Valsblaðið - 11.05.1972, Side 48
46
VA LSBLAÐIÐ
í daglegum störfum þess, hyrfu
ekki algerlega frá félaginu, heldur
héldu tengslum við það. Reynslan
hefur líka orðið sú, að úr 9 manna
ráði eru meðlimir fulltrúaráðsins nú
42.
Allt frá stofnun hefur fulltrúaráð-
ið haldið reglulega fundi, þar sem
málin voru rædd og gerðar sam-
þykktir.
Á síðari árum hefur það orðið föst
venja, að formaður félagsins gefur
yfirlit um gang mála í félaginu á
fundum fulltrúaráðsins. Þetta er að
nokkru visst aðhald fyrir aðalstjórn,
auk þess sem meðlimir fulltrúaráðs-
ins fá tækifæri til að fylgjast með
gangi mála í félaginu; einnig geta
fulltrúarnir borið fram fyrirspurnir
og komið á framfæri áhugamálum sín-
um viðvíkjandi félaginu.
Eins og hverju íþróttafélagi er
nauðsynlegt að hlúa vel að æskufólki
sínu, er ekki síður nauðsynlegt fyrir
hvert félag að hafa að bakhjarli eldri
og reyndari félagsmenn til skrafs og
ráðagerða, þegar alvarleg málefni ber
að höndum, og óneitanlega er það
mikill styrkur fyrir aðalstjórn félags-
ins á hverjum tíma, að vita af full-
trúaráðinu, sem bakhjarli, og að þang-
að sé hægt að leita hvernig sem á
stendur hverju sinni.
Undirritaður minnist þess, að fyrir
nokkrum árum lagði aðalstjórn fé-
lagsins málefni fyrir fulltrúaráðið,
sem var erfitt úrlausnar. Þegar þetta
mál kom til umræðu varð einum full-
trúaráðsmeðlimi að oroi:
„Aðalstjórn hefur lagt fyrir okkur
þetta mál til úrlausnar, við verðum
að leysa þennan vanda, við megum
aldrei bregðast skyldu okkar við fé-
lagið í nokkru máli“.
Þetta mál var leyst af fulltrúaráð-
inu. Ég get fullyrt að þessi andi ríkir
meðal fulltrúaráðsmeðlima til félags-
ins. Þannig hefur það verið og þannig
mun það verða.
Á 25 ára tímamótaári fulltrúaráðs-
ins er stjórn þess þannig skipuð:
Frímann Helgason formaður.
Páll Guðnason.
Magnús Bergsteinsson.
Það er sérstaklega ánægjulegt, að
einmitt sá maðurinn, sem átti hug-
myndina að fulltrúaráðinu, er nú for-
maður þess, en Frímann Helgason
hefur verið formaður ráðsins hvað
lengst og átt mestan þátt í því að
móta fulltrúaráðið, þó svo að aðrir
hafi að sjálfsögðu verið með í ráðum.
Ég veit, að ég mæli fyrir alla Vals-
menn, þegar ég flyt kveðjur og árn-
aðaróskir til fulltrúaráðsins á þess-
um tímamótum og fullyrði, að fyrir
25 árum, þegar fulltrúaráðið var
stofnað, var brotið blað í sögu og
störfum Knattspyrnufélagsins Vals.
Til hamingju fulltrúaráðsmenn.
FÉLAfiAR!
Kiin skiil niinnl n iinilmi) Vals
fypir TrygginganiiOslöiliiiii Ii.f. lin
nmlioil |ll-11a lirínr Valnr llilfi uml-
anfarin ár, og gofii) giiila raun.
En sýni er ai) mei) auknu slarfi á
Jirssu svii)i má gcra enn Iiciur.
I'ai) ii‘lIi ai) vcra Valsfcliigum li'*iI
vcrk a<) auka slarfscini |icss frá
|iví scm nú cr, ng auka ji.niiiiig
vcrulcga tckjur fclagsins af iiin-
lioöinu.
Ilcr cr in. a. uni liifrciöairygg-
ingar ai) ræi)a, svo ng ni)rar irygg-
ingar. I'i>|ilýsingar í Jicssu sain-
Iiaudi fást Iijá formauui fclagsins
og licildanna.
Beztu árnaðaróskir
fœrir „Valur“
þessum Vals-hjónum
Margrét Steingrímsdóttir
Páll Ragnarsson
Guðbjörg' Árnadóttir
Reynir Þorsteinsson
Ingunn Magnúsdóttir
Þórður Sigurðsson
sl. sumar. Páll Ragnarsson „hreinsar“
frá markinu.
heimsóknir erlendra liða og ráðningu
fastra starfsmanna.
Og í 6. gr. segir: Felli fulltrúa-
ráðið tillögur stjórnar, getur hún
skotið málinu til almenns félagsfund-
ar og er úrskurður hans endanlegur.
Með samþykkt þessarar reglugerð-
ar fyrir fulltrúaráðið er í raun og
veru tilveruréttur þess í félaginu stað-
festur. Því eru settar ákveðnar starfs-
reglur og fengið í hendur afgerandi
vald í vissum málum. Reglurnar gera
einnig ráð fyrir því, að þeir Vals-
menn, sem starfað hafa vel fyrir
félagið og eru orðnir 30 ára, geti orð-
ið meðlimir þess. Þetta bendir til þess
að raddir hafa komið upp um það,
að fjölgað yrði í fulltrúaráðinu og
vafalaust hefur það sjónarmið einnig
verið ríkjandi, að eldri meðlimir fé-
lagsins, sem hættir voru að taka þátt