Valsblaðið - 11.05.1972, Page 71

Valsblaðið - 11.05.1972, Page 71
VALSBLAÐIÐ 69 sig í leik, að þá er sú sem heil er, alveg ómöguleg. í leikjum reynum við að stappa stáli hvora í aðra. Svo inn á milli getum við talað dálítið frekju- lega hvor við aðra, við erum nú syst- ur, og okkur finnst að við eigum með það! Hvað er það sem hefur dregið ykk- ur mest að handknattleiknum og fé- lagslífinu í Val? Sigrún: Ég hef aldrei haft áhuga á því að stunda skemmtanalífið, og ég held að það sé skemmtunin í þessu sem ég sækist fyrst og fremst eftir. Svo góður er félagsandinn milli okkar stúlknanna í flokknum, að það verð- ur eftirsóknarvert að vera í hópnum. Við verðum varar við það, að hin félögin eru á vissan hátt á móti okk- ur, vilja sigra okkur, en það þjappar okkur enn meira saman til að verja eins og hægt er það sem unnizt hefur. Björg: Við erum líkar systurnar að því leyti að við stundum ekki skemmt- analífið í borginni. Þetta hefur sann- arlega verið mín skemmtun, og komi það fyrir að ég komist ekki á æfingu vegna lasleika, er ég eyðilögð mann- eskja, að missa af þessari skemmtun, og er miður mín það kvöldið. Ég mæli með því að allir fari í svona félags- skap og kynnist honum, það er alveg sérstakt. Ég segi það, að við Sigrún höfum verið mjög heppnar að lenda í þessu félagi. Ég hef hvergi kynnzt. öðrum eins félagsanda, og siðgæði, í félögum. Það er reynt að sjá um það að við fáum eitthvað til minninga um dvöl okkar í félaginu; t. d. fékk ég styttu um daginn fyrir 100 leiki. Maður á alltaf miklar minningar frá þessu, og slíkir hlutir undirstrika minningarnar, þegar frá líður. Ætlið þið að halda lengi áfram? Björg: Ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get. Sigrún: Ég ætla að halda áfram svo lengi sem ég fell inn í hópinn. Ég er nú orðin elzt í hópnum, og á meðan þetta gengur er ekki ástæða til að hætta. Nú hafið þið um langan tíma að- hyllzt hann Þórarinn okkar, haft hann hjá ykkur, og notið leiðsagnar hans með árangri sem er löngu kunnur. Nú er hann hættur, og nýjir menn koma til að fylla skarð hans. Hvernig spáið þið t. d. fyrir Stefáni Sandholt sem þjálfar ykkur núna eins og í fyrra? Sigrún: Ég tel að hann hafi mjög góð tök á okkur, og þjálfuninni í heild. Hann er ákveðinn og við hlýð- um í einu og öllu; það verður líka að vera svo. Mér lízt sem sagt mjög vel á hann í þessu starfi. Þórarinn er alltaf Þórarinn, og fyrir okkur er hann í sérflokki. Björg: Þórarinn var alveg sérstak- ur maður. Hann þekkti okkur hverja og eina persónulega og við hann. Stef- án er yngri maður, en mér finnst samt að hann hafi náð góðum tökum á okkur. Hann er með nýjar hug- myndir um þjálfunina. Já, ég er mjög ánægð með Stefán. Hann er mjög ákveðinn og vill að við hlýðum, og annað þýðir ekki. Það kæmi mér ekki á óvart að hann ætti eftir að verða eins mikið átrúnaðargoð og Þórar- inn er hjá okkur. Þórarinn og Tóti eru nöfn sem við eigum einkarétt á! Ein spurning enn. Þið systur hafið komið víða við í handknattleiknum og verið í eldinum heima og heiman. Hvernig á að fara að því að gera kvennahandknattleikinn í landinu sterkari og meira nafn, en hann er í dag? Sigrún: Ég álít að áhugi meðal kvenna fyrir handknattleik sé fyrir hendi. Aftur á móti finnst mér öll aðstaða og framkvæmd, er snýr að stúlkunum, lakari en hjá karlmönnun- um; mér finnst áberandi skeytingar- leysi, þegar konur eiga í hlut, það er eins og hugsað sé: Það er kvenfólk að leika, það er allt í lagi! Áður var meiri áhugi fyrir kvennahandknatt- leiknum meðal forystumanna í hand- knattleik, og þá náðist umtalsverður árangur. Það er erfitt að svara í fljót- heitum svona spurningu. Björg: Ég mundi eindregið mæla með því, að handknattleikskonum væru gefin ákveðin verkefni, t. d. að taka þátt í Norðurlandamótum, sem til falla. Upp á síðkastið hefur okkur ekki gengið sérstaklega vel, en það er vegna þess að við höfum ekki aðstöðu til þess að æfa almennilega. Ég man það, að þegar við vorum að æfa með landsliðinu, að það var mikið minna gert fyrir okkur en piltana. Þeir fá marga landsleiki á ári, en við enga. Þetta finnst mér óréttlæti, og ekki til þess að örfa kvennahandknattleik- inn. Eitthvað sem ykkur liggur á hjarta? Sigrún: Ég vildi bara segja að lok- um, að ég kann ákaflega vel við mig í Val og gæti ekki hugsað mér að vera annars staðar, og get varla hugs- að mér að það sé betra annars staðar. Björg: Ég vil svo að lokum segja, að ég vil að allir Valsmenn, ungir sem gamlir, standi saman, og ég tala nú ekki um í keppni. Þá þurfum við að fá nógu marga Valsmenn, eldri Vals- ara, og finnst mér það ákaflega skemmtilegt að sjá þá á áhorfenda- bekkjunum fylgjast með okkur í leik. Kunningi minn úr öðru félagi sagði eitt sinn við mig, að hann vissi ekki skemmtilegra, en að sjá þegar eldri mennirnir í Val kæmu til að horfa á unglinga félagsins í keppni. Þetta væri óvenjulegt. Mér þótti gaman að verða þess vör að aðrir en við tækjum eftir þessu. Ég vil líka skjóta því hér inn að endingu, að þetta blað okkar, sem þið gefið út árlega, hefur meiri fé- lagslega þýðingu og sameinar meira en menn almennt gera sér grein fyrir.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.