Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 83
ALMANAK 1939
83
hafa verið einn stærsti landeigandi hér. í kringum
1907 flutti Kr. til Winnipeg og hóf þar fasteigna-
sölu en hafði hér í bygð að nokkru leyti aukastöð
sína, þar til árið 1911 að hann flutti vestur til
Vancuover, B. C. Nú er Kr. búsettur í Los Angeles,
Calif. Kona hans er dáin fyrir nokkrum árum.
Guðmundur D. Grímsson
Guðmundur fæddist 26. júní 1879 á Knarrar-
stöðum á Vatnsleysuströnd. Foreldrar hans voru
þau hjónin Daníel Grímsson og Sigríður Þorsteins-
dóttir. Guðm. fluttist með foreldrum sínum til Vest-
urheims árið 1885 er settust að í grend við Garðar,
N. Dak., og ólst þar upp. Árið 1899 kom hann í
þessa bygð og keypti S.A. % S. 14, 1-6 en bjó þar
aldrei. Var hér aðeins skamman tíma og seldi
landið aftur 1902. Nú býr Guðm. góðu búi í grend
við Mozart, Sask.
Björn Jóhannsson
Björn var fæddur á Ósi á Skógarströnd árið
1845 . Foreldrar hans voru þau 'hjónin er þar
bjuggu, Jóhann Jóhannsson ‘Teitssonar og kona
hans Þóra Sigmundsdóttir. Móðir Jóhanns föður
Björns var Margrét Sigurðardóttir stúdents í Geit-
areyjum. Bróðir hennar var Jón gullsmiður í Geit-
areyjum, faðir hinna listhæfu Geiteyjar-bræðra.
Einn þeirra var Jón Breiðfjörð hreppstj. á Brunna-
stöðum á Vatnsleysluströnd.
Kona Björns er Sigurbjörg Símonardóttir og
Sigurlaugar Einarsdóttur Snorrasonar er bjuggu á
Sléttu í Aðalvík í ísafjarðarsýslu. Sigurbjörg fædd-
ist 18. apríl 1854. Sama ár lézt föður hennar. Tveim
árum síðar var hún tekin til fósturs af séra Þórarni
Böðvarssyni og konu hans Þórunni Jónsd. Það
sama ár fluttu þau að Melstað í Vatnsfirði. Hjá
þeim ólst Sigurbj. upp eftir það og á þeirra vegum
nam hún hjúkrunarfræði. Árið 1868 fluttist hún
með þeim að Görðum á Álftanesi.