Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 3
C. E. F L E G 0 N : ÍSINN BRÁÐNAÐI Eitt sunnudagskvöld sagði hún viS mann sinn, a'S hún œtlaði í sjúkravitjun til Edith. — 'Það hafði verið kali á milli tveggja fjölskyldna um alllangan tíma. Og fjölskyldurnar, sem hér var um að ræða, voru Erik Olsson og Levi Strömberg. Þetta hafði áhrif bæði innan safnaðarins og útá við. í sannleika sagt voru erfiðleikar þessir á milli kvennanna, heldur en manna þeirra. Þeir stjórnuðu betur tilfinningum sínum en konur þeirra. Þess vegna gátu þeir umgengizt hvor annan með virð- ingu, og töluðust við sem áður. Orsökin fyrir þeim kala, er komið hafði upp milli kvennanna, var sú, að börn þessara hjóna, Bernt Strömberg og Karína Olsson voru nánir vinir. Sumir álitu að þau væru trúlofuð og mundu eflaust giftast. Hvorutveggja foreldrarnir voru glöð yfir kynningu þeirra og hamingjan virtist bregða ljóma yfir bæði heimifin. En allt í einu virtist kærleikurinn milli hinna ungu vina kólna. Á sama tíma fór Bernt að renna hlýju auga til annarrar ungrar stúlku, og sú kynn- ing enti með giftingu. Enda þótt Bernt væri ekki trúlofaður Karínu — fyrri stúlkunni, féll móður Karínar þetta næsta þungt. Edith, svo hét móðirin, lagði verulega fæð á Bernt fyrir þetta. Bar hún honum á brýn, að hann 3

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.