Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 93
7 f
leikendahíefileika. Sá, seijv þetta ritar, hcfir oít heyrt
fólk, er naut þessarar fyrstu skemtunar á almennri
samkomii íslendinga í Winniþeg, taka til þess, hvaö
vel þeir hafi skeint sér.
i En um eina skemtun veröum vér aö geta, er Is-
lendingar í A\'innipeg höföu allmikið um hönd fyrstu
árin. Það var býsna títt meö þeim aö koma saman
og æfa sig í söng. Fyrir því gekst ungur maður frá
Akureyri, Jón Júlíus Jónsson, er áður hefirgetið verið.
Þegar hann var að vaxa upp á Akureyri, var þar mikil
rækt lögö viö söng. Gekst fyrir því danskur kaup-
mvður, Stcinckí' að nafni. Þá hafði Jón Júlíus lært
að syngja, enda hafði hann laglég hljóð og lipur. Nú
kom þetta sér í góðar þarfir. Hann safnaöi þeirn
saman, er eittlivað gátu sungið, og kendi þeim fiest
algeng íslensk sönglög og sálmalög líka. Mun Þor-
steinn heitinn organisti Einarsson, bróðir Sigíúsar
málara Einarssonar, sem nú er í Winnipeg, hafa stntt
liann, og þeir hjálpast að. Var að þessu besta skemt-
un og ekki unt aö verja tómstundum til annars betra.
20. yfiki.it.
Hér að frainan hefir nú verið bent á helstu atriö-
in í sambandi við fvrstu fimrn frumbýlingsár ísjend-
inga í bænum Winnipeg (1875-—1880). Lengra erum
vér enn ekki komnir. Þessi fyrstu ár voru eðlilega
erviðustu árin, ekki síst vegna þess, að þá var atvinna
lítil og deyfð og drungi yfir viðskiftalífi landsins. Og
frá þeiin árum er í rauninni lang-minst sögulegt að
segja.
En aö þessum fyrstu fimm árum liðnum hefst nýtt
tímabil í sögu Winnibeg-bæjar og fylkisins Manitoba.
Og um leið hefst líka nýtt tímabil í sögu íslensku inn-
flytjendanna, sem tekið höföu sér bólfestu þar. Alt í
, einu rís viðskiftalífið úr dvala og þeir, sem enga trú
voru farnir að hafa á landinu, rakna úr rotinu og verða
varir við einlægar auðsuppsprettur alt í kring um sig.
Um leið fer hagur Islendinga aö rísa viö. Þeir eru