Valsblaðið - 11.05.1972, Side 36

Valsblaðið - 11.05.1972, Side 36
34 VALS BLAÐIÐ skuldasöfnunar í sambandi við fram- kvæmdirnar á Vals-svæðinu ? Nei, aldrei, við lifðum á þessum undarlegu tímum, að bezt var að ná í peninga og skulda þá. Þetta sá ég þó að ég hafi aldrei verið fjármála- maður, og sá það betur en margir fjármálamenn, sem svo voru nefndir. Flestir mölduðu í móinn yfir skuld- unum, en það var erfiðast fyrir gjald- kerann, eins og Sigurð Ólafsson, þeg- ar skuldunautarnir voru að berja í borðið og heimta peninga, en þeir voru ekki til. Það voru erfiðir tímar fyrir hann, en ég var ekki inni á skrifstofunni þá, svo að mér leið ágætlega. Þegar Sigurður talaði um þetta og brosti sínu breiða brosi, vissi ég að það var ekki létt. En hann vissi hvernig ég hugsaði, hann skildi mig betur en allir aðrir. Er nokkuð fleira sem þú vildir segja um athafnir ykkar og fram- kvæmdir á Hlíðarenda? Nei, það er í rauninni ekkert meira að segja. Það eina sem manni þykir miður er, að það er liðið á ævi manns, að maður er ekki eins léttur á sér. Þó finnst mér, að ég vildi vera með aftur, að byggja önnur mannvirki, og hver veit nema það verði. Það er ógurlega gaman að framkvæma, og þá sérstaklega fyrir félag, sem manni þykir vænt um. Þú veizt hvað þessi tengsl við eitt félag geta verið und- arleg. Það er engin skylda, engin kvöð, algerlega frjálst, enginn sem getur sagt að þú skulir gera þetta. Ef til vill er það sterkara í þér en nokkuð annað, að þú munir vilja gera það, ætlir þér að gera það. Sá innri vilji, að þú ætlar að gera það, er miklu sterkari, en þó að þú sért rekinn áfram með svipum. Hvaða íþróttaafrek Valsmanna hafa glatt þig mest? Öll afrek Valsmanna hafa glatt mig, en það er erfitt að komast í efsta stigið. Ef til vill er það þó há- stigið þegar ég frétti til Hamborgar 1956 að Valur hefði orðið íslands- meistari í knattspyrnu í meistara- flokki, eftir langt hlé. Það var ægilega þægileg tilfinning og sigurgleði. Það var enginn til að gleðjast með mér, annar en ég sjálf- ur. Ég gat gengið um eins og í draumi tímunum saman og látið hugann reika, að nú væri markinu loksins náð: Valur íslandsmeistari! Þú hefur starfað að íþróttamálum og mannvirkjagerð bæði fyrir áhuga- félög og opinbera aðila. Er nokkur munur á því að vinna fyrir þessa aðila ? Ég get ekki fundið að það sé neinn munur á því, eða ekki verð ég þess var. Manni finnst alltaf að þetta sé hluti af manni sjálfum, sama þó að það sé fyrir opinbera aðila. Það má segja, að þar sé maður meira háður öðrum, en þá gildir það að hafa góða samvinnu, ná góðu sam- komulagi, fá sameiginlegt átak um það að fá þá lausn sem manni sýn- ist vera sú rétta. Það kostar ef til vill átök, en ef það eru góðir drengir, þá takast alltaf sættir. Í.B.R. og starfið þar. Þú hefur starfað fyrir félög og tek- ið þátt í þeirra daglega striti og stærri framkvæmdum. Nú hefur þú verið formaður stærsta héraðssambandsins — íþróttabandalags Reykjavíkur — um nokkurt skeið, er það eins skemmtilegt eða skemmtilegra ? Á vissan hátt er það starf skemmti- legra. Mér var sagt þegar ég tók þetta að mér, að öll störf þar væru orðin fastmótuð og útaf fyrir sig var það allt í lagi. Svo uppgötvar maður það, að þar eins og annars staðar er ekkert kyrrt, starfið breytist þegar verkefni skapast stöðugt hjá banda- laginu, og þá að þessu sinni í átt til hins félagslega. Viðskiptin við félög- in, og þess sem þeim er til hagsbóta, vaxa til mikilla muna og má þar nefna afgreiðslu leigumála þeirra við borg- ina varðandi íþróttamannvirki henn- ar. — Þar urðum við að beita okkur og það var skemmtilegt að fást við það, og leysa. Þá má benda á þróun getraunanna, sem orðið hafa drjúg tekjulind fyrir félögin. Að vísu voru það ungir fram- takssamir menn sem hófu þessa starf- semi og skipulögðu til gagns fyrir félög sín, en sú starfsemi samrýmd- ist ekki gildandi reglum um slíka starfsemi, svo að íþróttabandalagið neyddist til þess að taka þessa starf- semi upp og að sjálfsögðu með sama fyrirkomulagi og hinir ungu menn höfðu byrjað með og gekk það þannig um skeið eða þar til aðrir aðilar með víðtækari þátttöku tóku við og hafa rekið það síðan. Ég er líka sannfærður um, að í framtíðinni munu íþróttamenn borg- arinnar njóta góðs af kaupum sem við höfum gert á jörð í Grímsnesinu, sem er 117 hektarar að stærð, með miklum hitamöguleikum. Verður þar landrými fyrir íþróttamannvirki af ýmsu tagi. Er þar- mikið verk fram- undan fyrir íþróttabandalagið. Sitthvað fleira höfum við á prjón- unum, og það hlýtur alltaf að vera. Það gerir líka starfið skemmtilegt að verða alltaf var við það að stjórn borgarinnar sýnir þessum málum mikla velvild. Stjórnarstarfið í Í.B.R. er á marg- an hátt ánægjulegt, ekki sízt fyrir það að þar er unnið af ósérplægni að málunum, þar er engin keppni um utanfarir eða gagnkvæm boð eða um persónulegan vinning að ræða. Við erum líka heppnir með það að hafa starfsmann við hlið okkar sem vinn- ur af miklum dugnaði og áhuga að málum bandalagsins, en það er Sig- urgeir Guðmannsson. Ætlaði að verða flugmaður. Þú kemur víða við og átt mörg áhugamál, en hvernig stóð á því að þú gerðist læknir Flugbjörgunarsveit- arinnar ? Árið 1932 hafði ég, næstu tvö árin á undan, verið að undirbúa mig til að fara til Englands og læra að fljúga. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga fyrir flugi, lesið mikið um flug, séð þær flugvélar sem hér höfðu komið, og fannst alltaf að þetta hlyti að vera framtíðin. Þessi farartæki mundu breytast eins og bíllinn. Ég velti því fyrir mér, að þetta gæti varla verið mikið meiri vandi en að aka bíl, og eftir því sem ég las meira um þetta sannfærðist ég um, að það mundi ekki vera verulegur munur. Þá tók ég þá ákvörðun að leggja fyrir álíka upp- hæð sem maður mundi eyða í að reykja á viku hverri. Þessu hélt ég áfram í tvö ár. Fór ég svo 1932 með upphæðina til Reading í Englandi og fór á flugskóia þar, tók þar próf í flugi, og fór svo heim með það. Þegar heim kom var allt flug búið á íslandi, því báðar flugvélarnar höfðu sokkið í ofviðri: Veiðibjallan og Súlan, sem hér voru til þá. Þetta varð til þess að ég brá mér í fyrrihlutapróf í lækn- isfræði eftir nokkra mánuði, sem ég hafði ekki hugsað mér að gera ann- ars, og þar með var teningunum kast- að um námið. Ég hafði nú aldrei verið alveg heill í því, fram að þeim tíma, en eftir það leit ég ekki til baka. Ég stundaði svolítið svifflug í Þýzkalandi, á stað við Eystrasalt er heitir Rossheiden, þarna var góð að- staða þar sem vindurinn stóð af Eystrasalti, og upp hinar löngu brekk- ur, og voru þá oft sett þar heimsmet á svifflugum. Ég var með í þessu svifflugi gegnum háskólann, og hafði mjög gaman af þessu. Ég var ekki í neinum úrvalsflokki, enda hafði ég ekki mikinn tíma í það. Síðan kom ég ekki nálægt flugi nema í bókum og tímaritum, en strax og stríðinu lauk, keyptum við nokkr- ir áhugamenn flugvél frá Englandi, og ég held að það hafi verið fyrsta flugvélin sem var keypt til landsins eftir stríðið. Var hún keypt fyrir milligöngu þess manns sem rak flug- skólann sem ég lærði í. Áttum við hana lengi, og hét hún TF Blú, og aftasti stafurinn er auðvitað minn stafur. Hinir hétu Baldvin og Lárus, og þannig kom nafnið, og blá var hún á litinn þar að auki! Flugum við vél þessari mikið og síðan hef ég

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.