Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 63
VALSBLAÐIÐ
61
Frímann Hclgason:
V alsfjölskyldan
Eins og að undanförnu höfum við
leitað að Valsfjölskyldu þessa árs,
og notið til þess stuðnings þjálfara
og leiðbeinenda félagsins í hinum
ýmsu flokkum. Eftir svolitla leit kom
í ljós að aðrar mundu ekki geta skák-
að fjölskyldunni á Miklubraut 74,
en þar voru þrír synir sem kepptu
hver með sínum aldursflokki í knatt-
spyrnu. Vonum við að hafa ekki
sniðgengið ennþá stærri Valsfjöl-
skyldu og ef svo væri biðjum við vel-
virðingar á því.
Það kom raunar í ljós, þegar bet-
ur var að gætt, að Valur átti þar
meiri ítök en vitað var þegar nefnd-
ir voru hinir þrír ungu menn. Móðir-
in var sem sagt fædd í Val! Og fað-
irinn mikill aðdáandi Vals frá unga
aldri, þótt hann ætti heima í öðru
byggðarlagi. Hann var og mikill þátt-
takandi í íþróttum á yngri árum og
var það knattspyrna og frjálsar
íþróttir sem mest heilluðu hann.
Þegar við heimsóttum fjölskyld-
una var okkur tekið opnum örmum
af þeim öllum sjö; því að auk þeirra,
sem þegar hefur aðeins verið vikið
að, var þar og bróðir sem aðeins hef-
ur haft kynni af Val og tekið þátt
í æfingum, en ekki leikið í kappleik,
en leikur þeim mun meira á hljóð-
færi. Lítil lífleg stúlka var þar og,
sem fylgdist með öllu. Var hún ekki
frá því að verða handknattleiks-stúlka
í Val, eða þá að iðka knattspyrnu, því
að hún vill ólm fylgjast með bræðr-
um sínum á æfingar.
Þegar við spjölluðum um Val og
knattspyrnuna, leiki sumarsins í öll-
um flokkum, kom greinilega fram að
mikill áhugi var hjá fjölskyldunni
fyrir málefnum Vals og af húsbónd-
ans hálfu ekki síður það sem snerti
lið Vestmannaeyinga, enda hann það-
an ættaður og uppalinn og húsfreyj-
an að hálfu leyti. Kvartaði húsbónd-
inn sáran yfir þeim erfiðleikum að
gera upp við sig, með hvorum hann
ætti að halda, þegar Valur og Vest-
mannaeyingar léku sem andstæðing-
ar. Það var engu líkara en að það
hefði tekið hann allan leikinn að gera
þetta upp við sig. Leikur þó nokkur
grunur á, að Vestmannaeyingar hafi
átt „bróðurpartinn“ í honum. Frúin
dró enga dul á það, hvorum megin
hún stæði þegar þessi lið kepptu, og
hefur þar ráðið mestu: Faðirinn og
minningarnar frá æskudögum og svo
synirnir hennar allir, sem þegar hafa
sótt til Vals, keppt fyrir Val og helg-
að sig Val með góðum árangri.
Við skulum nú heyra hvað þessi
ágæta fjölskylda hefur að segja um
Val, íþróttirnar og þátttöku sína í
þeim og gefum húsbóndanum, Herði
Ágústssyni, fyrst orðið:
Ég er Vestmannaeyingur, fæddur
þar 22. ágúst 1932. Á drengjaaldri
stundaði ég allmikið íþróttir, knatt-
spyrnu og frjálsar íþróttir. Hallaðist
ég helzt að lengri hlaupunum eða:
400 m, 1500 og 3000 m. Árangurinn
var víst ekkert sérstakur, en ég hafði
gaman af þessu. Ég var mikið í
knattspyrnunni líka, lék með Þór, og
ég man það, að síðasta árið mitt í
þriðja flokki, sem var raunar síðasta
keppni mín í knattspyrnu, átti Þór
sterkan flokk og það ár unnum við
Tý; annars voru Týrararnir yfirleitt
heldur harðari. En svo hætti ég í
knattspyrnunni.
Um þetta leyti kom til Vestmanna-
eyja þjálfari, sem flestir íþróttamenn
þekkja. Edvald Mikson var hann
nefndur.
Hleypti hann miklum krafti í
íþróttirnar þar og ég og margir fleiri
félagar mínir fórum að æfa frjálsar
íþróttir og tókum við þetta ákaflega
alvarlega. Hann var þarna í ein 3 ár
og allan þann tíma lifði maður fyrir
þetta. Sem lið í þjálfuninni hlupum
við, hvernig sem veður var, frá skól-
anum út í Höfða og heim aftur, oft
í viku. Við létum búa til sérstakar
töskur undir æfingabúningana og
þótti fólki nóg um og dró dár að þessu,
sagði að við hefðum áhugann í tösk-
unni!
Ég fór að reyna við spjótkast. Við
áttum þá góðan spjótkastara, Adólf
Óskarsson, hann hreif okkur strák-
ana, en ég hafði ekki það sem til
þurfti. Sama var með spretthlaupin,
það gekk ekki heldur; en Mikson
sagði að ég ætti að leggja fyrir mig
langhlaup og tók ég það mjög alvar-
lega.
Mikson var stórkostlegur þjálfari
fyrir okkur þarna í Eyjum og eng-
inn slíkur hafði þar áður komið.
Hann innleiddi þar körfubolta, sem
þá var óþekktur þar.
Til Reykjavíkur fluttumst við svo
1963 og síðan hef ég fylgzt með knatt-
spyrnunni hér og hef ákaflega gam-
an af að horfa á knattspyrnuleiki,
sérstaklega leiki við erlend lið, og svo
fyrstudeildarleiki.
Varðandi syni mína, þá horfi ég
á æfingar og leiki þar sem þeir keppa,
ef ég hef tíma til þess, annars er ég
ekkert að ýta þeim áfram, mér finnst
réttast að þeir sjálfir finni hvort þeir
vilja vera með eða ekki. Hins vegar
er ég ánægður yfir því að þeir eru
þátttakendur í íþróttum, og ég held
Hilmar, Bjarni og Guðjón Harðarsynir.
að ég sjái ekki eins mikið eftir neinu
og því, hvað íþróttaiðkun mín var
stutt.
Ég held að þeir hafi verið sérstak-
lega heppnir í Val, því að ég held
að Valur sé alveg sérstakt félag, mér
virðist að þar sé mikið starf, eða ég
lít svo á, eftir að hafa verið þar við-
staddur leiki o. fl.
Ég vona því, að drengirnir verði
sem lengst í Val sem virkir og starf-
andi að málefnum félagsins, það er
greinilegt að þeir hafa mjög gott af
veru sinni þar. — —
Næst var það húsmóðirin, sem
greindi frá viðhorfum sínum til
íþróttanna og Vals, en hún heitir
Margrét Guðjónsdóttir.
Ég er fædd í Reykjavík, en móðir
mín er frá Vestmannaeyjum. Faðir
minn er aftur á móti Reykvíkingur
og á árunum fyrir og eftir 1930 var
hann virkur í Val og keppti fyrir
félagið. Hann heitir Guðjón Runólfs-
son og er enn áhugasamur um mál-
efni Vals.
Ég hef nú ekki iðkað mikið íþrótt-
ir, en ég hef alla tíð haft mikinn
áhuga fyrir þeim, og þá sérstaklega
á knattspyrnu.
Ég fór oft á völlinn með pabba
mínum þegar ég var lítil telpa og
þótti gaman. Seinna fór ég í ÍR og
æfði svolítið frjálsar iþróttir, ungar
stúlkur gerðu dálítið að því á þeim
árum, og svo fór ég dálítið á skíði,
framundir tvítugt, en þá fluttist ég
til Vestmannaeyja og þar er yfirleitt
ekki mikið um snjó. Þetta er nú mín
íþróttasaga.
Ég er mjög ánægð með að mínir
drengir skuli iðka knattspyrnu, því
að eins og ég sagði hef ég alltaf gam-
an að henni og fer að horfa á hana