Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Page 82
6ö
Friöjón Friöriksson hélt alla leiö til Milwaukee,
en Árni staðnœmdist í Toronto. Þegar þar var komiö,
var hann í 16 dala skuld fyrir fargjald sitt vestur. I
Toronto var Árni rétt tvö ár og vann þar stööugt við
skósmíöi; var það á verksmiöju einni, þar sem 450
manns unnu stööugt. Baldvin Baldvinsson, ritstjóri
Heimskringlu, var þá á unglingsaldri og vann þar með
honum. Höfðu þeir orðiö samferða frá Akureyri og
gengið í eins konar fóstbræðralag, af því báðir stund-
uðu sömu iðn. Þeir settust að í Toronto fyrstir allra
íslendinga og voru þar ekki aðrir um það leyti. Kaup-
gjaldið á verksnriðju þessari var 4 dalir um vikuna,
en á gestaskálum borgarinnar kostaði fæði jafn-mikið,
eða 4 dali um vikuna fyrir fæði og húsnæði. En með
því Árni kom sér vel við fólkið, sem hann bjó hjá, lét
það sér nægja, að hann borgaði 3 dali um vikuna. Þá
hafði hann einn dal afgangs og þóttist góður. Þegar
hann hafði unnið árlangt á verksmiðju þessari, var
kaupið fært upp í 6 dali. Síðar réðist hann á aðra
verksmiðju þar í borginni og fekk þá 8 dali um vikuna;
þar var hann þrjá mánuði, en þá fór sú verksmiðja á
höfuðið. Fór þá Árni Friðriksson til Kinmount, bæj-
ar þess, sem áður hefir nefndur verið. Þá voru Is-
lendingar þar í þann veginn að taka sig upp og fiytja
vestur. Slógst þá Árni í förina með þeim. Það var
árið 1875.
Hann settist að í Winnipeg og var þar vetur-
inn 1875—-76. Vann hann þar hjá skósmið einum að
eins fyrir fæði sínu, þangað til 1. maí um vorið. Fekk
hann þá sex dali um vikuna og síðar átta. I október-
mánuði haustið 1876 fiutti hann ofan til Nýja Islands
um það leyti, sem stóri hópurinn kom frá Islandi, var
þar um veturinn og sumarið og næsta vetur á eftir.
Vorið 1879 flutti hann til Winnipeg.
Seint á vetrinum (22. feb.) auglýsir hann, að
hann ætli sér að hætta við skósölu þá, sem h m 1 hafði
byrjað á að Gimli, og flytja burt úr nýlendunni. Þenna
tíma, sem hann dvaldi í Nýja Islandi, hafði hann kom-