Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Page 77
Rauöá nálægt i Winnipeg. Hann reri ásamt hálfbróS-
sínum, Jónasi Jónssyni, sveini á 8. ári, út á ána.
Bátnum hvolfdi á ferjustreng, en sveininum varö
bjargað. Var Einar þessi eina stoð móður sinnar, er
komið hafði að heiman sumrinu áður og mist mann
sinn um haustið frá fjórum eða fimm börnum í ómegð.
Að sönnu dóu tiltölulega mjög fáir fyrstu árin, en samt
hafa þeir verið nokkurir. Að líkindum hafa þá enskir
prestar verið við jarðarfarirnar.
13. UM SIÐFERÐI OG ANDLEGT LÍF.
Mörgum mun hafa fundist, að þeir vera eins og
komnir út á hálan ís, þegar hingað var komið vestur
í flestu tilliti. Þeim mun hafa fundist hættan æði-
mikil, að verða nú fyrst algjörlega undir í baráttunni,
verða fótum troðnir sem ormar í moldu, — feykjast
eins og strá fyrir vindi, þangað sem maðurinn glatar
sjálfum sér, og enginn framar veit, að hann hafi nokk-
urn tíma verið til.
Hjá alvörumönnunum hefir þessi ótti orðið til að
róta upp andlegu lífi þeirra. Þeir tóku því af öllu afli
í sterkustu taugarnar, sem binda manninn við lífið og
héldu sér þar dauðahaldi.
Hvílíkt óumræðilegt átak það var fyrir margan
manninn að rífa sig upp, — slíta sig með rótum upp
úr andlegum jarðvegi fósturjarðarinnar. Menn fundu
það best eftir á, þegar vestur var komið, og þeir í ein-
veru og tómi fengu gjört sér það ljóst, hvað það nú
eiginlega var, sem þeir hefðu gjört. Þá var hugurinn
sár, eins og opin kvika, er ekki mátti snerta.
En ekkert er það efunarmál, að margur hefir
fyrir það átak orðið að meira manni. Við það vökn-
uðu menn upp af löngum dvala og aðgjörðalausum
svefni. Þeir fundu nú sjálfa sig,— urðu varir við and-
legan auð, er þeir geymdu í innra manni sínum, og þá
aldrei áður hafði dreymt um.
Þeir fundu nú til þess, að þeir voru komnir inn á
rpilli skerja með líf sitt, gæfu og velferð. Það mátti