Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Side 52
52 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Björn Finnsson. Hann mun hafa komið um
1888 vestur um haf, og þá nærri strax til Glenboro.
Hann var ættaður úr Húnavatnssýslu, var umkomu-
laus og á sveit heima í æsku, en hann var í góðum
stöðum. Hann fluttist vestur frá séra Jakob á
Sauðafelli í Dalasýslu. Systir hans var komin hér
vestur áður, hét hún Guðbjörg; bjuggu þau saman í
Glenboro í mörg ár. Dóttir hennar, er Þóra hét,
giftist Vigfúsi Melsted sem var alþektur bæði hér
og heima og dó í Þingvallanýlendunni 1914. Guð-
björg dó 19. ágúst 1905. Björn giftist á gamals
aldri, hét kona hans Þóra Halldórsdóttir ættuð úr
Snæfellsnessýslu. Björn dó 7. júlí 1907. Eftir lát
B.jörns giftist Þóra Þórarni Stefánssyni er hér bjó
í Glenboro og síðar í Winnipeg. Hann var bróðir
Sigurjóns Stefánssonar sem getið er um í sögu
Hólabygðarinnar, ættaður úr Þingeyjarsýslu.
Björn stundaði sögun og fjósamaður var hann
hjá Friðjóni Friðrikssyni í mörg ár. Hann var
einn af þessum einkennilegu mönnum, sem nú eru að
mestu horfnir úr íslenzku þjóðlífi.
Jón S. Johnson (Jónsson). Fæddur á Skipalóni
í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 1864, hann kom
vestur um haf 1887 og þá strax til Argyle-bygðar.
Kona hans var Guðný Friðfinnsdóttir Jónssonar
frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal, systir Jóns Frið-
finnssonar tónskálds og þeirra systkina. Hún var
fædd á Þorvaldsstöðum 1862, kom vestur 1879, og
til Argyle 1890. Hún var væn kona eins og öll þau
systkini. Þau hjón áttu heima í Glenboro um tíma
fyrir rúmum 30 árum síðan.
Börn þeirra eru: 1. Lára, 2. Pálína Guðný; 3.
Friðdór Bernhard; 4. Clara Björg; 5. Ludvig; 6.
Mabel Gunnlaug Ragnheiður.