Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 29

Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 29
VALSBLAÐIÐ 27 Frímann lirlfiason: Rœtt við tvo leíkmenn ,,Ekki við aðra að sakast, en okkur sjálfa“, segir Sigurður Dagsson Okkur í blaðstjórninni þótti rétt að ná tali af einum leikmanni úr meistaraflokki knattspyrnunnar í Val og leggja fyrir hann nokkrar spurn- ingar varðandi fortíð og framtíð í þeim flokki. Fyrir valinu varð okkar ágæti markmaður, Sigurður Dagsson, sem þegar hefur mikla reynslu, glögg- ur á menn og málefni og raunsær. Hann hafði þetta að segja: — Varst þú ánægður með árang- urinn síðasta sumar? — Ég var sæmilega ánægður með byrjunina í Reykjavíkurmótinu, lent- um við þar í öðru sæti, og mér fannst það lofa nokkuð góðu, en svo brást það, því miður. Sem sagt ég var ekki ánægður, og heldur ekki með bikar- keppnina. — Hverju var um að kenna? — í því efni er ekki við aðra að sakast en okkur sjálfa, og kemur þar sitthvað til. Margir leikmanna eru skólamenn og urðu því að vinna mik- ið, sem var kannske eðlilegt, til að safna til vetrarins. Hitt er svo annað mál, að stundum er hægt að fórna einhverju fyrir íþróttina og það hef- ur oft verið gert. — I hverju lágu veilur liðsins? — Eitt lið getur ekki sýnt hvað í því býr, ef menn eru að mæta til æf- inga sitt á hvað. Stundum mætir helmingurinn og á næstu æfingu mæt- ir hinn helmingurinn, það er gömul saga og ný, slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, en það skeði því mið- ur, og það allt of oft. Við það bætist svo, að ef menn koma þreyttir frá vinnu, er varla við því að búast, að þeir geti þá tekið fullkomlega á. — í hverju lá styrkur liðsins? — Það væri helzt að hafa gaman af leiknum, gaman að vera saman í þessu, og við ræddum oft um það. Við komum saman á fundi til að ræða málin, en því miður gaf það ekki betri árangur en raun varð á. Ég vil líka segja það hér og hef sagt það oft áður, að þetta Valslið hefur átt a. m. k. tvö undanfarin ár, beztu einstakl- ingana og ég held því stöðugt fram, og það er ekkert raup, en það nær ekki saman. Mér finnst að mennirnir þurfi að hugsa meira um liðið en ein- staklinginn. — Telur þú þá að tilfinningin fyrir félaginu — Val — sé þroskuð meðal meistaraflokksmanna ? — Sjálfsagt allt of lítið. Menn koma suður á Valsvöll hver í sína íþrótta- grein, til þess að æfa, mikið minna til að hugsa um sjálf félagsmálin eða hittast undir öðrum kringumstæðum. Þó kemur það fyrir, sem betur fer, með kaffifundum og öðru, en það er ekki nóg, það þarf meira. Hér koma vafalaust önnur áhugamál, sem hafa áhrif, sem ekki voru áður. Þess vegna má segja, að þessi sanni félagsandi sé dálítið öðruvísi en hann var áður. — Heldur þú að það væri þroskandi fyrir þessa pilta, sem æfa, að kynnast kjarna starfsins sem stendur á bak við leikinn? Ég efast ekki um það og gæti það vissulega haft góð og þroskandi áhrif ef þeir, sem vinna mest í félagslífinu og þeir sem koma fram sem fulltrú- ar Vals á vellinum, gætu saman og sameiginlega skynjað kjarnann og neistann, sem verður að vera á bak við störf beggja. — Ert þú ánægður með samheldni piltanna innbyrðis, utan vallar sem innan ? — Ég verð hreinlega að játa það, að „mórallinn", eins og það er orðað, var alls ekki nógu góður, og stund- um, því miður slæmur. En ég vona að það standi til bóta og ég hef ekki trú á öðru, ég held að viljinn sé fyrir hendi. Menn hafa mismunandi skap- gerð, og stundum erfitt við það að eiga, en ég trúi á þroska liðsins, og að við náum því á endanum að verða eins og einn maður. — Ert þú ánægður með ráðningu Óla B. til Vals? — Ég vil í fyrsta lagi benda á það, eins og Óli B. hefur oft sagt sjálfur, að það er alveg sama hvað góður þjálfarinn er, að hann gerir ekki kraftaverk sem slíkur, það eru fyrst og fremst mennirnir sjálfir sem hann Eftir svip Kristins Jiirundssonar hefur honum ekki fallið það sem Halldór Einarsson hvíslaði að honum. Jón Pétursson lengst til vinstri, er dúlítið undrandi, en Bergsveinn þar rétt hjá heyrir ekkert, Sigurður Dagsson sér knöttinn svífa yfir — og létti. —
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.