Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 31

Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 31
VALSBLAÐIÐ 29 Frímann Helgason: IJlfar Þórðarson, sextíu ára — Nú ert þú uppalinn í því félagi, þar sem sagt er að félagsandinn og samheldni manna sé meiri en í öðr- um félögum, hvernig finnst þér þessi mál vera í handknattleiksdeildinni hjá Val? — Já, það er alveg rétt, að KR- ingar eru frægir fyrir góðan félags- anda og samheldni, en ég fæ ekki bet- ur séð en að þetta atriði sé í góðu lagi hjá Val. Það er að vísu rétt, að maður hefur verið að heyra það, að við landsliðsmennirnir í Val leggjum okkur meira fram með landsliðinu en félaginu, en þetta er bara alls ekki rétt. Mér finnst það ósanngjarnt að ásaka nokkurn okkar um að leggja sig ekki alla fram í Vals-liðinu, þótt illa hafi gengið í fyrri hluta Islands- mótsins, það eru aðrar orsakir fyrir því að mínum dómi. — Og hverjar þá helztar? — Ég álít að við höfum æft of mikið þrekæfingar, þ. e. a. s. að þeim hafi verið haldið of stíft og of lengi í stað þess að taka upp boltaæfingar. Þar á ég ekki bara við að leika meira, heldur gera alls konar æfingar með bolta. Svo er annað og það á sjálf- sagt mestan þátt í því hve illa liðinu hefur gengið, en það er bara þessi svokallaði „öldudalur" sem öll lið lenda einhvern tíma í hafi þau náð toppnum. Að mínu áliti er ástæðu- laust að örvænta um liðið þótt illa gangi í 2—4 leikjum, slíkt getur allt- af hent. — Þú heldur sem sagt að þið náið ykkur upp aftur? — Ég er ekki í nokkrum minnsta vafa um það, ég er bara ekki til um- ræðu um annað. — Nú langar mig að leggja fyrir þig samvizkuspurningu, Gísli, finnst þér þú vera orðinn Valsmaður? — Það er dálítið erfitt að svara þessu. Vissulega er ég Valsmaður, en mér finnst ég ekki Valsmaður á sama hátt og manni fannst maður KR- ingur öll þau ár sem ég lék með KR. Og ástæðan fyrir þessu er auðvitað sú, hve stutt ég er búinn að vera í Val. Þetta gerist ekki eins og að klappa saman lófunum. — Að lokum, Gísli, ert þú sam- mála því að íslenzkur handknattleik- ur sé staðnaður? — Nei, ég er það ekki. En mér finnst það mjög óréttlátt að ætlast til þess að við íslenzkir handknatt- leiksmenn náum sama árangri og er- lendir kollegar okkar, sem gera lítið annað en æfa og keppa í handknatt- leik á meðan við vinnum frá kr. 7—8 á morgnana til kl. 6—8 á kvöldin. Það er að mínu viti út í bláinn að ætlast til þess, sagði Gísli Blöndal að lokum. Knattspyrnufélagið Valur hefur oft- ast átt því láni að fagna, að eiga for- ystumenn sem borið hafa gæfu til að leiða það áfram með árangri sem við getum verið ánægð með. Kemur þar bæði til árangur á leikvelli, og eins utan vallar, sem miðar að því að skapa félögum Vals betri og betri aðstöðu til að gegna því hlutverki sem því er ætlað í þjóðfélaginu. Einn þessara manna er Úlfar Þórð- arson. Þáttur hans er merkilegur fyrst og fremst fyrir það, að hann naut einskis þess, sem leikur á æsku- árum býður upp á, með Val, sem oft verður til þess að binda félagana við félagið. Á erfiðum tíma í stjórnskipun hjá félaginu er hann nánast sóttur á lækningastofu hans, leiddur suður á Hlíðarenda, og honum sýnt hvað hans bíði, ef---------. Á þeirri stundu fengum við að vita mat Úlfars á félagstengslum, og skyldunni við þau. Einhverjum hefði ekki þótt það mikið til að hafa orð á, en góðu heilli fyrir Val var hann ekki eins og aðrir menn. Hann hafði nefnilega gengið í Val fyrir mörg- um árum, og þá hafði hann hlaupið í drengjahlaupi nokkra vegalengd, gefið Val nokkra svitadropa í keppni fyrir félagið, og það var Úlfari nóg. Eftir það gat hann ekki skorazt úr leik ef Valur kallaði til hans aftur. Og er það ekki ævintýri útaf fyrir sig, ao þetta litla hlaup fyrir tugum ára, skyldi verða, að maður kom til þess að hafa forustu um það, sem gerzt hefur á Hlíðarenda, frá því hann gerðist formaður í Val. Við, sem höfum fylgzt með þessu allt frá byrjun, höfum alltaf verið undrandi, hvernig þetta mátti takast á svo skömmum tíma sem raun ber vitni um. Að því leyti kom Úlfar inn í þetta hjá Val á góðum tíma, eða þegar félagsheimilið var í þann veginn fullgert, og stóðu þar að mæt- ir Vals-félagar undir forustu Jóhann- esar Bergsteinssonar, það var þá að okkar áliti mikill árangur. Úlfar mun yfirleitt ekki vilja láta skoða sig sem einhvern fjármálaspek- ing, öðru nær. Undirrituðum er þó alltaf minnisstæð skýring Úlfars á því, hvernig fara ætti að því að gera malarvöll, síðan grasvöll og að lok- um íþróttahús. Þetta var á fulltrúa- ráðsfundi, og var hann þar að lýsa þörfinni fyrir þessi mannvirki til efl- ingar félaginu. Var Úlfar þá spurður hvernig í ósköpunum ætti að fá pen- inga til allra þessara framkvæmda. Þetta er allt í lagi, sagði Úlfar, við fáum bráðum styrkinn út á félags- tJlfar Þórðarson. heimilið, hann notum við til þess að hefjast handa um byggingu malar- vallarins, og þegar því er lokið og við höfum unnið talsvert í sjálfboða- vinnu, og safnað nokkru fé auk þess, þá förum við í að byggja grasvöllinn. Þegar styrkurinn út á grasvöllinn fer að koma, og við bætum svolitlu við með sjálfboðavinnu og fjáröflun, byrj- um við á íþróttahúsinu. Þetta er ósköp einfalt! Þessi kenning Úlfars bendir til þess, að hann hafi haft meira fjármálaskyn en hann vildi vera láta, en það segir meira. Þessi orð hans spegla, svo ekki verður um villzt, mikla bjart- sýni, og þó um leið raunsæi. Þau sýna dirfsku í aö fara leiðir sem flestum venjulegum mönnum vaxa í augum. Þau lýsa Úlfari betur en mörg orð. Ég veit ekki hvort menn skildu þetta almennt þá, en þannig gerðist þetta eins og Úlfar sagði fyrir. Einn þeirra manna sem mest vann með Úlfari á þeim árum, sem fram- kvæmdir á Hlíðarenda voru í fullum gangi, var Jóhannes Bergsteinsson, duglegur, hagsýnn og fylginn sér í framkvæmdum, ekki síður en á leik- vellinum, meðan hann keppti fyrir Val. Jóhannes var og er eldheitur Vals- maður, og með þeim Úlfari og hon- um tókst mikil og góð samvinna að þessum áhugamálum beggja. Hann minnist Úlfars á þessa leið: „Það var mikið lán fyrir Val að Úlfar Þórðar- son skyldi koma til starfa fyrir félag- ið einmitt á þessum tíma. Hann er sterkur persónuleiki, og ég hef aldrei kynnzt manni sem á eins gott með að hrífa menn með sér til athafna og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.