Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 87
65
ur á mál ritstjórans aö nokkuru leyti, og er þar staö-
hæft, aö talsverð óregla eigi sér staö, einkum á húsi
einu, er Islendingahús sé nefnt. Þar séu dansar og
slarksamkomur oft á hverju kveldi og séu lögregluþjón-
ar farnir aö hafa auga á því. Þeir meöal íslendinga
sjálfra í bænum, sem vandir voru aö viröingu sinni og
þjóðilokks síns, fóru líka fijótt aö amast viö þessu og
liótuöu aö kæra fyrir yfirvöldum, ef ekki væri ráöin
bót á.
Um þetta leyti var fjöldi af Islendingum til bæj-
arins kominn og mjög hart um atvinnu fyrir karlmenn.
Hélst þetta viö alt sumariö (1S79J og kom mjög hart
niöur á Islendinguin, einkum skálabúum. Bættist
þaö svo ofan á vandræöi þeirra, aö nú var þeim skipað
aö flytja burt af bökkunum við Rauðá, þar sem margir
voru lengi búnir að hafast viö. Þetta vinnuleysi hélst
énn um langan tíma og varö mjög tilfinnanlegt. Vet-
urinn 1879—80 var frostavetur mikill, svo meiri eldi-
viö var eytt en vanalega. Var þaö vatn á mylnu sög-
unarkarlanna, sein þá höföu dálítiö meira aö gjöra.
Nokkur umbrot eru um þessar mundir meö Is-
lendingum í Winnipeg meö aö flytja burt úr bænum
og gjörast bændur úti á landi. Brottfararhugur var
mikill meö mönnum um þetta leyti í Nýja Islandi eins
og kunnugt er. l'jöldi þeirra, er þar höföu numiö
land, fluttu suöur til Norður-Dakota. I'óru þeir ávalt
um í Winnipeg á leiö sinni suður og má nærri geta, aö
þaö hafi sett hugi manna í hreyfing. Enda misti
Winnipeg nokkura af bestu mönnum sínum suður fyrir
landamærin um þessar mundir. Þess er getiö, aö
Arni Sigvaldason hafi flutt suður til Minnesota og num-
iö land þar. Jón Þóröarson fór suöur til Pembina og
nam þar land. Jafnvel Árni Friðrikssön finnur sig
til þess knúöan aö leita burt úr bænum og fara suöur.
Veturinn 1880 fóru tveir Islendingar frá Winni-
peg alla leiö vestur fyrir bæinn Portage la Prairie í
Man.,til aö skoða land,og létu þeir mikiö af landkost-
um þar vestur frá. Þar kváðu þeir mega fá bæði skóg