Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 43
ALMANAK 1939
43
1900) og kona hans Halldóra Pálsdóttir. Ragn-
heiður er alsystir Jóns Friðfinnssonar tónskálds,
hún er gift hérlendum manni, John McLean, og hafa
þau búið í Glenboro nálægt 40 ár og farnast vel.
Ragnheiður er væn kona og vel viti borin eins og
hún á kyn til. Sönghneigð og hefir frá fyrstu tíð
sungið i söngflokk Sameinuðu kirkjunnar og tekið
góðann þátt í félagslífi hérlendra. í íslenzkum fé-
lagsskap hefir hún lítinn þátt tekið, er þó íslenzk í
anda og metur íslenzka menningu. Börn þeirra eru:
1. Ethel Francis Halldóra, gift hérlendum; 2.
Agnes, ógift heima; 3. Rebecca, gift hérlendum; 4.
Harold Edward, heima, verzlunarþjónn.
Jóhannes Baldvinsson er fæddur í Köldukinn á
Ásum í Húnavatnssýslu 1866. Faðir hans var Bald-
vin Sveinsson, móðir hans hét Helga, um föðurnafn
hennar er mér ekki kunnugt. Faðir hans bjó á
Björgum á Skagaströnd um skeið. Jóhannes ólst
ekki upp með föður sínum í æsku en var eitthvað á
vegum hans síðar. Jóhannes var vinnumaður á
ýmsum stöðum, meðal annara staða í Höfnum og
Víkum. Á íslandi bjó hann aðeins 3 ár á Kaldrana
og 3 ár í Kelduvík á Skagatá í Skagafjarðarsýslu.
Hann var tvígiftur, fyrri kona hans Sesselja Helga-
dóttir, ættuð af Skagatá. Er einn sonur þeirra á lífi
á íslandi, Baldvin Magnús að nafni á Skagaströnd.
— Seinni kona Jóhannesar var Sigurður Erlends-
dóttir, fædd í Skálholti í Biskupstungum, var hún
áður gift Ágúst Jónssyni frá Lásakoti í Álftanesi.
Dáinn 1919, (sjá æfisöguþátt hans í Alm. 1922, bls.
76—78, eftir séra Adam Þorgrímsson). Á hún 7
börn af fyrra hjónabandi, öll myndarleg og vel gefin.
Sigríður er ágætis kona og vel metin.
Jóhannes flutti vestur um haf 1900, þá efna-
laus. Bjó fyrstu fimm árin að Big Point við Mani-