Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 35
VALSBLAÐIÐ
33
eins undrandi. Ég tjáði þeim að ég
gæti nú ekki svarað svona mikilvægu
máli þegar í stað. Mér fannst að það
væri eitthvað dularfullt við þetta, að
það lægi einhvers staðar fiskur undir
steini, það hlyti að vera einhver agnúi
á þessu öllu saman, að leita til mín
þessara erinda. Ég hafði aldrei komið
á fundi í félaginu. Haldið þið að
nokkrum detti í hug að samþykkja
það? Þú verður kosinn, sögðu þeir,
ef þú gefur kost á þér.
Mér fannst það svo furðulegt að
það væri hægt að segja það að ég
yrði kosinn, ef ég gæfi kost á mér.
Hvernig gátu þeir vitað það? Eftir
nokkrar samræður sagði ég þeim að
ég mundi svara þeim seinna. Svo
ræddi ég þetta við föður minn, eins
og ég gerði um öll meiri háttar mál
er mig snertu, og bar þetta undir
hann.
Hann spurði mig af hverju mig
langaði helzt til að verða við bón
þeirra ? Ég held að það sé mest vegna
þess að ég er ókunnugur svona mál-
um, og forvitinn að vita hvernig svona
félögum er stjórnað, hvernig þetta
gengur til.
Ég hafði einu sinni verið í stjórn
Ægis, og það var ósköp létt að stjórna
þar, það vorum bara við sjálfir 10—20
menn.
Síðan sagði ég Valsmönnunum að
ég skyldi taka þetta að mér. Daginn
sem fundurinn var haldinn átti ég
vakt og gat ekki komið þar, en frétti
þó daginn eftir að ég hefði verið kos-
inn. Ég bjóst við að fundarmönnum
hefði mislíkað þessi framkoma mín,
og ekki væri nú byrjunin góð. Svo fór
ég nú að líta á hvernig þetta væri,
og hafði mér til hægri handar frá-
bæran mann, Sigurð Ólafsson. Hann
stýrði mér við að stýra!
Ég var mjög heppinn, ég kom að
félaginu í þann mund þegar Jóhannes
Bergsteinsson, Magnús bróðir hans,
Andreas Bergmann, og ótal aðrir, sem
ég get því miður ekki talið upp, lögðu
mikla vinnu í að byggja félagið upp
og skapa aðstöðu á Hlíðarenda, og
voru að Ijúka við Félagsheimilið, svo
það var hægt að byrja á einhverju,
það var einhver staður til. Og strax
þegar það var vel komið í gang fór-
um við af stað með vellina. Þá end-
aði stríðið, sem betur fór, og þá fór-
um við að ná aftur því svæði sem
við höfðum misst undir flugvöllinn.
Þá hófust framkvæmdir við malar-
völlinn, og við drógum stöðugt á KR-
ingana, sem voru fyrstir í þessu, og
við komum með völl rétt á eftir þeim.
Þeir byggðu sér hús, og við gerðum
það líka. Til þess að afla fjár settum
við af stað happdrætti, sem voru ein-
stök í sinni röð þá, að því leyti til,
að það var slegizt um miðana, menn
urðu stundum sárreiðir ef miðarnir
voru uppseldir, og höfðu á orði að ná
sér niðri á félaginu fyrir þetta. Svo
kom það upp, að 500 miðar hefðu
lagzt til hliðar og gleymdist að selja
þá, en það gerði ekkert til, því að
í þeim miðum voru einmitt margir
af aðalvinningunum, og var það und-
arlegt, svo að við gátum haldið happ-
drætti árið eftir, með sama árangri,
og enginn trúði á þetta fyrirfram.
Áskotnaðist okkur mikið fé til
framkvæmdanna á Hlíðarenda.
Hver urðu svo áhrifin þegar þú
komst inn í þessa nýju „stöðu“?
Það var ákaflega lærdómsríkt fyrir
mann sem aldrei hafði staðið í neinu
svona. Það var fyrst og fremst að
skipuleggja starfið, og fá alla til að
gera sitt. Þá voru engar deildir, að-
eins stjórnin ein, sem annaðist flest.
Við fengum þjálfara erlendis frá,
nokkur ár í röð. Við fengum alla til
að vinna yfirleitt að málum félags-
ins. Ég held að við höfum ekki unnið
neitt Islandsmót í meistaraflokki þau
árin sem ég var formaður, en við
unnum næstum alltaf í yngri flokk-
unum, og árið eftir að ég hætti sem
formaður unnum við 12 mót af 14,
sem haldin voru í Reykjavík, og ég
held að það hafi enginn leikið eftir
fyrr eða síðar. Allir þessir menn, sem
unnu með okkur í stjórninni, voru
frábærir. Þá var aldrei borgaður 5-
eyringur fyrir neitt. Mig minnir að
fjárhagurinn hafi verið furðu góður.
Við vorum að vísu skuldugir upp
fyrir haus, en tímarnir voru þannig,
að það var nauðsynlegt að vera skuld-
ugur, og eyða hverjum eyri sem inn
kom jafnóðum.
Ekkert erfitt viðfangs.
Hvað var erfiðast viðfangs á þeim
árum?
Ég held að það hafi ekkert verið
erfitt viðfangs, af því að maður
gleymdi erfiðinu yfir því að það var
altaf eitthvað að ske. Það skemmti-
legasta frá þessum tíma held ég að
hafi verið þegar við lukum malarvell-
inum, og séra Friðrik Friðriksson
kom og opnaði völlinn, því að þá
vorum við loksins komnir heim.
Húsið, grasvöllurinn, og allt sem
síðan hefur komið, var afleiðing af
því að vera komnir heim. Við feng-
um hitaveitu, veg, böð, aðstöðu fyrir
stjórn og unglingana, og við erum
enn að reyna að byggja, ekki satt,
enn að stækka þetta, en allt þetta er
ekki eins merkilegt og þegar séra
Friðrik kom og sparkaði í boltann á
malarvellinum; ég held að allir geti
verið sammála um það.
Það eftirminnilegasta, sem fyrir
kom hjá okkur, var þegar jarðýtan
sökk alveg og hvarf í mýrarfenið,
sá rétt á toppinn.
Það var mikið bakslag að missa
hana þarna niður, en það er líka eft-
irminnilegt að minnast þess að sann-
færingin og trúin á málefnið stöpp-
uðu stáli í mann, að láta ekki bugast
og halda áfram í þeirri fullvissu að
við værum á réttri leið.
Fjármálin voru erfið, en við höfð-
um frábæra menn í bókhaldi og öðru,
og það hefur alltaf verið sterkt hjá
Val, allar skýrslugerðir; bókhald
hafði ég ekkert með að gera sjálfur,
og þess vegna var það í svona góðu
lagi. Ég gætti þess að koma ekki
nærri þess háttar málum. Aðeins að
hugsa um breiðu línurnar sjálfar,
og fá betri menn en mig sjálfan í
allt sem utan þeirra var. Þar voru
Sigurður Ólafsson og Baldur Stein-
grímsson, þeir fóru með fjármálin,
þau voru erfiðust og við þurftum að
stanza í nokkur ár.
Erfiðast var þegar maður átti von
á að byrjað yrði á einhverju verki,
og það var ekki gert, einhver tæki
komu ekki sem áttu að koma. Maður
var viss um að svo og svo mikið verk
hafði verið unnið. Erfiðast var að
koma næsta dag og sjá að það hafði
ekkert verið unnið. Þetta kom ekki
oft fyrir sem betur fór, en þegar svo
bar við var allt sett í gang til að
koma þessu af stað, en það gat verið
tafsamt og ergilegt við það að eiga.
Við áttum einn hauk í horni, sem
vert er að minnast á og hjálpaði okk-
ur allan tímann í þessum framkvæmd-
um, með ráðleggingum, og það var
maður sem hefur gott verksvit. Mað-
ur þessi var Guðni Jónsson verkstjóri
hjá Flugvellinum, og honum er Val-
ur ævinlega þakklátur og skuldbund-
inn. Við eldri vitum hvað hann gerði
fyrir okkur og er alltaf að gera í
raun og veru.
Eftirminnilegir samstarfsmenn frá
formannstíð þinni í Val?
Stjórnarmenn, sem með mér voru
í stjórn, voru einvalalið. Núverandi
formaður, Þórður Þorkelsson, Baldur
Steingrímsson, Sigurður Ólafsson,
Páll Guðnason, svo að einhverjir séu
nefndir. Þessir menn voru allir ein-
stakir í sinni röð, allt dugnaðarmenn.
Eitt það eftirminnilegasta sem ég
man var þegar við settum þakið á
íþróttahúsið. Þegar við vorum milli
30 og 40 félagar þarna á þakinu í
hraglandaveðri að hausti til, og sett-
um þakið á á tveimur dögum. Allt í
sjálfboðavinnu.
Það brá aldrei fyrir neinni uppgjöf
hjá neinum, við vissum alltaf að þetta
mundi koma, þetta var allt svo stórt
í sniðum miðað við það sem áður
hafði verið, við trúðum því einlæg-
lega að þetta kæmi, og meðan upp-
gjöf er ekki í óbreyttum liðsmönnum
má foringinn ekki sýna nein merki
þess, það smitar fljótt frá sér.
Hafðir þú aldrei samvizkubit vegna