Valsblaðið - 11.05.1972, Page 53

Valsblaðið - 11.05.1972, Page 53
VALSBLAÐIÐ 51 b'vímann HvUfnsan: Hver er Valsmaðurinn? Fyrr á árum, þegar Reykjavík var margfalt minni en hún er nú, var stór hópur Valsmanna búsettur í Þingholtunum og svæðum þar í kring. Ungu drengirnir sem þar bjuggu litu flestir þannig á, að þeir ættu að vera í Val. Verið getur, að nálægð KFUM- hússins hafi átt sinn þátt í þessu og þá einnig að á svæði þessu biuggu alltaf áhrifamenn innan Vals. Einn þessara drengja var Sveinn Helgason og átti hann heima á Bragagötunni, en hann kom síðar mikið við sögu Vals. Sveinn var ekki hár í loftinu þeg- ar hann fór að halda með Val, og ungur vildi hann ganga í Val. En menn á þessum aldri fá nú ekki allt sem þeir vilja, svona á stundinni. Hann fékk þó það fyrirheit, að þegar hann væri 7 ára mætti hann láta skrifa sig inn í félagið. Þau ár og þeir dagar sem upp á vantaði voru lengi að líða, en allt leið þetta og sá langþráði dagur, sjö ára afmælisdag- urinn, kom að lokum. Sveinn hefur einhvern tíma sagt frá þessum við- burði, þegar hann, klæddur í fínustu fötin sín, fékk að fara til Péturs Krist- inssonar (snjall leikmaður og leið- togi á sínum tíma í Val), og láta hann skrifa sig inn í félagið. Það var í hans huga hátíðleg stund og varla að hann hefði lifað aðra eins. Þetta hugarfar Sveins við inngöngu hans í Val er mjög táknrænt fyrir hann og starf hans fyrir Val allan þann tíma sem hann lifði og hrærð- ist í leik og starfi fyrir félagið. Það stóð ekki á því þegar hann hafði öðlazt „réttindi" sem Valsmað- ur, að hann færi að mæta á æfingum. Það sýndi sig líka, að árangurinn lét ekki á sér standa. Hann hafði flest einkenni þess að geta orðið góður knattspyrnumaður og hann var ekki hár í loftinu, þegar hann var byrj- aður að keppa með þriðja flokki. Ann- ar flokkurinn var svo næsta þroska- stig hans á braut knattspyrnunnar, og þá búinn að ná þeim árangri, að hann þótti sjálfsagður í lið meistara- flokks. Hann hafði þá líka tileinkað sér mikla tækni með boltann og sýndi mikla einbeittni í leik, sterkur í hindr- unum og harður ef með þurfti, auk þess hafði hann næmt auga fyrir sam- leik og staðsetningum. Þegar árin liðu sýndi það sig að Sveinn var eng- in dægurfluga, til þess var hann of mikill Valsmaður, baráttumaður í leik og utan, fyrir velgengni Vals. Þegar Sveinn hætti að keppa í knattspyrnu (1956), hafði hann leik- ið 165 leiki fyrir Val, en til þess tíma hafði aðeins einn maður leikið fleiri leiki en hann, en það var Sigurður Ólafsson. Sveinn byrjaði að leika með meistaraflokki 1942. Það lætur að lík- um að hann hafi verið valinn í lands- lið á þessum tíma, en þar lék hann alls 7 leiki, auk fjölda leikja, sem hann lék með úrvali knattspyrnu- manna. En Sveinn var ekki við eina fjöl- ina felldur í íþróttaiðkun sinni, því að á árunum 1945 til 1946 fer hann að taka þátt í keppni í handknattleik. Upp úr því gerist mikil breyting á handknattleiknum, bæði um skref, skipulag og fleira, og virðist sem menn hafi átt erfitt með að tileinka sér þessar nýjungar. Um þetta leyti er handknattleikurinn hér í öldudal, og því þörf mikilla átaka. Þá sagði Sveinn eitt sinn við þjálfarann og félaga sína: ,,Er það fullreynt að við getum þetta ekki?“ Það sýndi sig að þetta var ekki fullreynt og þeim tókst að tileinka sér þessar nýjung- ar og þar var Sveinn kjölfestan í lið- inu. Á næstu 5 árum vinnur Valur íslandsmótið þrisvar sinnum. Keppn- istími Sveins í handknattleiknum var nokkuð styttri en í knattspyrnunni eða 8 ár, en á þeim tíma lék hann alls 99 leiki fyrir Val. Hann lék nokkra landsleiki í hand- knattleik, enda var hann á þeim tíma einn fremsti leikmaður okkar í þeirri grein. Samtímis því að Sveinn lék bæði í handknattleik og knattspyrnu, bæði með Val og landsliðum beggja greina, Sveinn Helgason. sat hann í stjórn félagsins í 8 ár. Sýnir þetta betur en nokkuð annað þá starfsorku og elju, sem hann hafði þegar Valur og íþróttirnar voru ann- ars vegar. Sveinn var prúður á leikvelli og íylgdi honum aldrei neinn hávaði og læti. Hann var svolítið dulur í skapi, en einlægur þeim sem vinir hans voru. Þó hafði hann gaman af kímni og léttum tilsvörum. Fyrst og fremst var hann þó alvörumaðurinn, sem krafðist mikils af sjálfum sér, ekki síður en öðrum. Honum var raun að sjá aðra menn vinna með hangandi hendi að hugðar- efnum sínum. Sveinn hætti nokkuð skyndilega keppni og störfum fyrir Val, og mun þar hafa ráðið mestu þrálátt meiðsli. Var eftirsjá í því að fá ekki notið hinnar miklu reynslu hans. Á söguspjöldum Vals verður hans getið sem hins góða leikmanns og félaga, meðan hans naut við. Sveinn er kvæntur Guðríði Guð- mundsdóttur. ÍÞRÚTTAFÉLÖG ÞREKMÆLIN GAR eru hjá Jóni Ásgeirssyni í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, eftir nánara umtali. fI»II<»TTAKAN»AI.A«> KKYK.IAVfKlJU

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.