Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Side 30

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Side 30
30 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: lætur kylfu ráða kasti með það hvert hann fær lof eða last. Hann er þrekmaður mikill, enda hefir hann þurft á því að halda, því hann hefir oft mætt erfiðleikum og stundum mátt berjast allhart móti straumnum. Hann á yfir að ráða miklum gáfnasjóð og er þaullesinn og hefir nautn af því að ræða um torskildar ráðgátur lífsins þegar hann hefir næði. Sem læknir þykir hann sérstaklega snjall að útsjá sjúkdóma og ekki allsjaldan að hann virðist sjá hvað gengur að sjúklingnum án þess beint að horfa á hann, eða rennir bara hornauga, og þó hann virðist í fyrstu vera fráhrindandi og stundum hafi einkenni- leg tilsvör, nær hann miklum vinsældum þeirra sem leita til hans, og sérstaklega hefir gamla fólkið tröllatrú á honum, hann er líka í insta eðli sínu val- menni og trúmaður mikill þó hann sé ekki mikill kirkjumaður, umfram alt hefir hann mestu óbeit á því að sýnast. Hann hefir verið maður praktiskur og hagsýnn í fjármálum, hefir jafnan verið fremur bjargálna. Kona hans er Þórunn Jónsdóttir Þorkelssonar frá Lundar, prúð og hógvær kona, trygglynd og fá- skiftin um annara hagi. Börn þeirra eru 5 og eru hér talin eftir aldurs- röð: 1. Margrét; 2. Björg; 3. Hjalti; 4. Grace; 5. Pearl. Öll eru þau á æskuskeiði og í foreldra hús- um, og öll eru þau mannvænleg. — í Glenboro stundaði Dr. Hjaltason lækningar í mörg ár. Jón Jónsson. Fæddur á Dvergasteini á Seyðis- firði 25. desember 1878. Faðir hans, Jón Jónsson, var fæddur í Hlíð í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu 28. ágúst 1848. Foreldrar hans Jón Eiríksson og Sig- ríður Bergsdóttir. Móðir Jóns sem hér um ræðir var Kristín María Björnsdóttir, fædd á Nesi í Loð- mundarfirði 3. maí 1851. Móðir hennar var Guðrún Magnúsdóttir fóstur dóttir séra Engilberts í Þing-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.