Valsblaðið - 11.05.1972, Side 56

Valsblaðið - 11.05.1972, Side 56
54 VALSBLAÐIÐ okkur vantaði fjóra pilta, sem voru uppi í Reykholti. Það var gert mikið grín að okkur á eftir. Það var ekki mikið um fundi í sumar, en ég held að það ætti að gera meira að því og koma oftar saman. Við í fjórða flokki unnum Jóns- bikarinn og verður hann víst afhent- ur á aðalfundi deildarinnar. Mér þykir gaman að vera í þessu öllu saman og kann vel við mig suður frá á Valssvæðinu. Ég er mjög bjart- sýnn með næsta ár, flokkurinn er það góður að hann ætti að geta náð langt, ef allir æfa og mæta vel. Mér líkaði vel við þjálfarana í sumar, en þeir voru: Helgi Loftsson og Svanur Gests- son, en nú tekur Róbert við flokkn- um og féll mér vel við hann í 5. fl. Ólafur Magnússon. Ég byrjaði að iðka knattspyrnu þegar ég var 10 ára og fór þá í 5. fl. Bróðir minn var þá í Val og æfði þar, og hef ég víst orðið fyrir áhrifum frá honum. Ég fór fljótt að keppa og þá strax í marki og hef síðan ver- ið þar, þegar ég hef keppt. Það hef- ur sjálfsagt verið eitthvað í mér sjálfum sem dró mig í markið, en ég hef aldrei annars staðar leikið. Ég játa, að mér þótti mikið koma til Sigurðar Dagssonar, þegar hann var uppá sitt bezta og má vera, að hann hafi óbeint haft áhrif á mig. Fyrra árið í fjórða fl. keppti ég ekki, en á því síðara komst ég aftur í samband við markið og hef verið þar síðan. Varðandi s.l. sumar má segja, að það hafi verið gaman að koma út sem haustmeistari. Sjálfur úrslitaleikur- inn var lélegur af okkar hálfu lengi vel og Framararnir voru betri í upp- hafi leiksins, en þeim tókst þó ekki að skora og þannig leið leiktíminn að hvorugur skoraði, og voru Fram- arar þeir óheppnu. Það var ekki fyrr en í framlenging- unni sem við vöknuðum og eftir það áttum við leikinn og skoruðum tvö mörk gegn engu. Á undanförnum árum hefur alltaf verið hörð barátta milli Víkings og Vals í þessum flokki og hefur Vík- ingi veitt betur eða síðan í úrslitun- um í 5. flokki, er við unnum, en í báðum liðum hafa sömu strákar verið á þessum árum. í sumar hefur þetta snúizt við og nú unnum við báða leikina sem við áttum við Víking. Ég er ánægður með árangurinn í sum- ar, tapað fáum leikjum og unnið eitt mót. Þetta þakka ég mest þjálfaran- um. Drengirnir sóttu æfingarnar nokkuð vel, en gat þó verið betra, ef stefnt hefði verið að því að ná topp- árangri. Félagsandinn hefði mátt vera betri, og kom það helzt fram ef illa gekk í leikjum, einmitt þegar mest þurfti á félagslegri samstöðu að halda. Æfingaaðstaða er mjög góð hjá Val og félagsheimilið ætti að bjóða upp á gott félagslíf, en mér finnst félags- heimilið okkar ekki nóg notað. Ég hef fylgzt nokkuð með meist- araflokki í sumar. Var nokkuð ánægð- ur til að byrja með, en þegar fór að líða á sumarið fór þetta að detta nið- ur hjá þeim. Sennilega ekki nóg æf- ingasókn, eftir því sem mér sýndist. Ég vil að lokum þakka þjálfaran- um fyrir það sem hann hefur gert fyrir okkur í sumar og vetur, og vona að þriðji flokkur haldi vel saman næsta ár og þeir sem fara upp í ann- an flokk vinni þar að heill og fram- gangi flokksins. Ég er bjartsýnn með 3. fl., sem ég kveð nú, og annan flokk sem ég flyzt í, og hef hug á því að berjast um það að komast í liðið. Kristinn Bernburg fyrirliði 3. fl. B Það gekk yfirleitt ágætlega í okk- ar flokki, en mótin voru dálítið rugl- ingsleg, og hafa dregizt á langinn og náð fram á skólatímann. í vor gekk þetta vel og áttum við sterkan þriðja flokk og jafnan. Munur á A og B hjá okkur var lítill og oft unnum við A-liðið á æfingum. Þegar í mótin kom vorum við oftast við toppinn, en náð- um þó ekki að sigra í móti. Mér fannst að oft réði óheppni og voru þetta yfirleitt ákaflega jafnir leikir. 1 haustmótinu vorum við í úrslit- um við KR og töpuðum með 1:0. KR-ingarnir voru sterkari og áttu skilið að vinna og var vörn þeirra sérstaklega sterk. Miðsumarsmótið gekk svipað og hin mótin. Við töp- uðum oftast ekki nema einum leik og getur það talizt sæmileg frammi- staða. Andinn var góður í flokknum í sumar, en mér finnst of fáir fundir, ég held að það hafi verið aðeins tveir fundir með flokknum á s.l. ári, og það finnst mér of lítið. Ég held að flokkurinn hefði gott af því að hitt- ast t. d. einu sinni í viku og spjalla um þessi mál. Ég held að drengirnir séu yfirleitt sammála þessu. Ég er ekki ánægður með árangur- inn hjá meistaraflokki í sumar, og ég er ekki heldur ánægður með æf- ingarnar hjá þeim. Mér fannst of mikið dúll í æfingunum, sérstaklega í inniæfingunum sem ég sá. Fannst þar of mikill leikaraskapur. Þetta er flokkurinn sem á að koma mest út úr og yfirleitt gert mest fyrir hann, og það á að gera. Það var t. d. voða- legt að sjá Val og Breiðablik keppa um daginn og sjá, hve Valsmennirnir voru slappir. Það var ömurlegt að sjá það, að einn sóknarmaður hjá Breiðabliki lék sér að því að leika í gegnum alla vörnina og skora. And- inn í liðinu hlýtur að hafa verið lé- legur. Mér finnst, að Valur hafi það góða aðstöðu, að það ætti að koma meiri árangur hjá flokkunum og þá sérstaklega meistaraflokki. Lárus Loftsson var þjálfari flokks- ins, og féll okkur mjög vel við hann, enda hefur hann mikla reynslu. Ég vildi svo að lokum óska þess að Valur haldist lengi uppi og takist. að efla félagslífið frá ári til árs. Það mundi þýða meiri aðsókn að félag- inu, betri félagsanda, betra félag. Árni Geirsson fyrirliði 2. fl. A Árni hefur komið fram í þessum þætti og sagði þá frá fyrstu árum sínum í Val og fleiru; nú segir hann frá því, sem gerðist í öðrum flokki A í sumar. Ég or ánægður með annan flokk í haustmótinu, því að það mót unn- um við og miðað við það, að 6—7 menn úr öðrum flokki voru ekki not- aðir mestan hluta sumarsins, þá var frammistaðan góð, sem og heildar- árangur. Þessir annars flokks menn voru notaðir í meistaraflokki. Satt að segja komumst við ekki í gang fyrr en með haustinu. Að taka svona marga úr öðrum flokki og veikja hann á þennan hátt er ef til vill rétt- lætanlegt ef stutt er á milli leikja í meistaraflokki og menn því þreyttir, en það voru oft hlé á milli leikja,

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.