Valsblaðið - 11.05.1972, Side 27

Valsblaðið - 11.05.1972, Side 27
VALSBLAÐIÐ 25 Liðið var búið að vinna öll hin lið- in með miklum mun og hafði skorað jafnmörg mörk og sigurliðið og hafði fengið á sig 20 mörkum færra en meistararnir. Að öðru leyti var ég ánægður með framfarir liðsins. Hefur þrekþjálfunin gefið það sem þú vonaðir? Já, svo sannarlega og leikmennirnir hafa fengið fullan skilning á þessari þjálfun og leggja sig fram við hana. Nú getur maður notað burðarásana í liðinu mun lengur inná án þess að hraðinn minnki. Snerpan og kraftur- inn hefur aukizt og hver einstakur, sem þannig þjálfar, hefur bætt miklu við sig. Blaðamenn og ýmsir hafa verið að gefa varnarleik okkar vafasöm nöfn eins og ,,mulningsvélin“ og fleira í þeim anda. Menn skildu ekki þá breyt- ingu, sem hafði orðið á leikaðferð- inni og lá engan veginn í því að það byggðist á ólöglegum leik, síður en svo, enda fyrir leikmönnum okkar brýnt að leika ekki ólöglega, það hefndi sín ævinlega, enda var það svo að Valur átti einna fæsta útafrekstra á s.l. keppnistímabili. Við höldum áfram með þrekþjálf- unina í vetur, en þó með breyttu fyr- irkomulagi. Guðmundur Harðarson íþróttakennari hefur af miklum áhuga lagt þessar áætlanir og aðstoðar okk- ur við framkvæmd þeirra. Er það mikil heppni að hafa fengið hann í þetta með okkur. Eins og ég sagði taka leikmenn þetta alvarlega og leggja hart að sér að halda þeim hraða sem settur er. Þeir vita líka að þeir eiga það á hættu að missa stöður sínar í liðinu ef gefið er eftir. Við reynum að hafa stíganda í þess- ari þjálfun, þannig að á vissum tíma verði piltarnir komnir í toppþjálfun og reyna að halda því til mótsloka, og vona ég að þetta takist. Ert þú bjartsýnn með komandi keppnistímabil ? Ég get ekki annað en verið bjart- sýnn með þetta lið, eins og það er nú. Það er þegar komið í góða þjálfun og leikirnir hingað til í haust hafa lofað góðu. Við það bætist að sam- heldni í liðinu er ákaflega mikil og sívaxandi leikreynsla. Ég vil ekki trúa því, að sama sag- an endurtaki sig í næsta íslandsmóti. Samhugur liðsins, félagsandinn og ábyrgðartilfinningin er til fyrirmynd- ar og frumskilyrðin til þess að gott lið geti orðið til. Akureyrarförin okkar um daginn var gott dæmi um þetta. Áður en lagt var í förina gerðu allir sér ljóst, að þetta var keppnis- för, þar sem þeir áttu að kynna knatt- spyrnufélagið Val og vera fulltrúar þess á Akureyri. Vissar reglur — sjálfsagðar reglur —■ voru settar og það datt engum í hug að brjóta þær. Vafalaust var það samheldnin og ábyrgðartilfinningin sem gerði þetta mögulegt. Þetta kom Akureyringum á óvart, að íþróttaflokkur frá Reykjavík tæki keppnisför svona alvarlega, þær eru yfirleitt skoðaðar sem skemmtiferðir, með öllu sem því fylgir. Að lokum vildi ég segja þetta: Það hefur verið fjarlægur og lang- þráður draumur að sigra í íslands- móti og langt síðan það hefur tekizt, en ég held að það sé einbeittur vilji piltanna að gera allt sem þeir geta til þess að ná eins langt og hægt er. Stefán Sandholt, þjálfari í handknattleik Hvað er langt síðan þú fórst að þjálfa meistaraflokk kvenna, og hvernig fellur þér það? Það er ár síðan, og mér fellur það mjög vel. Á þessu ári tókst okkur að ná aftur Islandsmeistaratitlinum innanhúss, og auk þess vann flokk- urinn íslandsmeistaratitilinn úti og haustmót Gróttu. Við töpuðum haust- mótinu, svo þetta byrjaði nú heldur illa. Núna í haust byrjaði þetta ekki nógu vel, þær hafa leikið undir getu, en orsökin er sennilega sú, að leik- irnir eru allt of stuttir fyrir þær, og þyrfti endilega að lengja þá eitthvað í framtíðinni. Ég vona að þetta jafni sig þegar frá líður. I hverju liggur aðalstyrkur liðsins? Þetta blés nú ekki byrlega fyrir okkur í fyrrahaust, fyrst að tapa Reykjavíkurmótinu eins og ég nefndi, og við það bættist svo, að tvær mjög góðar stúlkur hættu, svo að ég varð að reyna að fylla í skarðið, sem var ekki létt. Litlu síðar hætti sú þriðja, en okkur tókst að verjast áföllum, og halda í horfinu. En svo komu tvær þeirra aftur nokkru fyrir lok Islands- mótsins, og efldi það liðið mjög, sem þó hafði ekki tapað leik, og unnum við íslandsmótið. Aðalstyrkurinn virðist vera einhver dulinn kraftur sem hefur búið með liðinu í mörg ár, og ég vona að hann haldi áfram að vera á sínum stað. Þær halda vel saman, ræða málin af fullri alvöru hver við aðra, en jafna sig svo samstundis á því, þetta er þeirra styrkur. Er æfingasókn góð? Já, mjög góð, og þær æfa að sumr- inu líka. Þær eru mjög áhugasamar á æfingum, og taka æfingar og keppni alvarlega. Af hverju tekst Val að eiga svona lengi topplið í kvennaflokki ? Upphafið að því var þegar Þórar- inn tók að sér þjálfun stúlknanna. Hann gerði kvennahandknattleikinn hjá Val að nafni, sem veitt er athygli. Þær eru ógnvekjandi fyrir hin kvennaliðin, eins og verið hefur. Það hefur tekizt að byggja liðin upp og halda samheldni við. Ert þú bjartsýnn með nýbyrjað keppnistímabil? Ég er mjög bjartsýnn, og ef það verður eins og það hefur verið undan- farið, trúi ég ekki öðru en að flokk- urinn eigi eftir að ná miklum árangri. Við fengum liðsstyrk frá Húsavík nú fyrir skömmu, er tvær stúlkur þaðan gengu í Val, og eru byrjaðar að æfa með okkur. Önnur fer örugglega inn í aðalliðið strax, og hin fer þangað mjög líklega, áður en langt um líður. Við vinnum að því að gera liðið sem jafnast. Er félagslíf með blóma í flokknum? Ekki nógu mikið, að mér finnst, og ég held að það sé framkvæmda- leysi að kenna. í fyrravetur héldum við fundi á mánaðarfresti og fengum þá til okkar menn sem ræddu um handknattleikinn vítt og breitt. Þetta hélt flokknum vel saman, og ég ætla að gera mitt til að halda því áfram í vetur. Stjórnin hélt einn bezta fund með okkur og þakkaði fyrir afmælis- sigurinn. Hvað um hinar yngri, sem erfa landið, er þeim sinnt nóg? Þeim var ekki sinnt sem skyldi í sumar, og þess vegna tel ég að þær hafi ekki sigrað í öðrum flokki í sum- ar. Þær eru sterkar, og er þar um mjög góðan efnivið að vinna úr. Hvaða óskir átt þú heitastar varð- andi flokkinn þinn? Að við stöndum okkur sem bezt, að ekkert slys komi fyrir, að allar þær, sem nú eru í flokknum haldi hópinn nú og næsta ár, vegna þess að verið er að vinna að utanferð flokksins, og þegar byrjað að safna fé til fararinnar. Að þessu er unnið núna. Ég vil að lokum benda á, að það þarf að gera meira fyrir kvennahand- knattleikinn hér almennt. Því miður er hann þrepi neðar en hann ætti að vera. Ástæðan er sú, að það er minna gert fyrir þær en karlana, eins og formaður HSÍ eftir síðasta þing sagði, að sambandið hefði litla peninga og það hefði komið niður á kvennaflokk- unum. Ég tel nauðsynlegt að taka meiri þátt í Norðurlandamótum kvenna, en gert er. Það þarf að vinna að verkefnum fyrir stúlkurnar, sem hvetja þær til að ná vissu marki. Ég tel að það ætti að vinna að því að öll félögin í Reykjavík, sem hafa kvennaflokka, ættu að standa saman um að fá hingað í heimsókn veru- lega gott lið, þar sem flokkar hvers

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.