Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Page 101
júní síðastl., og audaðist þrem dögunt síðar, aðíarauótt ib. júní 1902.
Ekkja hans og þrjú börn eru í Argyle, einn sonur er í N. Dakota og
annar í Minnesota.
Birni Jónssyni heftr séra Jón Bjarnason lýst á þennan hátt: —
..ETann var tígulegur maður, hár vexti, svipmikill, góðmannlegur,
með örunt tilfinningum og frábærlega hvössum skilningi og dónt-
greind, og með brennandi áhuga fyrir velferðarntálum almennings,
alira manna skemtilegastur í viðræðu. Allir þessir eiginleikar gerðu
hann að sjálfsögðunt ,bygðarstjóra‘, leiðtoga, höfðingja, livar sem
hann átti heima. Sterkur tlokksmaður var hann ávalt, en jafnan
skipaði hann sér þar í flokk, er best gengdi, og sökum vitsmuna sinna
og sanugirni gætti hann æfinlega hófs í flokksbaráttunni. Kirkju
vora studdi hann af öllum mætti, og eins og skynsemi hans fór sívax-
andi alt til dauðadags, svo varð hann og með ári hverju æ betur og
betur kristinn maður."......,,Eg hefi lengi urn hann hugsað með
lotning og ást eins og sanukallaðan ,patríarka‘ í leikmannahópi
Véstur-íslendinga. “—,,Sam.“ 17,. 5-
Tvent er það, er mér einkum fanst auðkenna sálarlíf föður míns
sál. Það var hugmynda-auðlegð og karlmenska. Vegna þess, hve rík
af hugmyndum sálin var, var hann sérlega skáldlega hugsandi,
hafði líka frábæra skáldskapar smekkvísi og orkti sjálfur ekki all-lítið,
þó sjaldan birti hann skáldskap sinn. Og vegna þess, hvílíkt andlegt
karlmenni hann var, leituðu rnenn til hans þráfaldlega í neyð og
vanda ; hann var svo sterkur og stiltur. En þó held eg að eitt enn
hafi einkent hann mest. og það var hans djúpa, heilaga lotning fyrir
guði. Hana hefi eg hjá engum rnanni þekt á hærra stigi.
Minneota, Minn., 17. október 1902.
It. It. J.
Arni Sigvaldason.
Árni Sigvaldasou var fæddur á Búastöðum í Voi>nafirði 12. maí
1847. Faðir hans var Sigvaldi Jónsson, er enn lifir og er til heimilis
hjá tengdadóttur sinni í Minnesota. Móðir Arna var Arnfríður Jóns-
dóttir. Hún dó árið 1860. Árni ólst upp í föðurgarði og á Hofi í
Vopnafirði hjá Halldóri prófasti Jónssyni. Þegar á unga aldri þótti
hann bera af jafnöldrum sínum að vitsmunum og framtakssemi.
Ungur og einn síns liðs lagði hann af stað til Ameríku árið 1S73 og
var einn með allra fyrstú vesturförum. Fyrst eftir að hann kom til