Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Qupperneq 70
48
seinni árum, mundi mönnum hafa fundist þaö ljótar
öfgar. Um sumariö átti félagið um 30 dali í sjóði og
fanst mörgum þaö vera stór-fé.
IO. FRÁ STARFSEMI FÉLAGSINS.
Eitt af því, sem Islendingafélag þetta áleit vera
ætlunarverk sitt, var það aö komast eftir, hvaö yrði
uin Islendinga þá, er hingað kæmu til lands, grenslast
eftir, hvar þeir væru niður komnir, vita smárn saman
hvernig högum þeirra væri háttað og sjá um, að þeir
týndust ekki úr sögunni. Ófullkomnar hafa nú líklega
þessar tilrannir verið. Samt vissu Islendingar furðu
vel hver til annars á þessum fyrstu árum, því löng-
unin var svo sterk til að haldast í hendur, þótt menn
væru í mikilli fjarlægð hver frá öðrum. En eftir því
sem frarn liðu stundir varð þetta miklu torveldara og
eiginlega alveg ókleyft, þó nú hjálpi dagblöðin til þess
betur en nokkuð annað.
Félagið tók einnig að sér að halda uppi guðsþjón-
ustusamkomum. Það var þörf hjá mönnum uin þess-
ar mundir til að sýna einhvern lit á að rækja trú sína
og þó margir væru hugsunarlitlir í þeim efnum, var
þó sú tilhugsun, að kristindómurinn glataðist úr eigu
þeirra Islendinga, sem fluttir voru hingað vestur, öll-
um þorranum af fólki sérlega ógeðfeld. En menn
vildu, að félagið hugsaði meira fyrir andlegum hag
fölksins, en að sjá um, að lestrarsamkomur v'æru
haldnar. Þær voru góðar og ómissandi fyrir hina
eldri. En um börnin og unglingana }'rði líka að hugsa.
Þess vegna réðst félagið í að stofna til sunnudagsskóla.
Sú sunnudagsskóla kensla fór fram í húsi Jóns Þórðar-
sonar og voru það þrjár konur, sem tóku hann að sér:
Andrea Fischer frá Reykjavík, sem síðar gekk að eiga
Gunnar Einarsson, Helga Þorsteinsdóttir, sem áður
hefir nefnd verið, og Jóhanna Skaftadóttir frá Reykja-
vík. Munu allflestir hafa sent börn sín til þeirra og
þóttu þær allar leysa kenslu þessa prýðilega vel af
hendi.