Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 72
Tz ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
b.iuggu foreldrar J. þar í fjögur ár. Þaðan fluttu
þau að Stóradalsseli á Sléttárdal og voru þar tvö ár.
Þau sumur vann J. að smalamensku sitt á hverju
heimili. Vorið 1897 flutti J. frá foreldrum sínum
í ársvist að Ljótshólum í Svínadal. Næstu ár vann
hann í Holti á Ásum og síðasta árið á fslandi vann
hann í Engihlíð í Langadal.
Vorið 1900 fluttist J. ásamt foreldrum sínum
vestur um haf. Komu þau til Winnipeg annan
ágúst en fjórða sama mán., kom J. hingað í bygð og
dvaldi þá rúmt ár. Haustið eftir fór hann til Nýja-
íslands; höfðu þá foreldrar hans tekið heimilisrétt-
arland í grend við Árnes, Man. Hafði J. heimili hjá
þeim næstu 5 árin, en þá seldi faðir hans landið
og flutti til Winnipeg (en síðar til Blaine, Wash., og
hefir dvalið þar síðan. Móðir J. dó 1921 en faðir
hans giftist aftur).
Jóh. var rúmt ár í Nýja-íslandi eftir burtför
foreldra sinna, en kom svo aftur til bygðarinnar og
hefir átt hér heimili mestmegnis síðan, eða yfir 20
ár verið hér heimilisfastur. Hann hefir aldrei gifst,
og unnið víða annarstaðar en hér, t. d. í Vatnabygð-
um, Selkirk og vestur við haf. Húnfjörðs-nafnið
tók hann upp snemma á árum, en faðir hans aldrei.
Skólamentunar hefir J. sama sem engrar notið,
hvorki á íslandi né hér, en bókhneigður talsvert, og
hefir fengist nokkuð við ljóðagerð. Félagsmál bygð-
arinnar hefir hann reynt að styðja talsvert.
Sigurjón Bergvinsson
Sigurjón var fæddur 26. febr. 1848 á Halldórs-
stöðum í Bárðardal, Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans
voru þau hjónin er þar bjuggu þá, Bergvin Einars-
son og Friðbjörg Ingjaldsdóttir. Móðir Bergvins var
Helga Bergþórsdóttir hreppstjóra á Öxará í.Bárðar-
dal. Bróðir Friðbjargar var Jón Ingjaldsson faðir
Helgu konu Jóns Sigurgeirssonar hreppstjóra á
Hvarfi, foreldrar Hannesar dýralæknis í Reykjavík.
Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum fyrst á