Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 12

Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 12
10 VALSBLAÐIÐ Starfið er margt LJr skýrslu aðalstjórnar 1 greinargerð þeirri, sem hér íer á eftir, er í stórum dráttum getið ým- issa atriða varðandi félagsmál Vals, sem komið hafa fyrir og aðalstjórnin hefur látið sig varða sérstaklega á kjörtímabili því, sem hófst með aðal- fundi félagsins, sem háður var 11. febr. 1971 — en sem nú er á enda liðið. Sú stjórn, sem innan tíðar skilar af sér störfum, var þannig skipuð: Þórður Þorkelsson formaður, kjörinn sérstaklega á aðalfundi, Þórarinn Ey- þórsson, Friðjón Friðjónsson, Jón Kristjánsson og Einar Björnsson. Alls voru haldnir milli 20—30 stjórnar- fundir. Svo sem um getur í greinargerð s.l. árs er þá þegar hafinn undirbúningur að 60 ára afmæli félagsins, sem var á þessu ári. Formaður afmælisnefnd- ar var skipaður fyrrv. formaður Vals, Ægir Ferdinandsson. Var hér vissu- lega um ærið og viðurhlutamikið starf að ræða, og má segja að meginstarf stjórna og deilda framan af árinu hafi snúizt að framkvæmdum afmælis- haldsins. En um undirbúning og fram- kvæmdir er vísað til frásagna á öðr- um stöðum í blaðinu, þar sem greint er frá hinu margþætta undirbúnings- starfi og framkvæmdum í því sam- bandi. En óhætt má fullyrða að af- mælishaldið allt tókst með ágætum og var Valsfélögum og félaginu í heild til hins mesta sóma. Eitt er það stórmál, sem verið hef- ur í höndum stjórnarinnar um lengri tíma undanfarið, og þó það sé enn ekki endanlega komið í höfn, nálgast það þó jafnt og þétt sett mark, en það er stækkun Hlíðarendalandsins. Er mál þetta mikið hagsmuna- og áhuga- mál allra Valsfélaga og ríður á miklu fyrir félagið og framtíð þess, að það fái sem fyrst farsæla lausn. Borgar- yfirvöldin hafa sýnt Val velvilja og skilning í þessu sambandi. Guðmund- ur Kr. Guðmundsson arkitekt hefur verið meginstoð og stytta Vals í máli þessu. En hann og formaður Vals hafa manna mest unnið að málinu, og kom- ið fram fyrir félagsins hönd gagn- vart hinum opinberu aðilum, sem hér eiga hlut að máli. Mega félagar vissulega vera Guðmundi þakklátir fyrir það af hversu miklum áhuga og ósérhlífni hann hefur unnið að málinu fyrir Val. Getraunastarfsemin hélt áfram á árinu, og jókst sú starfsemi í heild. Sjálfsagt má alltaf segja það að betur megi gera hverju sinni. Harðdugleg- asti sölumaður Vals á þessu sviði var Gísli Sigurðsson húsvörður, en hann sýndi fádæma kraft og árvekni í sölu- mennskunni og gaf þar öðrum fé- lagsmönnum glæsilegt fordæmi. Vissulega kostar getraunasalan mikla vinnu, starf og árvekni, en þar er líka til mikils að vinna, og því meira, sem betur er á málum haldið. Hér er vissulega um mikla fjárhags- lega búbót að ræða fyrir deildirnar. Minnast má hér á, að „sveltur sitj- andi kráka, en fljúgandi fær“. Þá er það orðinn fastur liður í sum- ardagskrá Vals að efna til „Vals- dags“ og að þessu sinni var efnt til fjórða Vals-dagsins og hann haldinn hátíðlegur og með svipuðu sniði og undanfarin ár. Veður var gott og fjöldi fólks lagði leið sína að Hlíðar- enda þennan dag. Prentað prógramm lá fyrir. Formaður Vals, Þórður Þor- kelsson, setti hátíðina með stuttri ræðu, þar sem hann m. a. gat þess, að: „Valsdagurinn væri kynningar- dagur á þeirri starfsemi, sem fram fer að Hlíðarenda innan Vals“. „Við vilj- um reyna“, sagði formaðurinn einn- ig, „að ná til foreldra þeirra ungl- inga, sem verja verulegum hluta af frítíma sínum hér á íþróttasvæði Vals, svo foreldrar og aðrir aðstandendur þeirra unglinga, sem hingað sækja, geti af eigin raun kynnt sér, hvernig starfsemin gengur fyrir sig“. Þá skeði sú nýbreytni, að þarna mætti 3. flokkur knattspyrnudrengja frá Akureyri. En þetta er í fyrsta sinni, sem hópur drengja frá Akur- eyri mætir til þátttöku á Valsdegin- um. Formaðurinn bauð þá sérstak- lega velkomna og lýsti ánægju sinni yfir komu þeirra, sem vissulega setti svip sinn á daginn. Nánar er svo skýrt frá deginum á öðrum stað í blaðinu. Formaður undirbúnings að Valsdeg- inum var Þórarinn Eyþórsson. Um gang mála hjá hinum ýmsu deildum vísast til skýrslna þeirra í blaðinu. Þó skal þess getið hér, að 1. júlí kom flokkur knattspyrnu- manna frá Brumunddalen í Noregi, undir stjórn Reidar Sörensen. En sambandið milli Brumunddalen og Vais á sér alllanga sögu. Ennfremur skal minnzt á heimsókn KFUM-liðs- ins frá Árósum í Danmörku eða Ár- hus-KFUM, sem hér dvaldi á vegum handknattleiksdeildarinnar. Þórður Þorkelsson, formaður Vals. Þá skal ennfremur minnt á sigra kvennaflokks félagsins, sem sigraði með miklum glæsibrag í Islandsmót- inu í handknattleik úti og inni 8. sinn í röð. Þá eignaðist Valur á árinu fyrstu Islandsmeistarana í körfu- knattleik með sigri 3. fiokks. Auk þess sigraði meistarafl. Vals í innan- hússknattspyrnumóti KSÍ. Þá voru afmælisleikir háðir bæði í knatt- spyrnu og handbolta og afmælismót í körfubolta. Fundur var haldinn með aðalstjórn og formönnum hinna ýmsu deilda og stjórnum þeirra, þar sem félagsmálin voru rædd almennt. Eru slíkir fundir hinir gagnlegustu, ef vel tekst til. Unnið var að stofnun „Fram- kvæmdasjóðs Knattspyrnufélagsins Valur“ og frumdrög að reglugerð samin. Valsblaðið kom út með svipuðu sniði og undanfarna áratugi. Aðal- ritstjóri þess er Frímann Helgason, en auglýsingarstjóri Friðjón Guð- björnsson. Sýnt er að félagsmenn kunna almennt vel að meta blaðið. Þá má ennfremur geta þess, að á síðasta aðalfundi voru ný lög sam- þykkt fyrir félagið. Frumvarpið að lögum þessum var samhljóða því sem áður hafði verið borið fram, en náði þá ekki samþykki. Með þessum nýju lögum er m. a. aðalfundur félagsins gerður að fulltrúafundi. Eins og á sumrum fyrr, unnu ung- lingaflokkar á vegum borgarinnar á félagssvæðinu, að lagfæringu og snyrtingu, og ber að þakka það. Meðal kunnra Valsmanna, sem merkisafmæli áttu á árinu, var Úlf- ar Þórðarson (60 ára) og Geir Guð- mundsson (50 ára). Hér er aðeins stiklað á stóru um megindrætti félagsstarfsins á árinu,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.