Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 55

Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 55
VALSBLAÐIÐ 53 og ég held að það hafi verið jafn- tefli 1:1. Ég kveið svolítið fyrir að keppa í fyrsta leiknum, ég var hræddur við að ég mundi gera svo margar skyss- ur. Ég var víst innherji og er það oftast, held þó að ég hafi verið tvisvar miðherji. Ég hef skorað þrjú mörk og þegar ég skoraði fyrsta markið var ég kominn inn fyrir alla, og var um tíma hræddur um að ég mundi skjóta fyrir utan, en boltinn fór rétt fyrir innan markstöng og það varð mark. Ég hef haft gaman af að keppa, en ég held að leikurinn við Fram hafi verið bezti leikurinn, sem við höfum leikið í sumar. Við unnum hann 4:2. í þeim leik skoraði einn drengurinn mark beint úr horni. Annað mark var líka gott, það var skallað í bláhornið. Ég hef ákaflega gaman að fara á æfingar og mæti á þær allar ef nokkur mögu- leiki er til þess. Mér finnst félagslífið gott og skemmtilegt og drengirnir eru skemmtilegir og ágætir. Þeir eru aldrei með rifrildi eða ósamkomulag. Ég geri ráð fyrir að drengirnir æfi vel í vetur. Ég er ánægður með Hörð Hilmarsson sem þjálfara og svo finnst mér hann góður leikmaður. Hann lætur okkur æfa mikið leikni og finnst mér gaman að því. Ég ætla mér að æfa næsta sumar og mér finnst allt í lagi hjá Val. Guðmundur Þorbjörnsson. fyrirliði 4. fl. A Guðmundur hefur áður komið í þessum þætti, svo við rekjum ekki fyrstu ár hans í Val, en snúum okk- ur að síðasta sumri. Enn kemur hann sem fyrirliði og virðist því vel til forustu fallinn, en hefur annars þetta að segja um sum- arið í sumar: Drengirnir æfðu vel í sumar og ég hef heyrt, að það hafi verið 80% mæting; er ég ánægður með það. Við komumst í úrslit í íslandsmótinu, en það er mikið mót, þar sem keppt er í 6 riðlum um allt land og efsta lið í hverjum riðli fer svo í úrslitakeppn- ina. Þessum sex liðum er skipt í tvo riðla. Með okkur í riðli voru: Akra- nes og Þróttur frá Neskaupstað. Fyrst kepptum við gegn Akranesi og unnum 2:1 og síðan við Þrótt og unn- um með 8:0. Hinn riðilinn unnu Vest- mannaeyingar. Úrslitaleikurinn fór svo fram á Melavellinum. Við skor- uðum fyrsta markið, en þeir jöfn- uðu. Svo bættum við einu marki við fyrir leikhlé 2:1. í leikhléi var málið rætt og ákveðið, að halda sömu leik- aðferð; að sækja og berjast. Vor- um vongóðir, en hræddir þó. Eyja- menn jafna eftir 10 mínútur og nú fór mér að detta í hug að við mund- um tapa þessu, en eftir 5 mín. skor- uðum við og tókum forustuna, en um skeið leit út fyrir að það yrði dæmt af þó dómarinn væri búinn að dæma, en dómarinn talaði við línuvörðinn og lét svo dóminn standa. Svo liðu enn 5 mín. og þá skoruðum við fjórða markið og þar við sat. Við urðum ákaflega glaðir og mér fannst sér- staklega gaman að vinna Islandsmót, því hafði ég aldrei verið með í áður. 1 Reykjavíkur-mótinu vorum við komnir í 2:0 í hálfleik í keppni við KR, en töpuðum fyrir hálfgerðan klauíaskap. Þeim tókst að jafna og komast yfir, en þá jöfnuðum við 3:3, og svo bæta KR-ingar einu marki við og vinna. Eitt þessara marka varð fyrir mistök, því að einn KR-ingur stóð á línu óvaldaður og fékk lang- an bolta og skallaði auðveldlega í markið. Það versta við þennan leik var það, að hann fór fram kl. 10 að morgni 17. júní, og var enginn okkar í stemn- ingu til að keppa. Drengirnir voru mjög samrýmdir og samhuga og þjálfarar okkar, þeir Helgi Loftsson og Svanur Gestsson, voru mjög góðir, fylgdust vel með flokknum, hvöttu okkur vinsamlega og spjölluðu við okkur fyrir leiki. Ég er að miklu leyti ánægður með sumarið, en þó hefði getað náðzt betri árangur, en þetta var þó skemmti- legt sumar. Við í 4. fl. A og B unn- um Jóns-bikarinn með bezta árang- ur í einum aldursflokki, innan félags- ins, en það er eftirsóttur bikar. Mér finnst að það mætti halda fleiri fundi og á ég þar við að koma saman í félagsheimilinu og rabba saman og það spillir ekki að hafa mjólk og kökur á borðum. Ég er bjartsýnn með 4. flokk á komandi sumri. Það er sama lið og vann íslandsmótið í 5. fl. fyrir tveim árum. Ég geng nú upp í þriðja flokk á næsta ári og sé raunar eftir að skilja við fjórða flokkinn og þá góðu félaga sem þar eru og ég hef átt svo margar ánægjustundir með. Að vísu fylgist meiri hlutinn að, sem með mér var í A-liði 4. fl. í sumar upp í þriðja flokk. Það koma því margir þar til greina, en ég verð að mæta því með hörku og reyna að komast í liðið. Er sem sagt ákveðinn í að halda áfram og gera mitt bezta. Ég er ánægður með starfið á Hlíð- arenda og vona, að hægt verði að auka æfingamöguleikana inni, ég held að það sé orðin þörf fyrir það í flest- um deildum félagsins. Vil svo að lok- um hvetja alla knattspyrnumenn til dáða á komandi sumri. Ég hef víst verið 7 ára, þegar ég byrjaði að sparka bolta og þá í skól- anum. Fyrst var ég í Fylki, en gekk í Val í fyrra og fór þá strax í 5. fl. og byrjaði á innanhússæfingum og fór svo að keppa um vorið. Ástæðan til þess að ég fór í Val var sú, að drengir, sem fluttu í Árbæjarhverfið, voru í Val og æfðu áfram með Val, og vildu vera þar, buðu mér einu sinni að koma með sér á æfingu og gerði ég það. Fór með þeim til að sjá hvernig þetta væri. Mér fannst æf- ingin skemmtileg og góð og hélt svo áfram að sækja æfingar hjá Val. Fyrsti leikur minn með Val var æfingaleikur við Þrótt og var það A-liðið sem keppti og hef ég svo keppt með A-liðinu síðan. Þennan leik unnum við 5:1. Mér fannst ákaflega spennandi að keppa klæddur Valsbúningnum. Ég byrjaði sem bakvörður hægra megin, en svo fór ég í framlínuna sem innherji. Mér finnst skemmtilegra að vera í fram- línunni, en að vera bakvörður. Fyrsta markið, sem ég skoraði, var í leik í Reykjavíkurmóti gegn Þrótti og var það anzi skemmtilegt að sjá á eftir boltanum inn í netið. Eftirminnilegasti leikurinn, sem ég hef leikið var með 5. fl. Þetta var úrslitaleikur í riðlinum og unnum við 3:1. Þetta byrjaði með því að þeir skoruðu fyrsta markið og leizt okkur ekki á þetta, og svona gekk þetta all- an fyrri hálfleikinn, að við gátum ekki jafnað. En í síðari hálfleik byrjuð- um við á því að skora. Svo leið góð stund og þá var skorað aftur og þeg- ar leikurinn var að verða búinn kom þriðja markið. Leiðinlegasti leikurinn, sem ég hef leikið, var við Þrótt. Þeir byrjuðu með því að skora, en mér tókst að jafna. Svo tóku Þróttarar til við að hlaða á okkur mörkum og þessi ósköp enduðu með 8:2. Ég held að aðal- ástæðan til þessa hafi verið sú, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.