Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Síða 64
64 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Landnemi S.A. % S. 32, 1-6
Sigfús S. Bergman
(albróðir Jónasar Bergman, sjá þátt hans)
Sigfús kom hingað í bygð um aldamótin og tók
ofangreint land og bjó hér fá ár. Kona hans er
Anna Bjarnad. Olgeirssonar Árnasonar frá Garði í
Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu og Guðrúnar Ásmunds-
dóttur systur Einars í Nesi.
Héðan munu þau Sigfús og Anna hafa flutt til
Oregon og síðar til Wynyard, Sask., og þar er Sig-
fús búsettur nú og fæst við nuddlækningar. Fór
hann til Egyptalands fyrir nokkrum árum og skrif-
aði allmerka ferðasögu af því ferðalagi. Er Sigfús
skýr maður og vel gefinn.
Landnemi S.A. (4 27, 1-6
ólafur Kristjánsson
Ólafur var fæddur árið 1852 að Hóli í Keldu-
hverfi í Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru þau
hjónin er þar bjuggu þá, Kristján Guðmundsson og
Elísabet Guðmundsdóttir. Með foreldrum sínum
dvaldi Ólafur til fullorðinsára.
Árið 1882 gekk hann að eiga Júlíönu Jónsdóttir
Dagssonar bónda í Hrútahúsum í Fljótum í Skaga-
fjarðarsýslu, Jónssonar bónda. í Dæli, Jóhannessonar
bónda í Mið-Samtúni, Hálfdánarsonar b. á. Ytru
Samtúni. Móðir Jóns Dagssonar var Arnbjörg
Jónsdóttir frá Hólakoti á Höfðaströnd. En móðir
Dags var Guðrún Daníelsdóttir bónda á Skipalóni,
alsystir Þorsteins á Skipalóni. Móðir Jóns Jóhannes-
sonar var Herdís Oddsdóttir b. á Borgarhóli í
Munkaþverársókn í Eyjafirði. Móðir Júlíönu var
Sigríður Gísladóttir b. í Káragerði, Ásmundssonar.
Móðir Sigríðar var Guðrún Brandsdóttir frá Yzta-
bæ í Hrísey, Þorkelssonar frá Baldursheimi. Móðir
Guðrúnar var Ingibjörg Gísladóttir Brandssonar.
Árið 1883 fluttu þau hjón Ól. og Júlíana til
Vesturheims og settust að í grend við Garðar, N. D.,