalen næsta sumar. Arhus KFUM. og Bjarni Jónsson heimsóttu handknattleiksdeildina Valur átti sem kunnugt er haust- heimsóknina í handknattleik á þessu ári og var hún tengd 60 ára afmæl- inu. Danska 1. deildarliðið Árhus KF UM var gestur félagsins 4.—-9. nóv- ember, og lék hér á landi 3 leiki. Það Ólafur H. Jónsson í leik gegn Árhus KFUM. var fyrir milligöngu okkar ágæta fé- laga, Bjarna Jónssonar, sem nú leik- ur með þessu liði, að af heimsókn Árhus KFUM varð, en áður hafði verið reynt að fá hingað júgóslav- neskt lið í heimsókn, en svar við þeirri ósk barst svo seint, að ekki var hægt að sinna því. Heimsókn Árhus KFUM- liðsins tókst með miklum ágætum og varð Val til mikils sóma. Danirnir lýstu ánægju sinni yfir verunni hér, þótt þeim gengi ekki eins vel í leikj- unum gegn íslenzku liðunum og síð- ast er liðið var á ferð hér á íslandi, en þá fór það ósigrað af landi brott. Valur—Arhus KFUM 23:18. Fyrsti leikur Dananna var gegn Val, eins og sjálfsagt var, og þann leik unnu Valsmenn með nokkrum yfirburðum, og ekki er fjarri lagi að telja þann leik bezta leik Valsliðsins Norrænt sambland, gestir Vals í sumar frá Brumunddalen í aftari röð, og annar flokkur Vals fyrir framan, er síðasti leikur Norðmanna fór fram á Laugargalsvellinum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.