Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Page 48
2 6
til hugar komiö. En er hann var nýkominn þangaö
varð hann veikur. Honum varð kalt viö kappróður,
er hann tók þátt i, og kuldinn hljóp fyrir brjóstið.
Læknirinn ráðlagði að senda hann tafarlaust til Suður-
Afríku ; það geugi að honum tæring og hann lifði lík-
lega ekki lengur en svo sem missiri.
Eldri bróðir hans var kominn þangað á undan
honum. Um þetta leyti (1870) fundust demantsnám-
urnar frægu; drógust þá allir ungir menn og fram-
gjarnir í Suður-Afríku þangað. Fór eldri bróðirinn
þangað fyrst, og Cecil skömmu seinna; þriðji bróð-
irinn bættist einnig í hópinn. Þeir voru sæmilega
hepnir, en ekki meir. Elzti bróðirinn varð fljótt
þreyttur ; hinn brann inni í innlendum kofa, þar sem
hann hafði byggistöð sína. Cecil var einn eftir. Tók
hann þá viö námalóðum bræðra sinna, keypti aðrar
og fór honum nú að ganga vel. Heilsan fór hatnandi;
það átti vel viö hann að vera sí og æ undir beru
Suður-Afríku lofti.
Eftir nokkurn tíma fór hann að hugsa um að
hverfa aftur til háskólans í Öxnafurðu, því nú voru
efnin og heilsufarið í betra lagi en áður. En það v ar
einungis um sumartímann, sem hann mátti vera þar;
á hverjum vetri varð hann að flýta sér til Suður-
Afríku til að flýja dauðann. Hann varð að verja níu
árum til að lúka námi sínu á þenna hátt (1872—
1881).
Hann elskaði háskólann og háskólalífið í Öxna-
furðu af öllu hjarta fram á dánardag. Því hann var
skáld í anda, þótt aldrei dansaði hann á bragarfótum.
Skáldskapur hans kom fram f göfugum afreksverkum.
Á námsárunum í Öxnafurðu fór hann þágar
að láta sig dreyma hinn stórfenglega lífsdraum sinn og
ásetja sér að verja öllu afli til að láta hann verða að
framkvæmd. Þessi draumur var að draga allau hinn
enska heim í sem allra nánast andlegt einingarsamband
og styðja að efling og útbreiðslu enskra hugmynda og
menningar um allan heim. Þegar árið 1877 er sagt,