Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 43

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 43
ALMANAK 1939 43 1900) og kona hans Halldóra Pálsdóttir. Ragn- heiður er alsystir Jóns Friðfinnssonar tónskálds, hún er gift hérlendum manni, John McLean, og hafa þau búið í Glenboro nálægt 40 ár og farnast vel. Ragnheiður er væn kona og vel viti borin eins og hún á kyn til. Sönghneigð og hefir frá fyrstu tíð sungið i söngflokk Sameinuðu kirkjunnar og tekið góðann þátt í félagslífi hérlendra. í íslenzkum fé- lagsskap hefir hún lítinn þátt tekið, er þó íslenzk í anda og metur íslenzka menningu. Börn þeirra eru: 1. Ethel Francis Halldóra, gift hérlendum; 2. Agnes, ógift heima; 3. Rebecca, gift hérlendum; 4. Harold Edward, heima, verzlunarþjónn. Jóhannes Baldvinsson er fæddur í Köldukinn á Ásum í Húnavatnssýslu 1866. Faðir hans var Bald- vin Sveinsson, móðir hans hét Helga, um föðurnafn hennar er mér ekki kunnugt. Faðir hans bjó á Björgum á Skagaströnd um skeið. Jóhannes ólst ekki upp með föður sínum í æsku en var eitthvað á vegum hans síðar. Jóhannes var vinnumaður á ýmsum stöðum, meðal annara staða í Höfnum og Víkum. Á íslandi bjó hann aðeins 3 ár á Kaldrana og 3 ár í Kelduvík á Skagatá í Skagafjarðarsýslu. Hann var tvígiftur, fyrri kona hans Sesselja Helga- dóttir, ættuð af Skagatá. Er einn sonur þeirra á lífi á íslandi, Baldvin Magnús að nafni á Skagaströnd. — Seinni kona Jóhannesar var Sigurður Erlends- dóttir, fædd í Skálholti í Biskupstungum, var hún áður gift Ágúst Jónssyni frá Lásakoti í Álftanesi. Dáinn 1919, (sjá æfisöguþátt hans í Alm. 1922, bls. 76—78, eftir séra Adam Þorgrímsson). Á hún 7 börn af fyrra hjónabandi, öll myndarleg og vel gefin. Sigríður er ágætis kona og vel metin. Jóhannes flutti vestur um haf 1900, þá efna- laus. Bjó fyrstu fimm árin að Big Point við Mani-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.