Valsblaðið - 11.05.1972, Side 34

Valsblaðið - 11.05.1972, Side 34
32 VALSBLAÐIÐ nafni félagsins, og lét að því liggja að hann væri ekki mikið lakari en Fick. Þetta voru allt stúdentar sem voru þarna á ferðalagi, ég man ekki á hvers vegum. Þjóðverjarnir voru einstakir gest- gjafar, og efndu til alþjóðlegs sund- móts í tilefni af þessum fræga manni, og var það auglýst í blöðum og á húsveggjum, og ég held að það hafi aldrei verið slíkt mót á þessum stað, þetta var svo afskekkt þá. Auglýst var að meðal þátttakenda væri félagi Peter Fick heimsmeistara, sem mundi keppa, og þá fyrst og fremst við Þjóðverjana. Svo var okkur hinum hóað inn í þetta til að fylla upp, og man ég eftir Dana, Englendingi og Finna, sem var mikill vinur minn, og svo var ég með. Ekki var minnzt á neina aðra en Ameríkana fyrir keppnina, og svo voru þrír Þjóðverjar sem kepptu á móti okkur. Keppt var í 100 m. sundi á 50 m. braut. í þess- um hópi var einn allsæmilegur sund- maður þýzkur. Ég var í góðri þjálf- un um þetta leyti, en það vissi eng- inn um það í hópnum, ég hafði aldrei nefnt þennan vatnsknattleik, þeir höfðu engan áhuga fyrir því, vissu ekki einu sinni að ég var í háskóla- liðinu, eða um getu mína í sundi. Þetta var mjög góður sundstaður. Þetta voru Masoisku vötnin frægu þar sem Hindenburg barðist við Rúss- ana, þar sem frægar orustur áttu sér stað. Þarna var mikill áhugi fyrir sundi, og var fjölmennt þegar keppnin fór fram. Er skemmst frá því að segja, að þessi Þjóðverji og Ameríkaninn tókust á til að byrja með, eða á fyrri fimmtíu metrunum, en Ameríkaninn var greinilega ekki í þjálfun, má vera að hann hafi verið góður, ég veit það ekki, en hann sprakk eftir 50 m. og var búinn. Var orðinn á eftir þegar þeir höfðu synt 70 m., en mér fannst ég vera gjörsamlega óþreyttur, og óvenjulega vel fyrir kallaður þennan dag, og langaði að taka þá þeim öll- um að óvörum, því að ég hafði engu að tapa, var óþekktur af öllum. Það var auðvelt fyrir mig að vera eina 10 m. á undan í markið, og fyrir bragðið fór allur glans af þessu. Það var lítið hægt um þetta að tala! „Sundið veitir mikla fullnægingu!“ Er sundíþróttin þér enn hugstæð, og þá hvers vegna? Já, hún er mér mjög hugstæð, hún er svo skemmtileg, sérstaklega vatns- knattleikurinn, það er svo karlmann- leg íþrótt og dálítið hörð og erfið. Sjálft sundið veitir manni ákaflega mikla fullnægingu. Það er bæði það að maður þarf að skoða og hugsa um allt sem maður er að gera. Það er ekki hægt að iðka sund blindandi, ef svo mætti segja, eða af kröftum, það þarf mikla hugsun og yfirlegu og athugun. Það er ,,rythminn“ í sundinu sem hefur svo merkileg áhrif á líkamann, bæði hugsunina og lík- amann, hjartslátt og annað. Þessi „rytmiska" djúpa öndun, hugsaðu þér hvað hún hefur mikið að segja fyrir líkamann, það er engin tilviljun að þeir leggja mikla áherzlu á öndunina. Sjáðu langhlauparana, alla þá sem þurfa að anda „rytmiskt" og djúpt langan tíma, það gjörbreytir líkam- anum, það hefur gagnger áhrif á blóð- þrýsting og æðaslátt, og hjartslátt- inn, og það er ekki sjaldgæft að hjartaslögin fari niður í 50 slög á mínútu og tala ég þar af eigin reynslu. Að þessu bý ég enn. Fylling hjartans verður miklu betri af ein- hverjum ástæðum, við vitum ekki af hvaða orsökum, en þetta er stað- reynd. Allir, sem þjálfa sig rækilega, verða varir við þetta. Það hefur verið sýnt vísindalega fram á þetta. Þetta hefur sannað mér að með þessum sérstöku íþróttum er bezt að hafa áhrif á líkamann. Spretthlaupin eru ekki eins gagnleg, nema langhlaup séu iðkuð með, og sprettsundið er ekki gott nema langsund sé iðkað með; langsundið er skilyrði fyrir sprettsundunum, maður nær ekki ár- angri nema æfa langsundin með. Nú til dags sér maður þetta vel, en við vissum það ekki þá. í þessu sambandi mætti það koma fram, að það var mér sérstök ánægja að fá að vera með í því að koma upp nýju lauginni í Laugardalnum, í stað þeirrar gömlu, þar sem maður sleit barnsskónum og átti ótal sælu- stundir, ásamt öðrum sundmönnum og sundunnendum. Koma þar í hug- ann Erlingur Pálsson, Ben. G. Waage, og fleiri mætir hugsjónamenn. „Lék aldrei knattspyrnu, en hljóp fyrir Val“. Hvenær fórst þú að fá áhuga á knattspyrnu ? Ég hef aldrei verið knattspyrnu- maður um dagana, og eins og þú veizt var ég allur í sundinu, en allar flokka- íþróttir, mér er næstum sama hver fjárinn það er, svo lengi sem það hefur einhvern jákvæðan tilgang, og samstarf manna á milli, og samspil milli auga og handar eða fóta, það veitir mér alveg sérstaka ánægju að horfa á, sama hvaða flokka er um að ræða, ef ég sé menn ganga að þessu með lífi og sál. Knattspyrnan hlýtur að grípa alla sem hafa gaman af að sjá æskufjörið og kraftinn í fólki, sjá karlmannlega íþrótt vel gerða, þar sem hugsun er líka notuð í leiknum, því að við vitum það vel, að tamning líkamans er númer eitt, og númer tvö er hugsunin, sem tamn- ingin gefur manni tíma til að beita. Því fyrr en ,þú hefur tamið líkam- ann hefur þú engan tíma afgangs til þess að hugsa um leikinn, þá fer allt í að ráða við boltann og þú veizt lítið hvað þú ert að gera. En knatt- spyrnan er dæmigerð um þetta, þar sem hvort tveggja þarf að fara sam- an: Hugsun og þjálfun. Ég hafði mikið gaman af að horfa á þessa leiki, en því miður gat ég ekki sjálf- ur tekið þátt í þessu. Ég keppti aldrei fyrir Val í knatt- spyrnu, en í eitt skipti keppti ég þó fyrir Val og það var í víðavangs- hlaupi drengja, ásamt Birni Carls- syni, þeirri höfuðkempu, og við vor- um skátafélagar. Við hlupum saman þetta drengjahlaup, og Björn heldur því alltaf fram að hann hafi verið á undan, en ég stend í þeirri meiningu að ég hafi verið aðeins á undan, en svo mikið var víst að við komum hlið við hlið í markið! Og við vorum ekk- ert mjög aftarlega. Á unglingsárum mínum horfði ég ekki á knattspyrnukeppni, til þess átti ég heima of langt frá keppnis- völlunum! Þó mun cg hafa farið ef það voru stórleikir, og þá var það hátíð. „Mér fannst eitthvað dularfullt við þetta“. Hvernig stóð á því að þú gerðist formaður í Val. Eins og ég sagði þér hafði ég keppt fyrir Val, og þú veizt hvernig það er þegar maður hefur keppt fyrir eitt félag þá er það um leið þitt félag. Valsmaður hef ég verið síðan og fylgzt með leikjum Vals og óskað þeim sig- urs hvenær sem var, en ég veit ekki hvort mér var það ljóst sjálfum hvað ég var mikill Valsmaður, fyrr en á það reyndi. Að ég gerðist formaður í Val er mér jafnmikil ráðgáta og þér. Ég þekkti alla þessa menn sem voru í kringum leikina alltaf, og smám saman kynnt- ist ég þeim öllum saman. Þegar ég settist að hér í bænum fór ég alltaf á völlinn og horfði á alla flokka þeg- ar ég gat, og vafalaust hafa forystu- menn félaganna séð mig þarna upp- frá. Mig minnir að Víkingur hafi eitt- hvað verið að tala við mig um að taka að sér störf fyrir félagið, en ég var bara ekki Víkingur svo að það var ekki hægt, ég hefði ekki getað gert það af heilum hug, því innst inni var ég Valsmaður. Það kom yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar nokkrir góð- ir Valsmenn komu til mín á lækn- ingastofuna eftir viðtalstíma, og báðu mig að tala við sig. Erindið var þá að spyrja mig hvort ég vildi gerast formaður Vals. Ég hef sjaldan orðið

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.