Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Qupperneq 77
ALMANAK 1939
77
nú með börnum sínum sem eru öll uppkomin.
Árni er atorkumaður og býr rausnarbúi, hefir
bygt vandaðar byggingar og rutt skóginn af löndum
sínum. Þau hjón bæði voru samhent við búskapinn
og tóku mikinn þátt í öllu félagslífi; æfinlega skemt-
in heim að sækja.
Börn þeirra hjóna voru: 1. Leonard, ógiftur
heima; 2. Ellis, hvarf á Frakklandi 1918; 3. Jón
Sigfús, útskrifaður af Wesley Col., kennari í Rapid
City, Man., (giftur konu af þýzkum ættum) ; 4.
Kristbjörg, gift Halldóri Ólafssyni (getið á öðrum
stað) ; 5. Hallgr. Helgi, ógiftur heima; 6. Þórunn
Valgerður, (útlærður kennari), ógift, bústýra hjá
föður sínum.
Einar Sigurðsson
(hálfbróðir Gunnars Einarssonar)
Einar Jobson Sigurðssonar frá Flatnefsstöðum
á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, og Þórunnar Bjarna-
dóttur Hildibrandssonar (sjá þátt G. Einarssonar).
Móðir Jobs var Magðalena Sigurðardóttir frá Kata-
dal Gíslasonar.
Einar fluttist hingað í bygð haustið 1899 og hafði
aðallega heimili hjá Gunnari bróður sínum en vann
á ýmsum stöðum. Árið 1904 keypti hann S.V. % S.
32, 1-6, en bjó þar ekki. Síðar keypti hann þreskivél
og starfrækti hana fjölda mörg ár. Héðan fluttist
E. til Víðir-bygðar og tók þar heimilisréttarland, en
hefir mest af tímanum 'haft heimili hjá Jóhannesi
albróður sínum. Einar hefir aldrei gifst. Er hann
verkmaður mikill.
Landnemi S.A. % 22, 1-6
Jóhannes Einarsson
Jóhannes er albróðir Gunnars Einarsson (sjá
hans þátt hér að framan). Hann fæddist 22. marz
1868 að Fjallaseli í Fellum. Þriggja ára misti hann
föður sinn og fór þá að Egilsseli til Einars Guð-
mundssonar er þar bjó og ólst þar upp um hríð.