Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 72

Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 72
70 VALSBLAÐIÐ liinar fljörnttson: Björn Halldórsson, minningarorÖ Það má öllum ljóst vera, að á þeim sex áratugum, sem liðnir eru frá stofnun Vals, hefur hann átt á að skipa mörgum djörfum og dugmikl- um félaga bæði í leik og starfi. Marg- ir þessara vina vorra, sem settu sinn svip á félagið og störf þess á liðnum áratugum, eru horfnir yfir „móðuna miklu“. En þrátt fyrir að svo er, á Valur því láni að fagna að eiga enn í sínum hópi ýmsa þá sem fremstir stóðu í fylkingu frumbýlingsáranna og mörkuðu framtíðarstefnuna. En á bak einum þeirra, sem í þeim hópi var, höfum við á árinu orðið að sjá. Er það Björn Halldórsson letur- grafari, þjóðkunnur af list sinni og þúsund þjala smiður. Björn Halldórs- son var fæddur í Reykjavík hinn 8. desember 1907. Hér ól hann aldur sinn og hér var hið margþætta starfs- svið hans, bæði að því er tók til list- greinar hans og félagsmála. Snemma á árum hneigðist hann til útilífs og íþróttastarfs og ungur tók hann sér stöðu undir fána Vals, og undir því merki stóð hann óskeikull til aldurstilastundar. Með Birni Hall- dórssyni eignaðist Valur einn sinna dyggu og einlægu félaga. Með hon- um og Val skildu aldrei leiðir. Vér hinir eldri félagar Vals höfum margs að minnast frá samstarfinu við Björn Halldórsson, innan Vals. Allar eru þær minningar bjartar og fagrar. Hversu oft hreif hann okkur ekki með bjartsýni sinni, fjöri og einlægni. Hvar sem hann bar að, á fundum vorum, á æfingum eða í leik, alls staðar var hann hrókur alls fagnaðar og bjartsýnismaður. Hann hafði svo undravert lag á því að gera öllum glatt í skapi og láta okkur sjá hina björtu hlið hvers tilviks, hversu sem stríðið þá og þá var blandið. Björn var, eins og fyrr segir, let- urgrafari. Skemmtilegustu stundir mínar, sagði hann eitt sinn, á því sviði, er að fá tækifæri til að grafa á sigurverðlaun Vals. Og aldrei fannst honum hann fá nóg af slíku starfi. Á 60 ára afmæli Vals var Björn sæmdur silfurmerki félagsins í hófi að Hlíðarenda hinn 11. maí s.l., á stofndegi Vals. Þessi viðurkenning félagsins, við hátíðlegt tækifæri, gladdi Björn innilega, það hef ég fyrir satt. Og ræðan sem hann hélt við þetta tækifæri bar vitni um sama eldmóðinn og einlægnina í garð Vals og jafnan áður. Vér Valsmenn kveðjum hér góðan dreng og einlægan félaga og vin og minnumst þess með skáldinu sem sagði: Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað sem var, yfir hið liðna bregður blæ bliknandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg. Valur sendir konu Björns, frú Guð- finnu Guðmundsdóttur og börnum þeirra og öðrum aðstandendum ein- lægar samúðarkveðjur. Intfitnai• ff. Jóhunnsson: Séra Friðrik FriÖriksson? dr. theol. F. 25. maí 1868 — D. 9. marz 1961 Á þessi ári eru 100 ár liðin frá fæðingu séra Friðriks, en liann varð 93 ára gamall. Ekki leikur það á tveim tungum að séra Frið- rik er mikilhæfasti og snjallasti æskulýðsleiðtogi sem þjóð vor hefur eignazt. Friðrik Friðriksson var fæddur að Hálsi í Svarfaðardal, sonur hjónanna Friðriks Friðrikssonar smiðs og Guð- rúnar Pálsdóttur. Faðirinn dó, þegar drengurinn var 11 ára og ólst hann síðan upp hjá móður sinni, sem var sannkristin kona, er mótaði allt líf drengsins, að sögn hans sjálfs. Frið- rik varð stúdent 1893, sigldi til Hafn- arháskóla sama ár, tók þar heim- spekipróf 1894, byrjaði að lesa lækn- isfræði og málfræði, en síðar guð- fræði. Fór heim til íslands 1897 og tók próf í guðfræði frá Prestaskóla íslands árið 1900 og var vígður til prests sama ár að Holdsveikraspít- alanum í Laugarnesi. Hann stundaði síðan prestsstörf í nokkur ár í Reykja- vík og grennd. En prestsstarfið varð ekki aðal- lífsstarf séra Friðriks. Guð leiddi hann að öðru starfi. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn kynntist hann kristilegu starfi meðal ung- menna og vann fyrir K.F.U.M. borg- arinnar 2 ár. Árið 1907 stofnaði hann svo K.F.U.M. hér í Reykjavík og varð síðan framkvæmdastjóri þess og aðal- leiðtogi til æviloka, áhrifamesti og ástsælasti ungmennaleiðtogi, sem Is- land hefur átt. Hann skildi drengina sína og þeir dáðu hann og elskuðu. Einn þeirra, Guðni Þórðarson, segir í minningargrein: „Ég þori að fullyrða, að þeir (drengir séra Friðriks) eru allir meiri og betri menn en þeir annars hefðu orðið“. Um starf séra Fr. Fr. segir sami höfundur: „Einn veigamesti þátturinn í ung- lingastarfi séra Friðriks var stofnun sumarbúðanna í Vatnaskógi og Kald- árseli. Þar dvaldi hann löngum á sumrin meðal glaðra hópa drengja og var hinn ljúfi leiðtogi, fylgdist með og var foringi í leikjum, starfi og söng. Og saman við leiki og söng fléttaðist alvara lífsins, ástin til guðs og ættjarðarinnar. Þannig tókst hon- um með persónulegum töfrum sínum að leiða unga menn til þeirrar lífs- hamingju, sem ein getur sanna gleði veitt“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.