Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 70
70 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
þau hjón þar til árið 1900 að þau fluttu hingað og
keypti Helgi land af Menoníta (S.A. þj, af 20) og
bygði þar allgóðar byggingar. Eftir 21/2 ár seldi
hann það land en keypti heimilisrétt af frönskum
kynblendingi á öðrum stað í bygðinni (N.V. (4 af
12). Þar ihúsaði Helgi bæ sinn að nýju og bjó þar
allgóðu búi nær 10 ára bil.
Tvö síðustu árin hafði H. það land á leigu þareð
hann hafði selt það. Að þeim tíma liðnum keypti
hann annað land og flutti á það árið 1912, hvar hann
bygði allvandað hús en naut þess skamt þar eð hann
dó árið eftir (12. okt. 1913).
Þrjár dætur eignuðust þau hjón, eru þær: Anna
Sigurbjörg, gift 15. apr. 1919 Sigurði Ragnari Ólafs-
syni Árnasonar (getið síðar) ; Albertína Guðrún,
gift 22. marz 1922 Karli Halldórssyni, búanda í grend
við Elfros, Sask, og Helena Margrét, gift 11. jan.
1915 Davíð Björnssyni Jóhannssonar, búanda á
grend við Elfros, Sask.
Eftir lát Helga bjó Guðr. með dætrum sínum á
landinu þar til árið 1918 að hún seldi það og flutt-
ist næsta vor ásamt Albertínu dóttur sinni til Elfros,
Sask. Helena dóttir hennar ásamt manni sínum
hafði flutt þangað árið áður. Settust þær mæðg-
urnar G. og Albertína að í Elfros bænum. Skömmu
eftir að Albertína giftist, flutti G. á heimili þeirra
hjóna og andaðist þar 17. febrúar 1934.
Helgi sál. var dugnaðarmaður og bjó hér all-
góðu búi og bygði hér þrjú heimili sem fyr segir,
og er það ærinn starfi einum manni. Hann var dag-
farsprúður og gat verið skemtinn og var félags-
lyndur í eðli sínu og því reiðubúinn að rétta hönd til
velferðar og félagsmála bygðar sinnar hvenær sem
var. Guðr. kona hans var honum samhent í hví-
vetna er til þrifa varð ráðið, enda rausnarkona og
vinur sinna vina.