Valsblaðið - 11.05.1972, Page 17
VALSBLAÐIÐ
15
höllinni. Þá er einnig rétt að geta þess,
að m.fl. karla og kvenna svo og 2. fl.
karla æfðu m.jög vel milli jóla og nýárs.
Sumarstarfið.
Sumarstarf deildarinnar var með mjög
líkum hætti og s.l. ár, þó fengu flokk-
arnir nokkuð lengri hvíld en í fyrra. í
byrjun júnímánaðar hófust æfingarnar í
m.fl. karla og kvenna og æfðu tvisvar til
þrisvar í viku. Þá fékk stjórnin Guð-
mund Harðarson til að sjá um og fylgj-
ast með þrekástandi meistaraflokks
karla. Hlaupið var úti, um Öskjuhlíð-
ina, og síðan farið inn í sal og tekin
svokölluð stöðvaþjálfun. Þrekpróf eða
„TEST“ hafa svo verið tekin einu sinni
í mánuði síðan og sér Guðmundur Harð-
arson um þau. Boltaæfingar voru yfir-
leitt sér, og sá Reynir um þá hlið máls-
ins. Æfingar voru nokkuð vel sóttar, en
dálítið heltist þó úr, er drengirnir fóru
í sumarfrí o. þ. h. Þá æfði landsliðið
eina viku í mánuði hverjum í sumar og
tóku sex Valsmenn þátt í þeim og mættu
vel þar.
M.fl. og 2. fl. kvenna æfðu mjög vel
yfir sumarmánuðina. Stefán Sandholt
stjórnaði æfingunum og samdi sérstaka
æfingaáætlun. Var þar eins og hjá pilt-
unum mikið um hlaup úti, séræfingar
fyrir markmenn, skotæfingar o. fl. Stúlk-
urnar æfðu bæði úti og inni eftir því
sem við átti og var mjög mikill áhugi hjá
þeim allan tímann.
íslandsmótið utanhúss var svo haldið
helgina 28. og 29. ágúst í Njarðvíkum.
Fenginn var bíll fyrir allan hópinn, til
að efla liðsandann og hafa samastað
meðan á mótinu stóð, og var þar ávallt
mikil kátína alla ferðina.
Islandsmótið utanhúss í 2. fl. kvenna
fór fram á Húsavík dagana 20., 21. og
22. ágúst. Valur tók þátt i því. Flogið
var norður á föstudagseftirmiðdag, en
komið til baka á mánudagsmorgun. Far-
arstjórar í þessari ferð voru Jón
H. Karlsson þjálfari stúlknanna og Jón
Pétur Jónsson.
3. fl. kvenna æfði einnig mjög vel í
sumar og voru mætingar hjá þeim mun
betri en í fyrra.
Þjálfarar veturinn 1971—1972.
Stjórn þeirri, sem lætur af störfum,
þótti ekki annað koma til mála en að
ráða þjálfara fyrir þetta keppnistíma-
bil. Þó að stjórninni reyndist erfitt í
fyrstu að fá fólk til þjálfunar, rættist
þó úr og er ekki ástæða til annars en að
halda að vel hafi til tekizt við ráðningu
þjálfara. Stórvægilegar breytingar
verða ekki á starfsliði deildarinnar, en
nokkrar tilfærslur verða þó milli flokka
og er það ekki nema eðlilegt.
Reynir Ólafsson verður áfram með
meistara- og I. flokk karla, en eins og
fram kemur í skýrslum fyrri ára hafa
piltarnir verið mjög ánægðir með hann,
og er ekki nokkur vafi á því, að hann er
bezti þjálfari, sem þeir hafa haft. Eins
og áður segir tók Guðmundur Harðarson
að sér þrekþjálfunina og að fylgjast með
þjálfunarástandi piltanna og verður von-
andi áframhald á því, þó svo að endan-
lega hafi ekki verið frá því gengið.
Þórarinn Eyþórsson verður áfram með
2. flokk karla, og fer það vel, þar sem
drengirnir voru mjög ánægðir með
hann.
3. flokk karla taka Stefán Bergsson
og Þórður Sigurðsson að sér.
4. flokkur karla fær tvo nýja þjálf-
ara, þá Örn Petersen og Gísla Haralds-
son. Báðir nýir menn í starfi hjá deild-
inni.
Með 5. flokk karla verður Jóhann Ingi
Gunnarsson, sem nú tekur í fyrsta skipti
að sér þjálfun, og með honum verður
Kristján Þorvalds.
Meistara- og I. flokkur kvenna halda
sínum þjálfara frá því í fyrra, Stefáni
Sandholt.
Með 2. flokk kvenna verður Geirarður
Geirarðsson, en hann hefur þjálfað s.l.
tvö ár hjá deildinni.
Með 3. flokk kvenna verða þær Sigur-
jóna Sigurðardóttir og Bergljót Davíðs-
dóttir.
Sem betur fer eru ekki margir þjálf-
arar, sem nú hverfa frá störfum, aðeins
fjórir. Þeir eru: Stefán Gunnarsson,
Jón H. Karlsson, Soffía Guðmunds-
dóttir og Hákon Guðmundsson, og stjórn-
in færir þeim beztu þakkir fyrir vel
unnin störf, og vonar að þau láti sem
fyrst sjá sig aftur í starfi við þjálfun-
ina. Nýju þjálfarana: Bergljótu Davíðs-
dóttur, Örn Petersen, Gísla Haraldsson,
Jóhann Inga Gunnarsson og Stefán
Bergsson, bjóðum við velkomin til starfa
og vonum að þeim megi vel líka og þau
megi njóta mikillar ánægju við þjálf-
arastörfin.
Meistaraflokkur karla.
I Reykjavíkurmóti 1970 urðu þeir nr.
2, skoruðu 78 mörk gegn 57, og hlutu 8
stig.
í íslandsmóti innanhúss 1971, I. deild,
urðu þeir nr. 2, eftir úrslitaleik við F. H.,
sem tapaðist 10—12. í mótinu sjálfu
skoruðu þeir 198 mörk, en fengu á sig
169 mörk, og hlutu 16 stig.
í íslandsmóti utanhúss 1971, léku
þeir í A-riðli og urðu nr. 3 í riðlinum
með 4 stig, skoruðu 72 mörk gegn 68.
Valur tók þátt í hraðmóti H. K. R. R.,
og lenti liðið gegn Ilaukum í fyrstu
umferð og var sleginn út með 12 mörkum
gegn 10.
Liðið tók einnig þátt í hraðmóti vegna
40 ára afmælis Hauka. Lentu þeir enn
einu sinni gegn Haukum, og töpuðu.
Valur lék gegn Danmerkurmeisturun-
um 1971, Efterslægten, sem kom á veg-
um H. K. R. H. Efterslægten vann leik-
inn 16 gegn 11.
1 haust lék liðið tvo aukaleiki við F. H.
Sá fyrri var fjáröflunarleikur vegna
þátttöku F. H. í Evrópukeppninni, og
vann Valur 21 gegn 14. Síðari leikurinn
var á 60 ára afmælisleikkvöldi Vals og
tapaðist sá leikur 21—18.
Liðið lék einnig gegn danska I. deild-
arliðinu Árhus K. F. U. M., sem var hér
í boði Vals. Sigruðu þeir Danina með 23
mörkum gegn 18.
1. flokkur karla:
1 Reykj avíkurmóti 1970, urðu þeir nr.
3, skoruðu 33 mörk gegn 28, og hlutu 8
stig.
1 íslandsmóti 1971 urðu þeir nr. 3,
skoruðu 54 mörk gegn 54, og hlutu 6
stig.
2. flokkur karla.
Þeir urðu Reykjavíkurmeistarar 1970,
skoruðu 34 mörk gegn 26, og hlutu 8
stig.
I íslandsmóti 1971 urðu þeir nr. 4, í
Reykjavíkurriðli, skoruðu 51 mark gegn
44, og hlutu 5 stig.
Þeir léku forleik vegna heimsóknar
Árhus K. F. U. M. gegn Fram, og töp-
uðu 11 gegn 12.
3. flokkur karla:
1 Reykjavíkurmóti 1970, lentu þeir í
5. sæti, skoruðu 38 mörk gegn 51, og
hlutu 4 stig.
1 íslandsmóti 1971 urðu þeir næst-
neðstir í Reykjavíkurriðli, skoruðu 55
mörk gegn 57, og hlutu 3 stig. Þeir léku
forleik vegna heimsóknar Árhus K. F.
U. M., við Víking, og töpuðu 9 gegn 10.
4. flokkur karla:
I Reykjavíkurmóti 1970, urðu þeir í
4. sæti, skoruðu 11 mörk gegn 18, og
hlutu 3 stig.
I íslandsmóti 1971, urðu þeir í 3. sæti
í Reykjavíkurriðli, skoruðu 58 mörk
gegn 26, og hlutu 9 stig.
Meistaraflokkur kvenna:
I Reykjavíkurmóti 1970 urðu þær nr.
3, skoruðu 21 mark gegn 15, og hlutu 5
stig.
1 íslandsmóti innanhúss 1971, I. deild,
urðu þær nr. 1, skoruðu 130 mörk gegn
79, og unnu alla sína leiki, nema einn,
sem varð jafntefli.
1 íslandsmóti utanhúss 1971, léku þær
í B-riðli, og unnu alla sína leiki, og skor-
uðu 43 mörk gegn 15, og hlutu 6 stig.
Léku til úrslita við U. M. F. N., og sigr-
uðu með 9 mörkum gegn 5, og urðu því
íslandsmeistarar utanhúss 1971.
Á afmæliskvöldi Vals léku þær við
Ármann, og sigruðu 16—5.
Þær léku einnig- forleik vegna heim-
sóknar Árhus K. F. U. M., gegn úrvals-
liði H. S. I., og sigruðu með yfirburð-
um
1. flokkur kvenna:
í Reykjavíkurmóti 1970, urðu þær nr.
1, skoruðu 7 mörk gegn 6, og hlutu 2
stig.