Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Side 112
aöi fyrir munni sér, A miSju gólfi nam hann staöar
og tautaöi f ákafa, en það eina sem áheyrendurnir
heyröu var þetta : ,,Tuttugu og fimm þúsund ; já,
og þrettán þúsund ; -— gerir þrjátíu og átta þúsund!“
Prinsessan haföi ávarpað hann undir eins þegar
hann kom inn, en hann heyrði hana hvorki né sá.
Nú gekk hún til hans og kastaði sér á kné fvrir fótum
hans% Hún ávarpaði hann aftur : ,,Herra !“
I þetta skifti sá hann hana, en ekki rétti hann
frain hönd til að reisa hana á fætur og ekki heldur tók
hann ofan hattinn. Hann sneri sér að Talleyrand og
spurði fljótfærnislega : ,,Hver er þessi kona?“
,,Herra ! Það er prinsessan af Hatzfeld“, svar-
aði Talleyrand.
Napoleon sneri sér þá til hennar og spurði :—
,,Hvers æskið þér af mér, frú ?“
,, Herra ! ‘‘ svaraði hún. ,, Líf mannsins míns! ‘ ‘
,,Líf mannsins yðar? Þér vitið þó að hann hefir
fyrirgert því með drottinsvikum !“
,,Herra!“ svaraði hún. ,,Hann liefir aldrei
brugðið heit sín við yður, — eg sver það. En, herra,
hann'er í varðhaldi og getur ekki flutt sitt mál sjálfur.
Yður hefir ekki verið sagt rétt frá, um hann. Heyrið
mig þess vegna, herra, —konu hans og yðar svika-
lausa fylgismann. Heyrið orð mín!“ Hún rið-
aði til af nístandi angist og andlitið hennar fallega
flaut alt í silfurbjörtum tárum. En Napoleon brá
ekki. Hann hrærði hvorki legg né lið og svaraði
henni ekki einu orði, en augun sín blágráu, svo ægi-
lega hvöss og nfstandi, tók hann aldrei af henni.
,,Æ, herra!“ hélt hún svo áfram, ,,ef eg\issi,
eða ef eg hugsaði að þér hefðuð nokkra sönnun gegn
prinsinum, manninum mínum, þyrífi eg ekki aö biðja
honum- líknar. En eg veit að hann er saklaus. f
allan dag, síðan klukkan fimm í morgun, hefi eg beð-
ið, og beðið, klukkustund eftir klukkustund, til að ná
fundi yðar, herra ! Lítið á mig, herra! Og sjáið
hve þreytt, hve máttvana eg er. Takið til greina