Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 60

Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 60
58 VALSBLAÐIÐ alltaf fengið heimilið til að hittast í, spjalla saman og skemmta okkur. Eitt er það, sem ég vildi minnast á varðandi annan flokk stúlkna, og það er hinn mikli fjöldi sem sækir æfingar hjá félaginu. I sjálfu sér er allt gott um það að segja að ung- ar stúlkur skuli sækja til félagsins. Nú í haust gengur mikill fjöldi upp úr þriðja flokki upp í annan flokk, sem verður til þess, að okkar eini þjálfari kemst ekki yfir að þjálfa og kenna hópnum sem valinn er hverju sinni til keppni, sem sagt verða of margar á æfingum. Mér finnst því eðlilegt að unnið verði að því að skipta flokknum eftir getu og fjölga þjálf- urunum. Ég er sannfærð um, að það fengist mikið meiri árangur fyrir flokkinn ef þessu væri komið svona fyrir, og með tímanum yrði „breidd“ eða fjöldi góðra eða liðtækra stúlkna í flokknum. Ég vona svo að við stöndum okkur vel í mótum á keppnistímabilinu sem er að byrja og við eigum að geta það, ef við stöndum allar saman og æfum vel. Körfuknattleikur: Flosi Sigurðsson fyrirliði 4. fl. Ég held að ég hafi verið 8 eða 9 ára þegar pabbi fór að spjalla við mig um það hvort ég ætlaði ekki að fara að æfa körfuknattleik. Ég fór um þetta leyti að leika mér mikið með „minni“-bolta, en þennan bolta gaf pabbi mér. Ég lék mér mjög mikið með hann hvar sem ég gat því við komið. Stundum fór ég með hann í skólann. Ég horfði á æfingarnar hjá meistaraflokki og þá fór ég oft að leika mér við hliðarkörfurnar, og var þar bara á bolnum og á sokkaleist- unum. Síðan fór ég að smala saman drengjunum, en þetta var dálítið erf- itt, en það gekk sæmilega, og lékum við okkur með boltann fína. En þegar þeir fréttu að KFR ætti að heita Valur, fór málið að vandast og það varð svo alvarlegt, að sumir hættu alveg. Þá varð ég að fara á stað aftur upp á nýtt og smala drengj- um og tókst að lokum að ná í álit- legan hóp, sem síðan hafa haldið saman. Nú er það komið svo, að flokkur- inn er orðinn þó nokkuð sterkur að mínu viti. Drengirnir mæta vel á æf- ingar, sérstaklega þó á sunnudögum. Við höfum ekki enn keppt í fjórða flokki, en ætlum að taka þátt í fjórða flokks mótunum í vetur. Við æfum í Laugarnesskólanum, Álftamýrar- skólanum og Valshúsinu, einu sinni í viku á hverjum stað. Við kepptum í fyrra (s.l. vetur) í ,,minni“-bolta móti og var skemmti- legasti leikurinn við Fram, en þar léku í Fram-liðinu piltar og stúlkur, en það er leyfilegt að blandað sé svona í sama liði stúlkum og piltum. Ég hafði mjög gaman af að koma á skemmtifundi í Valsheimilinu, þar sem sýndar voru kvikmyndir frá körfuknattleik. Þangað fórum við með tertur og kökur og stundum komu þeir fullorðnu og voru með okkur. Þetta var afar skemmtilegt. Ég horfði á alla leiki í körfuknatt- leiksmótum sem ég gat, og ég fór oft til að horfa á æfingar hjá flokkun- um, til þess að læra af þeim og sjá hvernig þeir æfðu. Skemmtilegasti leikurinn sem ég minnist frá síðasta vetri var leikur Vals og ÍR. Fyrst hafði Valur yfir, en svo jafnar lR, og svona gekk það til, og þegar leiknum lauk munaði aðeins einu stigi, og vann ÍR, en heild- arstigin voru um 90 ef ég man rétt. Þetta var mikið fjör. Ég hef ákaflega gaman af körfu- knattleiknum. Það þarf mikinn kraft til að geta náð árangri, maður verð- ur líka að vera fljótur að hlaupa og harður í vöm. Mér mundi þykja betra að hafa æfingar á öðrum tíma á sunnudögum, því ég hef gaman af sjónvarpinu á þeim tíma, en missi alltaf af því. Torfi Magnússon fyrirliði 3. fl. Ég var 12 ára, þegar ég gekk í Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur og fór að æfa með því. Það voru fáir drengir í félaginu á þessum árum og fór ég því fljótlega að keppa fyrir félagið. Ég held að ég hafi komið á aðeins eina æfingu áður en ég keppti fyrsta leikinn. Þessi leikur var í Reykjavíkurmóti og töpuðum við hon- um með aðeins einu stigi. Ég hef verið með í að vinna nokk- ur mót. Þegar ég var í 4. flokki unn- um við Reykjavíkurmót, að mig minn- ir og svo unnum við íslandsmótið í fyrra. Annars fór það í mál og ekki búið að dæma í því. Við drengirnir skiljum ekki hvers vegna KR-ingarnir fóru að kæra þann leik. Mér finnst körfuknattleikurinn skemmtileg og mjög fjölbreytt íþrótt, og reynir á hraða í sókn og vörn. Því miður hafa drengirnir ekki æft nógu vel undanfarin ár, en það var þó bezt í fyrra. Það sem af er haustinu hafa dreng- irnir ekki mætt nógu vel, og það þyrftu að koma fleiri á æfingarnar en verið hefur. Það þyrfti að vinna að því að f jölga verulega í þessum flokki svo að við fáum dálitla breidd. Ég kann vel við breytinguna, sem varð þegar KFR varð deild í Val. Það getur líka verið af því að ég hef alltaf verið Valsari innra með mér, og haldið með Val. Mér finnst eins og að það hafi komið nýtt líf í þetta. Mér finnst að stjórnin vinni meira að málunum núna. Mér finnst líka mikill munur á að nú höfum við samastað fyrir fundi, sem við höfð- um ekki áður. Komum þá helzt saman á verkstæðinu hjá honum Sigurði Helgasyni, til þess að spjalla um körfuknattleikinn. Við komum nokkrum sinnum sam- an í Valsheimilinu á s.l. vetri og horfð- um þar á kvikmyndir og spjölluðum um körfuknattleik. Ég kann yfirleitt vel við mig á Valssvæðinu og að æfa í Valshúsinu. Ég er nokkuð bjartsýnn með vet- urinn, maður verður að vera það, og við verðum að vona að okkur takist að halda titlinum frá í fyrra, a. m. k. verðum við að gera okkar bezta og berjast fyrir því. Við höfum líka góð- an þjálfara, Jóhannes Eðvaldsson, sem okkur fellur vel við. Ég vil svo að lokum hvetja félaga mína í 3. flokki til að stunda æfing- arnar vel og gera sitt til þess að körfuknattleiksdeildinni í Val megi vegna vel í framtíðinni. Jón I. Ragnarsson fyrirliði 2. fl. Ég byrjaði á því að iðka knatt- spyrnu hjá Val, þegar ég var 8 ára. Sótti þá æfingar á Hlíðarenda, en keppti ekkert á þeim árum. Þegar ég var 13 ára fluttist ég upp í Ár- bæjarhverfi og þá var langt að fara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.