Valsblaðið - 11.05.1972, Page 21

Valsblaðið - 11.05.1972, Page 21
VALSBLAÐIÐ 19 Þarna hefur örn Hallsteinsson snúið á „mulningsvélina“ í úrslitaleik Islandsmótsins 1971. Eins og fram kemur í skýrslunni, hef- ur mikið verið starfað og árangur góður, þó að menn séu aldrei ánægðir, og það er eins og það á að vera. Til þess að ná miklum árangri verður hver og einn fé- lagsmaður að krefjast starfs af sjálf- um sér, þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Handknattleiksdeild Vals hefur oft átt marga slíka. — F. H. Frá aðalfundi handknattleiksdeildar Viivarinn Eyþórsson kosinn formaður Skýrslu stjórnarinnar flutti Guðmund- ur Frímannsson formaður deildarinnar og gat þar helztu atriði sem á döfinni voru hjá stjórn deildarinnar á liðnu starfsári. Þá las Stefán Bergsson, í forföllum gjaldkera, reikninga deildarinnar. Urðu nokkrar umræður um skýrslu og reikninga deildarinnar, og sýndu reikn- ingarnir að afkoma var allgóð. Snerust ræður einnig mikið um fé- lagslífið og hvað þyrfti að gera til þess að það yrði fjölbreytilegt, og þannig að það þjappaði fólkinu saman á glöðum stundum, þar sem það gæti kynnzt betur, orðið betri félagar utan vallar sem innan. Guðmundur Frímannsson baðst und- an endurkosningu sem formaður, en í hans stað var kosinn Þórarinn Eyþórs- son. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Guð- mundur Frímannsson, Þórður Sigurðs- son, Stefán Bergsson og Sigurjóna Sig- urðardóttir. í varastjórn voru kosnir: Birgir Harð- arsson, Jafet Ólafsson og Geirarður Geirarðsson. Þá voru kosnir 15 fulltrúar á aðalfund Vals og 10 til vara. Á fundinn kom Tómas Á. Tómasson framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson, og var gert fundarhlé á meðan hann ræddi við félagsmenn um hin nýju samskipti Vals og Ölgerðarinn- ar. Kom hann á ýmsan hátt færandi hendi, og þakkaði formaður félagsins honum komuna. Fundarstjóri var Þórður Þorkelsson og fundarritari Kristján Þorvaldsson. fJr skýrslu badmintondeildar Starf deildarinnar var með líku sniði og undanfarin ár, deildin hafði að mestu sömu tima og árið áður. Þó fækkaði um einn tíma á laugardögum, þar sem mæt- ing í sameiginlegum tíma árið áður hafði verið illa nýttur. Tímarnir á sunnudögum nýttust mjög illa, enda var þeim sleppt nú í haust er starf hófst að nýju. Það hefur komið fram áður, að tímar deildarinnar eru á mjög óhentug- um tíma. Hefur það gert það að verk- um að tímum deildarinnar hefur farið mjög fækkandi, þar sem deildin hefur orðið að hætta við þá tíma, sem verst hefur verið að leigja út. Meðan deildin fær ekki fleiri tíma til ráðstöfunar á nothæfum tíma, er ekki hægt að auka starfsemi hennar, sem nokkru nemur. Opið badmintonmót var haldið í til- efni sextíu ára afmælis félagsins. Var það A-flokksmót bæði einliðaleikur og tvíliðaleikur. Þátttaka í mótinu var góð. Sigurvegari i einliðaleik varð Sigurður Haraldsson, TBR. Sigraði hann Jón Gíslason, TBR. Sigurvegarar í tvíliða- leik urðu Sigurður Haraldsson og Jón Gíslason, TBR. Átta unglingar fóru til Akureyrar, til þátttöku í unglingameistaramóti íslands, á vegum deildarinnar. Fararstjóri var Rafn Viggósson. Árangur sumra þeirra var nokkuð góður, en enginn vannst þó meistaratitillinn, þó til úrslitaorrustu hefði komizt í nokkrum greinum. Hið árlega innanfélagsmót var haldið að venju og var þátttaka í því mjög góð. Sigurvegarar í mótinu urðu þeir Helgi Benediktsson og Stefán Sigurðsson, unnu þeir í úrslitaorrstu þá Elías Hergeirs- son og Þorvald Jónasson. Þjálfari yngri flokka var áfram Rafn Viggósson, og þakkar stjórnin honum ágæt störf. Sér í lagi þar sem stuðning- ur stjórnarinnar hefur verið með lak- asta móti, í uppbyggingu unga fólksins. Er það von okkar, að næsta stjórn, sem við tekur, reyni að bæta um, og efla ung- lingastarfið, svo að badmintondeild Vals verði stórt nafn í badmintoníþróttinni. Við eigum efniviðinn, t. d. nöfn eins og: Helgi, Ragnar, Stefán, Einar, Hrólf- ur, og fleiri mætti nefna. Fulltrúi Vals í BSl var Örn Ingólfs- son, en nú á síðasta þingi var kjörinn i hans stað Kristján Ingólfsson. Stjórn deildai'innar vill hér koma á framfæri sérstöku þakklæti til húsvarðar, Gísla Sigurðssonar, fyrir stuðning hans og hjálpsemi við deildina. Frá aðalfundi badmintondeildar fiísii (inóiiinnilsstni kosinn formaður Aðalfundur Badmintondeildar Vals var haldinn í félagsheimilinu 8. des. Við það tækifæri flutti formaður deildar- innar, Örn Ingólfsson, skýrslu stjórn- rainnar, og ennfremur voru reikningar henriar lesnir af gjaldkera, Gylfa Felixsyni. Nokkrar umræður urðu um skýrslu og reikninga deildarinnar. Annars var fundurinn heldur fámennur. Á fundinum var ennfremur rætt um nauðsyn þess, að fá fleiri æfingatíma fyrir deildina, og var stjórninni falið að athuga það mál við rétta aðila. Þá var það upplýst á fundinum, að Badmintonsamband íslands ætlaði að efna til námskeiðs fyrir badminþjálf- ara, milli jóla og nýárs, og var um það rætt að Valur reyndi að senda þangað menn og stjórninni falið að undirbúa það mál. Stjórnarkjör fór þannig, að nýr for- maður var kjörinn, Gísli Guðmundsson, og meðstjórnendur voru kjörnir: Gylfi Felixson, Kristján Ingólfsson, Helgi Benediktsson og Þórður Guðmundsson. Meðstjórnendur voru kjörnir: Ragnar Ragnarsson, Stefán Sigurðsson og Hrólf- ur Jónsson. Talsverður áhugi var á fundinum fyrir málefnum deildarinnar, og áhugi fyrir þvi að ná meira lífi í hana en verið hefur. Fundarstjóri var Þórður Þorkelsson og fundarritari Ormar Skeggjason.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.