Valsblaðið - 11.05.1972, Side 11

Valsblaðið - 11.05.1972, Side 11
VALSBLAÐIÐ 9 Frá afmælismóti Vals í körfuknattleik. Valur í sókn gegn KR. Jóhannes Magnússon skorar. mótsins komu þessi félög: ÍR, Ung- mennafélag Njarðvíkur, Héraðssam- bandið Skarphéðinn, Ármann og KR. Einstakir leikir í mótinu fóru þannig: ÍR—Valur 30:28 (14:24), HSK—UMFN 36:32 (20:16), KR— Ármann 20:18 (8:12), ÍR—HSK 46: 32 (28:12), ÍR—KR 52:26 (24:14). Þá var einn leikur í þriðja flokki og áttust þar við Valur og KR og sigraði Valur með 16:11 (4:5). Ætlunin var að efna til móts í Minnibolta, en þátttaka varð aðeins frá Val, svo að sú keppni féll niður og þótti forsvarsmönnum mótsins það miður. Töldu þeir að þessari íþrótt væri ekki sá gaumur gefinn sem hún verðskuldaði. Aðsóknin var sæmileg miðað við körfuknattleiksmót. VALSFÉLAGAR! lif |ti<V iniiiiiizf lállima núfiiiffja, vina e«Va félafja, ]>á muniO' eftir Minningarsjóði tíristjáns Hclgasonar. >Iiiining:ii-s|ijöI<! sj óOsius fásf I Rókabúð' Ilraga. það sem af var keppnistímabilinu þá. Liðið lék sína frægu „mulningsvélar- vörn“ og sjaldan hefur sóknarleikur- inn verið betri. Þá gladdi það okkur Valsmenn að sjá, að Valsmaðurinn Bjarni Jónsson var greinilega bezti maður danska liðsins og sjálfsagt hafa fleiri íslendingar glaðzt yfir því, vegna þess að það er ávallt ánægju- legt fyrir okkar fámennu þjóð, þegar landinn stendur sig vel á erlendri grund. FH—Arhus KFUM 17:15. Þótt sigur FH væri aldrei í hættu í þessum leik, var leikurinn í heild sinni mun lakari en leikur Dananna gegn Val. Bæði var hann rólegur, og leikur beggja liðanna nokkuð frá því sem þau geta bezt. Alveg eins og í fyrsta leiknum var Bjarni Jónsson bezti maður danska liðsins og er greinilegt, að Bjarna hefur farið nokkuð fram í haust, sérstaklega kom þetta fram í meiri hraða en hann hafði áður. Arhus KFUM—Úrval HSl 20:19. Eftir að bæði ValUr og FH höfðu unnið þetta danska lið nokkuð auð- veldlega, bjuggust flestir ef ekki all- ir við auðveldum sigri úrvalsins gegn Dönunum, en annað varð upp á ten- ingnum áður en yfir lauk, og hvílík vonbrigði voru það ekki fyrir íslenzka handknattleiksunnendur. Eftir ein- hvern þann glæsilegasta leik sem ís- lenzkt úrvalslið hefur sýnt, á fyrstu mínútum leiksins, og staðan var orðin 7:3 fyrir úrvalið, var skipt útaf þeim mönnum er báru þennan glæsilega sóknarleik uppi, og gæfuhjólið tók að snúast við. Það er óþarfi að rekja þá sögu lengra, merm vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst, en góð lexía gæti hann orðið fyrir marga. En hvað um það, heimsókn Árhus- liðsins tókst í alla staði vel og það er fyrir mestu. Gróðafyrirtæki varð hún ekki, enda varla við því að bú- ast, þar sem mjög er orðið erfitt að taka lið hingað til lands í gróðaskyni, vegna hins mikla tilkostnaðar sem því fylgir. En þrátt fyrir það verða samskipti við erlend lið að halda áfram ef við eigum ekki að staðna á íþróttasviðinu. Í.R. sigurvegari í afmœlismótinu í hörfuknattleík Körfuknattleiksdeild Vals efndi til afmælismóts og fór keppnin fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Til V als—Hrókurinn Gunnar Gunnarsson varð sigurvegari á afmælismótinu í vor. 10 Valsmenn tefldu um Vals-Hrókinn. Gunnar var yfirburða- sigurvegari, tapaði aðeins /i vinningi, en jafnir og næstir urðu Ragnar Ragnarsson og Stanojev Krsta (Mile). Meðfylgjandi mynd er af Gunnari og Ragnari.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.