Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Page 62
40
var um aö ræöa, var viö aö skipa upp úr bátununi,
sem gengu eftir Rauöá alla leið sunnan frá Fisher's
Landing, bæ einum litlum suður í Minnesota. Sú at-
vinna var fjarska ervið og þótti hin versta. En fyrir
hana var goldið 20 cent um klukkutímann og sátu
menn sig ekki úr færi, hvenær sem slíkt tækifæri gafst,
til að innvinna sér nokkura dali.
Stundum réðust menn á báta þessa, fóru suður
með þeim og komu með þeiin norður aftur, en fáir
munu hafa farið með þeim nema eina ferð. Því með-
ferðin á mönnunum .var hin argasta. Vanalega voru
skipstjórar og stýrimenn á bátum þessum sunnan úr
ríkjum. Höfðu þeir áður verið á bátum, sem gengu
eftir Mississippi-fljótinu. En á þeim bátum unnu
þrælar stöðugt, áður en þrælahald var af numið.
Þessir skipstjórar og stýrimenn höfðu því vanið sig á
að fara með menn sína eins og þegar mestri grimd er
beitt við skepnur'og orðiö sjálfir á þann hátt tilfinn-
ingarlausir og grimmir.
Sá, sem þetta ritar, ferðaðist með einum þessum
bát norður eftir Rauðá alla leið til Winnipeg, sumarið
1879. A leiðinni kom hellirigning. Jörðin varð á
skömmum tíma eins og rennvotur mýrarfláki á vor-
degi. Báturinn varð nú að nema staðar við eldiviðar-
hlaða nokkura, sem stóðu öðrum megin á árbakk-
anum, til þess að hafa nægan eldiviðarforða það, sem
eftir var leiðarinnar. Var nú bátsmönnum skipað að
fara upp á árbakkann og bera viðinn út á bátinn á
öxlum sér. En um leið og þeir stigu fæti á jörðina
sukku þeir ofan í leirinn upp að knjám. Ef þetta
hefði nú verið einhvers annars staðar á jarðar-
hnettinum, hefði nú ef til vill ekki verið svo mikið um
það að fást. En leirinn meðfram Rauðá er ólíkur
öllum öðrum leir. Að sökkva niður í hann er hið
sama og að verða blýfastur. Maður er límdur niður
á líkan hátt og maður hefði stigið niður í trjákvoðu.
Og meðan maður togar annan fótinn upp með harm-
kvælum, sekkur hinn enn dýpra niður í forina. Það