Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Qupperneq 65
43
freyja varð hér í Winnipeg, hafi verið Sigríður, systir
Jóns frá Litlu-Strönd við Mývatn, en síðar fyrri kona
Sigurðar Davíðssonar, sem enn á heima í Winnipeg.
Fyrri maður hennar hét Friðrik Sigurbjörnsson, frá
Sjávarlandi í Þistilfirði (ættaður af Melrakkasléttu).
Kemur ýmsum saman um, að þau munu hafa verið
tyrstu hjónin íslensku, sem giftust í Winnipeg. Þau
bjuggu í skála einum niður við Rauðá. Æði-margir
Islendingar settust þar að. Þeir, sem ofurlitla pen-
inga höfðu, keyptu sér við fyrir fáeina dali, og gerðu
sér þar skála (shanty). Voru það fyrstu íslensku hús-
in, sem hér voru reist, og má nærri geta að þau hafi
verið af æði-miklum vanefnum gjör. Hinir, sem alls-
lausir voru, urðu að gjöra sér að góðu að liggja úti
undir veggjunum. Flest vantaði fólk þetta þá hér um
bil allar lífsnauðsynjar eins og nærri má geta. Eldivið
hafði það til dæmis ekki annan en þann, sem það
veiddi upp úr ánni. Það var á svonefndum Hudson-
flóa flöturn niður með Rauðá að fyrstu íslensku fjöl-
skyldurnar settust að ; hafði Norður Kyrrahafsbrautin
þar síðar stöðvar sínar. Reyndar voru Islendingar
þar í algjörðu leyfisleysi, en þeir, sem hlut áttu að
máli hafa séð, hve illa þeir voru staddir, og fengu sig
ekki til að amast við þeirn að svo stöddu. En síðar
urðu þeir að hverfa þaðan.
7. BÓLUVÖRÐURINN HAFINN.
En tiltölulega fátt mun það hafa verið af íslensku
fólki, sem tók eiginlega bólfestu í \Vinnipeg, fyrr en
sumarið 1877. Þangað til var Nýja ísland aðal-heim-
kynni all-flestra. Um veturinn 1876—77 geysaði ból-
an þar, eins og kunnugt er. En um vorið, þegar
vörðurinn var hafinn, tóku margir sig upp úr nýlend-
unni, bæði karlar og konur, og fóru upp til Winnipeg
til að leita sér þar atvinnu. Var mönnnm þá nauð-
ugur einn kosturinn, enda voru þá margir búnir að fá
nóg af verunni þar. Við varðlínuna voru stjórnar-
tjöldin. I þeim bjó gæslulið stjórnarinnar, senr eftir-