Valsblaðið - 11.05.1972, Side 75

Valsblaðið - 11.05.1972, Side 75
VALSBLAÐIÐ 73 Ég skrifa oftast niður úrslit leikja, sem ég sé, til þess að geta fylgzt með gangi mótanna. Til að byrja með horfði ég aðeins á knattspyrnuleiki, en 1963 byrjaði ég að horfa á handknattleikinn í meistaraflokki, og minnist ég þaðan úr kvennaflokki þeirra Sigríðar Sig- urðardóttur og systranna Sigrúnar og Bjargar Guðmundsdætra, og ekki má gleyma henni Ragnheiði Lárus- dóttur. Ég horfi mikið á leik hjá yngri flokkunum og hef gaman af því. Hvaða félög eru þér hugstæðust? Ég er nú ekki skráður í neitt félag, en ég held mest með Val, af því að systir mín gerði það. Hinar systur mínar héldu alltaf með KR til þess að vera á móti okkur, en við létum það ekkert á okkur fá. Einhverntíma var Kjartan bróðir minn í KR, en það breytti engu. Faðir minn var aft- ur á móti í ÍR og Ármanni í fimleik- um og glímu. Um tíma hélt ég mikið með Fram, og svo Akranesi. Hvort finnst þér meira gaman að handknattleik eða knattspyrnu? Ég hef gaman af öllu sem við kemur íþróttum, horfði t. d. mikið á körfuknattleik, þar átti ég góðan kunningja, Þórir að nafni, og ekki má ég gleyma honum Sigurði M. Helgasyni, sem minnir mann á risa. Yfirleitt hef ég mest gaman af flokkaleikjum. Þó horfði ég mikið á frjálsar íþróttir þegar Finnbjörn Þor- valdsson, Clausen-bræður, Torfi Bryn- geirsson og Guðmundur Lárusson voru upp á sitt bezta, o. fl. o. fl. Það var fyrst nú í ár, sem ég byrjaði að horfa á badmintonmót og hef mjög gaman af því, og sérstaklega hef ég gaman af að fylgjast með Haraldi Kornelíussyni. Nei, ég spái aldrei um leiki eða úrslit móta, ég bíð bara rólegur, þetta kemur allt á sínum tíma. Ég geri nú ráð fyrir að ég haldi áfram að sækja þessa leiki, meðan það er mín aðal- skemmtun. Stundum fer ég þó í kvik- myndahús, þó því aðeins að enginn stórleikur sé það kvöldið. Ég hef einn- ig gaman af að horfa á sjónvarp. Hefur þú oft fengið boðskort á leiki eða mót? Það er lítið um það, þó man ég að Guðmundur Frímannsson bauð mér á leik og Þórarinn Eyþórsson í Höllina og voru það fyrstu mennirnir. Ég veit ekki af hverju þeir gerðu það. Þórarinn sagði við mig: „Þú ert mikill áhugamaður, Baldur“. Ef þú nú rennir huganum yfir þessa leiki, sem þú hefur séð í karla- og kvennaflokki í knattspyrnu og handknattleik, hverjir verða þá eftir- minnilegastir ? Síðari leikur Vals við Keflavík, þeg- ar þau börðust í úrslitum um bikar- inn. Leikurinn var allur tvísýnn, en þó sérstaklega í lokin, þegar dæmd var vítaspyrna í leikslok. Sigurður Albertsson tók spyrnuna, en nafni hans Dagsson var í marki Vals, og honum tókst að lyfta boltanum yfir slána og bjarga og réði það úrslit- um og urðu þá mikil fagnaðarlæti á vellinum og var ákaft kallað í mig eins og ég ætti einhvern þátt í þessu! í handknattleiknum er mér minnis- stæðast þegar Ólafur Jónsson skoraði úrslitamarkið á Reykjavíkurmótinu við Fram fyrir tveimur árum, að mig minnir. Þá var mikið fagnað og leik- menn veifuðu upp í stúkuna og þar I'VíiiKinn HvUjason: Sennilega munu fáir hinna yngri Valsmanna vita, að Haukar eru sprottnir upp úr sama farvegi og Val- ur, en það voru einmitt 13 drengir á fermingaraldri, sem þá voru inn- an KFUM í Hafnarfirði, sem stofn- uðu Hauka, og til að undirstrika skyldleikann má geta þess, að það var séra Friðrik Friðriksson sem gaf þessu unga íþróttafélagi nafn. Er ekki að efa, að séra Friðrik hefur haft nafn Vals í huga, þegar hann leitaði að nafni á hið nýja félag. Á fyrstu árunum eftir stofnunina, sem var 12. apríl 1931, var oft tal- að um Hauka sem ,,Litla-bróðir“, og þá Val sem „stóra bróðir“. Var á þeim árum mikil samvinna milli félaganna, t. d. í handknattleik, og eiga báðir, eða þeir menn sem þá störfuðu í félög- unum, margar góðar endurminningar frá þeim árum. Því miður hefur þetta gliðnað um of í sundur og sambandið ekki eins náið og ætti að vera á milli „bræðra“. í gömlu afmælisblaði, sem Haukar gáfu út, er minnzt á þetta samband Vals og Hauka á þessa leið: „Okkur, sem þá vorum í félaginu, er það vel minnisstætt frá þessu fyrsta ári þess, að á skemmtun, er það hélt, komu nokkrir félagar úr Val í Reykja- vík og færðu Haukum að gjöf 25 krón- ur. Þótti okkur þetta mikið fé, sem og var í þá daga“. Fyrstu íþróttaiðkanir hjá Haukum voru hlaup, en skammt var þess að bíða, að þeir færu að iðka knattspyrnu og halda uppi reglulegum æfingum í þeirri grein. Þetta voru djarfhuga ungir menn, sem þegar á öðrum fundi sínum ákváðu, að hafa sinn eigin völl. „þótt annar völlur væri suður á Hvaleyrarholti“. Skyldi hann vera við Hraunsholt, og þetta voru meira en orðin tóm, um haustið var hann formlega vígður og tekinn til notk- unar! Handknattleik, sem Haukar eru var ákaft veifað á móti, og þetta var ein allsherjargleði. Þá er mér eftirminnilegur úrslita- leikurinn í kvennaflokki, þegar Valur endurheimti Islandsbikarinn í fyrra. Þá veifuðu þær til okkar upp í stúk- una og við klöppuðum öll, sem svar til þeirra og þakkir fyrir frammi- stöðuna, þetta var mikið fjör, og skemmtilegt. Er eitthvað sem þú vildir segja svona að lokum? Aðeins það, að ég óska öllum Vals- mönnum gæfu og gengis í framtíð- inni. Garðar Halldórsson, form. Hauka. kunnastir fyrir núna, byrjuðu þeir að æfa 1932. Til að byrja með gat ekki hver sem var komizt í félagið, og munu sumir hafa álitið, að með þessu væri félag- inu heldur þröngur stakkur skorinn, og um vorið 1932 var samþykkt á fundi að bæta 11 mönnum við. Var þetta mikið lán fyrir Hauka, því að meðal þessara 11 manna var ungur áhugasamur piltur, sem átti eftir að verða mikill foringi og leiðtogi þeirra um langan tíma, en það var Hermann Guðmundsson, núverandi fram- kvæmdstjóri ÍSÍ. Ekki skorti þá verkefnin þessa ungu menn. Eitt fyrsta verk Hermanns, eftir að hann var kjörinn formaður 1933, var að efna til fjölmenns félags- fundar og reyna að vekja almennan áhuga bæjarbúa á íþróttum, og hvaða ráðum ætti að beita. Samþykkt var að gefa út prentað mánaðarblað, sem hlaut nafnið Haukar og var borið i hvert hús ókeypis! Verkefni blaðsins átti að vera, í fyrsta lagi: Að vekja almennan áhuga bæjarbúa fyrir íþróttum. í annan stað Haukar í Hafnarfiröi, fjörtíu ára

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.