Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 59

Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 59
VALSBLAÐIÐ 57 Það er sæmilega mætt á æfingun- um og margir nýir drengir mæta á æfingum. Við erum ánægðir með þjálf- arann, en Þórarinn Eyþórsson er þjálfari okkar, óskuðum við eftir að fá hann og getum því vel við unað. Eins og ég sagði væri gaman fyrir Val að vinna íslandsmót í vetur, við höfum oft komizt í úrslit, en herzlu- muninn hefur vantað. Andinn í liðinu er góður, og ég vona að drengirnir haldi hópinn, því það voru mér mikil vonbrigði, að margir af drengjunum, sem voru á seinna árinu í fyrra, tvístruðust og týndust. Ég held að það væri rétt fyrir ráðamenn deildarinnar að ræða við menn og skýra fyrir þeim hvað við tekur, og hvetja þá til að halda áfram, sýna þeim fram á, að þeir eru milliliður milli meistara- og ann- arsflokks. Mér er ekki grunlaust um að þeim fyndist að þeir væru útund- an og hálf vegalausir í félaginu, og óttist ef til vill að þeir mundu lenda í fyrsta flokki, sem lítið er um hugs- að, og er hálfgerður uppgjafaflokkur. Mér finnst að breiddin í Val í hand- knattleik ætti að vera það mikil að enginn meistaraflokksmaður geti ver- ið öruggur um sæti sitt, þá ætti Val- ur góðan fyrsta flokk. Mér finnst að Handknattleiksdeild- in ætti að kosta þjálfara á þjálfara- námskeið, sem HSÍ ætti að gangast fyrir. Ennfremur, ef sami maður vinnur að þjálfun ár eftir ár, að þá ætti að senda hann á námskeið erlendis. Oddný Sigurðardóttir fyrirliði 3. fl. Ég byrjaði að iðka handknattleik fyrir alvöru á s.l. ári og byrjaði að keppa á því ári líka, og var fyrsti leikurinn gegn Víking, í Reykjavík- urmótinu í fyrra. Sá leikur varð okk- ur vonbrigði. Við vorum ákveðnar í að vinna, en svo töpuðum við. Skemmtilegasti leikurinn, sem við lékum, var við Fylki í Hraðmótinu í Hafnarfirði í vor. Við byrjuðum að skora, en þær jafna 1:1. Enn náum við forustunni og þannig var staðan í hálfleik 2:1. í síðari hálfleik jafna þær og komast yfir og það er komið að leikslokum, en þá fengum við víta- kast þegar nokkrar sek. voru eftir og skoraði Anna Margrét úr því, en ég hefði ekki viljað vera í hennar sporum. Svo varð að framlengja og þá skorum við fyrst, og enn jafna þær. Eins og tveim mín. fyrir leikslok tekst okkur að skora og taka forust- una. Þær byrja og fljótlega skjóta þær á markið, en það fór fyrir utan, þá náum við boltanum og höldum honum, og létum þær brjóta á okk- ur. Ég minnist þess hve fegnar og ánægðar við vorum, þegar dómarinn gaf merki um leikslok. En svo var það í leik við Fylki í íslandsmótinu, sem við urðum fyrir miklum von- brigðum. Við vorum alveg öruggar með að vinna, en svo urðu úrslit þau að við töpuðum 5:3. Það var eins og ekkert heppnaðist hjá okkur. Þetta var líka ergilegt vegna þess að ef við hefðum unnið leikinn hefðum við kom- ist í úrslit. Ég hef alltaf haldið með Val og svo voru telpur í nágrenni við mig, sem æfðu með Val og fór ég með þeim á æfingu og þótti svo gaman að ég hélt áfram. Við lékum nokkra æfingaleiki og meðal þeirra var leikur við Tý frá Vestmannaeyjum og unnum við með nokkrum markamun. Mér finnst félagslífið í okkar flokki heldur slakt. Afmælishátíðin var skemmtileg, annars var ekki um skemmtanir eða fundi að ræða, nema hvað við höfð- um einu sinni spilakvöld. Ég álít að það væri æskilegt að halda fundi og spjalla um handknatt- leikinn o. fl. Stúlkurnar búa dreift um bæinn og jafnvel suður í Kópa- vogi og því meiri nauðsyn að hittast og kynnast. Við höfum ágæta aðstöðu á Hlíð- arenda, og mér þykir gaman að vera þar og æfa. Þjálíarar okkar eru Berg- ljót Davíðsdóttir og Sigurjóna Sig- urðardóttir og fellur mér vel við þær. Mér þykir gaman að vera í þessu og er ákveðin að halda áfram. Ég er bjartsýn með komandi keppn- istímabil og vona að árangur verði sæmilegur. Jóna I)óra Karlsdóttir fyrirliði 2. fl. Ég var 10 ára þegar ég byrjaði að leika handknattleik, og þá með Vík- ingi, en bróðir minn hvatti mig til þess að fara í Val, en hann (Jón Karlsson) leikur nú með meistara- flokki Vals. Ég sé síður en svo eftir því, að hafa farið að ráðum bróður míns. Fyrsti opinberi leikurinn, sem ég keppti, var gegn Gróttu, og unnum við þann leik með 15:0, og skoraði eg þrjú eða fjögur mörk. Þetta var ákaf- lega spennandi, að vera farin að keppa, og að byrjunin skyldi verða stórsigur. Ég játa að það var þægi- lega skemmtilegt að skora fyrsta markið, horfa á boltann svífa beina leið inn í markið! Margir leikjanna, sem ég hef tekið þátt í, hafa verið skemmtilegir og eftirminnilegir, þó ekki hafi verið um sigur að ræða. Kemur mér þá í hug leikur okkar við Fram í íslandsmót- inu í fyrra. Þær komust í 4:1, en okk- ur tókst að jafna, en jöfnunarmarkið var dæmt af, og vissi ég aldrei af hverju það var gert. Við þetta brotn- aði liðið niður og leiknum lauk með sigri fram 9:5. Það er ef til vill ljótt að segja það, en okkur fannst að dómarinn ætti mesta sök á þessu. Úrslitaleikurinn við Ármann var ákaflega jafn og skemmtilegur. Lauk þeim leik með jafntefli 3:3, og nægði Ármanni það til þess að vinna mótið. Við komumst fyrst í 2:0, en það dugði ekki. Þá má geta úrslitanna í leiknum við Húsavík í sumar er leið, þegar við kepptum við FH. Við áttum að leika við þær okkar fyrsta leik, og vorum við ákaflega smeykar við þær. Stafaði það af því að þær höfðu tekið þátt í móti er- lendis, í Noregi að ég held, og sigr- að þar örugglega. Við byrjuðum þó að skora, og það gaf okkur aukinn kjark, og svo sáum við fljótlega að þær voru ekki eins sterkar og við höfðum gert ráð fyrir og sigruðum 9:2, sem kom sannarlega á óvart. Andinn í liðinu hefur yfirleitt verið góður á s.l. ári, og árangur sæmileg- ur miðað við aldur liðsins, því að það eru aðeins tvær úr hópnum, sem ganga upp. Ég er því óneitanlega bjarsýn með árangurinn í vetur. Ég lék fyrsta leik minn með meist- araflokki á íslandsmótinu í Njarðvík í sumar. Mér fannst það ákaflega spennandi að vera farin að leika með þeim ágæta flokki. Ég var svolítið taugaóstyrk meðan ég var utan við völlinn, og var að hugsa til þess þeg- ar ég yrði sett inn á til að taka þátt í leiknum innan um þessar fullorðnu stúlkur. En þegar ég var komin inn á og farin að taka þátt í „hasarnum", hvarf allur kvíði og hugsunin beind- ist aðeins að leiknum. Dálítið var um skemmtifundi í fyrravetur, en þeir féllu niður í sum- ar, en verða vonandi teknir upp aft- ur í vetur. Aðstaðan er líka góð til slíkrar starfsemi í félagsheimilinu og ég held að það sé á fáum stöðum eins gott og hjá Val, þar sem við getum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.