Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Qupperneq 54
54 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
árinu 1920, að fráteknum 2 árum sem hann var
vestur á Kyrrahafsströnd. Albert kom til Manitoba
1920, keypti land í Cypress sveitinni, 9 mílur fyrir
austan Glenboro. Varð hann að gefa það upp síðar
er tímar versnuðu, því landið var keypt afar háu
verði. Enginn gat reist rönd við geysiverði er var á
löndum hér um 1920. Leigir hann land þar skamt
frá og býr góðu búi, hann er góður bóndi, ábyggi
legur í orði og verki, drengur góður, fjörmaður og
frjálslyndur og er vel sjálfstæður. Kona hans er
kvennkostur góður og fær bezta orð.
Börn þeirri eru: 1. Elin Behring í Minneapolis;
2. ólafur; 3. Kristján; 4. Páll og 5. Winnie, heima;
6. Caroline í Winnipeg; 7. Björgvin í Minneapolis.
Jón Magnússon. Fæddur að Heiðarseli í Göngu-
skörðum 1895. Um fjölda mörg ár vann hann bænda-
vinnu í Argyle-bygð, hann er góður vinnumaður.
Hann setist að í Glenboro 1929, vann algenga vinnu.
Á síðast liðnu ári flutti hann til Cypress River og
bjrr þar nú. Hann er giftur hérlendri konu. Þau
eru barnlaus.
Eyjólfur ísfeld Einarsson Thorsteinsson, bróðir
Th. E. Thorsteinssonar fyrrum bankastjóra í Winni-
peg, ættaður úr S.-Múlasýslu. Var hér í Glenboro
ein 2 ár fyrir um 20 árum síðan og stundaði algenga
vinnu. Hann kom frá íslandi 1910. Kona hans var
Ivristjana Gísladóttir, ættuð úr Eyjafirði, hún er
dáin, en Eyjólfur er til heimilis í Winnipeg.
Kristján S. Magnússon ísfeld, fæddur á Víði-
keri í Barðárdal 1854. Kona hans var Helga Tómas-
dóttir Friðfinnssonar Ulugasonar Einarssonar Jóns-
sonar, móðir hennar hét Margrét Sigurðardóttir,
ættuð úr Fnjóskadalnum. Helga var fædd á Litlu
Völlum í Bárðardal 1859. Þau komu til V.heims