Valsblaðið - 11.05.1972, Page 43

Valsblaðið - 11.05.1972, Page 43
VALSBLAÐIÐ 41 Hörður Hilmarsson „svífur“ í áttina fyrir knöttinn og Ingvar (12) bíður átekta, en Magnús í marki KR sér við báðum og slær frá. Hvaða ráðleggingar vilt þú gefa ungum mönnum, sem eru að byrja knattspyrnuæf ingar ? Þeim vildi ég ráðleggja að æfa vel og samvizkusamlega, koma á allar boðaðar æfingar. Ennfremur að þeir temji sér að vera léttir í lund og njóta þess að leika sér og taka þátt í félags- starfinu. Láta sér alltaf lynda við samherja sína og hvetja þá til starfa og átaka bæði innan vallar sem utan. Þegar þeir eru svo komnir upp í meistaraflokkinn mundi ég ráðleggja þeim, að gera eins og við gerðum þeg- ar ég var með, að koma oft saman, ræða málin sem á dagskrá eru og reyna að finna sameiginlega lausn á þeim og umfram allt að vera ávallt glaðir í leik og starfi. Á þessum aldri gildir það sama og meðan við vorum ungir: Æfing og aftur æfing! Ég vil að það komi hér ákveðið fram, að ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vera með í þessum félagsskap, það hefur verið mér ómetanlegt.------—• Þú hefur fylgzt með meistaraflokki Vals allt frá árinu 1927 og til dags- ins í dag og væri því svolítið forvitni- legt að heyra hvernig þú mundir setja saman bezta lið Vals frá þessum tíma? Þessu get ég ekki svarað á stund- inni, segir Hólmgeir, það eru of marg- ir sem koma til greina, að það sé hægt. Þegar svo svarið kom leit það þann- ig út: Hermann Hermannsson Grímar Jónsson Frímann Helgason Jóhannes Bergsteinsson Sigurður Ólafsson Jóhannes Eðvaldsson Hermann Gunnarsson Snorri Jónsson Ellert Sölvason Albert Guðmundsson Agnar Breiðfjörð Varamenn: Helgi Daníelsson Hrólfur Benediktsson Guðmundur Sigurðsson Magnús Bergsteinsson. Ytilm Itiinediklssim: Spurningar og svör um reglur og reglubrot í handknattleik í. Mark hefur verið skorað og leikmenn eru ólmir í að jafna, hlaupa fram völl- inn áður en dómara gefst færi á að gefa merki með biístru sinni, um að hefja skuli leik að nýju. Dómari kallar því leikmenn á sinn vallarhelming, og þeir koma að einum undanteknum, sem fór yfir hliðarlínu og beið þar, unz leikur- inn hófst að gefnu merki dómarans. Ilvað er hér athugavert? 2. Hver skal vera staðsetning leikmanna við dómarakast og hver eru viðurlög ef útaf er brugðið? 3. Má skora mark beint úr innkasti? 4. Hvað er útkast? 5. Má skora mark beint úr útkasti? 6. Sóknarmaður hefur skotið á mark, markvörður gripið holtann og ætlar að kasta boltanum fram á völlinn til sam- herja í opnu markfæri, þá hleypur sá sem var að skjóta áður nefndu skoti inn í markteig, og heldur markverði þannig að hann getur ekki kastað. Hvað skal dæma? 7. Dæmt hefur verið vítakast, dómari er búinn að gefa, með blístru sinni, merki um að taka kastið. Kastarinn stendur vel frá vítakastsmerkinu, slær boltanum í gólfið, grípur hann og kastar rakleitt í markið. Hvað skal dæma? Svör: 1. Dómara ber að sjá um, að leikmenn séu á eigin vallarhelmingi, unz frum- kasti er lokið, og andstæðingar frum- kastara ekki nær en 3 metra frá mið- línu. Því ber dómara að kalla þann leikmann, sem fór út fyrir hliðarlínu, á sinn vallarhelming til að hægt sé að hefja leik með frumkasti. 2. Allir leikmenn beggja liða skulu vera í 3 m fjarlægð a. m. k. frá dómara, unz boltinn nemur við jörðu. Aukakast skal dæma, ef ranglega var að staðið. (T. d. ef leikmaður er kominn nær en 3 m áður en knötturinn snertir jörð). 3. Nei. (Sjá svar 4. spurningar). 4. a) Þegar boltinn fer allur yfir mark- línu og hefur síðast snert sóknarleik- mann eða markvörð. b) Þegar boltanum úr frumkasti, út- kasti eða innkasti hefur verið skotið beint í mark mótherja án þess að hann komi við neinn á leiðinni. 5. Nei, þá skal dæma vítakast. (Sjá svar 4. spurningar). 6. Aukakast og brottvísun af leikvelli. 7. Dæma skal aukakast á þann, sem vítakastið tók, því hann má ekki, hvorki í auka- eða vítakasti, slá boltann niður eftir að dómari hefur gefið merki um að framkvæma skuli kast. Allar niðurstöður eru mat viðkomandi dómara hverju sinni, og þurfa forsend- urnar afar lítið að breytast í hverjudæm- inu fyrir sig til þess að niðurstöðurnar verði allt aðrar.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.