Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Qupperneq 55
ALMANAK 1939
55
1888. B.juggu í Argyle til gamals aldurs, futtu þá
til Glenboro og voru hér til dauðadags. Hann dó
31. júlí 1926, en hún 6. júlí 1936.
Börn þeirra eru: 1. Hólmgeir; 2. Herman; 3.
Kjartan; 4. Georg; 5. Margrét; 6. Hringur; 7. Frið-
rik; 8. Haraldur.
Pétur Gísli Magnús, var fæddur í Reykjavík
20. sept. 1877. Foreldrar hans voru Torfi Magnús-
son og Jóhanna Björnsdóttir. Hann kom vestur um
haf 1877 með foreldrum sínum og þremur systkin-
um og settist fjölskyldan að í Chicago, 111., og þar
var Pétur í 25 ár. Foreldrar hans fóru til íslands
aftur 1897 og stundaði faðir hans skriftir hjá syni
sínum en bróðir Péturs, Magnúsi sýslumanni (sem
nú að undanförnu hefir verið sýslumaður.í Árnes-
sýslu) nær því til dauðadags. Annar bróðir Péturs
var séra Ríkarður Torfason, er seinna fékst við
bankastörf. Pétur Gísli Magnús var að náttúru-
fari mikið hneigður til söngs, var og er söngmaður
góður og ágætur söngstjóri. Lærði hann all-nokkuð
til söngs í Chicago og alstaðar þar sem hann hefir
verið, skemt með söng og stjórnað söngflokkum.
Meðan hann var í Glenboro var hann um skeið söng-
stjóri bæði hjá íslendingum og hérlendum. f Ghi-
cago lærði hann einnig málara-iðn og hefir hann
all-nokkuð stundað það, er hann talinn ágætur mál-
ari. Frá Chicago fór Pétur til Edmonton, Alta.,
og var þar í nokkur ár, síðan flutti hann til Glen-
boro, en nokkru síðar til Manitou hér í fylkinu,
þar sem hann hafði um nokkur ár gosdrykkja og
sætinda verzlun, en flutti síðan til Glenboro, og hafði
hann stóra verzlun hér af sama tagi um margra ára
bil, en varð að hætta verzlun sökum fjárhagserfið-
leika, er kreppan fór að sverfa að. Hefir hann nú
um nokkur undanfarin ár búið í Winnipeg og stund-
að iðn sína og haft ærið nóg að starfa. Söngstjóri í